Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Íslandsmótið í Garpasundi fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um liðna helgi. Þar etja kappi sundmenn með reynslu, 25 ára og eldri. Fimm sundg- arpar kepptu fyrir íþróttafélög á Vest- urlandi, þrír frá Sundfélagi Akraness og tveir frá UMSB. Fyrir Sundfélag Akraness kepptu Ágúst Júlíusson, Kári Geirlaugsson og Vignir Barkar- son en Guðmunda Ólöf Jónasdóttir og Ingimundur Ingimundarson syntu undir merkjum UMSB. Skemmst er frá því að segja að Vestlendingarnir sópuðu til sín verðlaunum og sneru heim með hvorki fleiri né færri en 22 gullverðlaun og settu sjö ný Íslands- met. Ingimundur keppti í flokki 70-74 ára og bar sigur úr býtum í 100 m skriðsundi og 50 m baksundi. Þá hreppti hann silfrið í 50 m skrið- sundi. Í flokki 65-69 ára varð Kári Geir- laugsson áttfaldur Íslandsmeistari. Hann sigraði í 50 m, 100 m, 200 m, 400 m og 800 m skriðsundi, 50 m og 100 m baksundi og 100 m fjórsundi. Kári setti nýtt Íslandsmet í 50 m bak- sundi og 100 m fjórsundi. Guðmunda Ólöf keppti einnig í flokki 65-69 ára og vann til fimm gullverðlauna; í 50 m og 100 m skrið- sundi, 50 m baksundi, 50 m bringu- sundi og 100 m fjórsundi. Íslandsmet setti hún í 100 m skriðsundi og fjór- sundinu. Vignir keppti í flokki 50-54 ára og sigraði í 50 m, 100 m, og 200 m skriðsundi sem og í 50 m bringu- sundi. Hann hafnaði í öðru sæti í 100 m skriðsundi og þriðja sæti í 50 m baksundi. Ágúst keppti í flokki 25-29 ára og vann þar til fimm gullverðlauna; í 50 m skriðsundi, 50 m bringusundi, 50 m flugsundi, 100 m flugsundi, 50 m baksundi. Setti Ágúst jafnframt ný Íslandsmet í flugsundunum og bak- sundinu. ÍA hafnaði í 4. sæti í stigakeppni fé- laga með 166 stig og UMSB í 7. sæti með 70 stig. Hefðu félögin keppt saman hefðu þau hafnað í þriðja sæti í stigakeppni félaga. Ingimundur hvetur sundfélögin á Akranesi og í Borgarnesi til að sam- eina krafta sína í garpaflokki. „Vitað er að það er er margt gott sundfólk á aldrinum 25 ára og eldri sem tengj- ast Akranesi og Borgarfirðinum. Ef þessi félög myndu keppa samam er ljóst að það yrði sterkt lið. Ég skora á sundfólk á Akranesi og í Borgarfrði á aldrinu 25-80 ára að taka fram sund- fötin og mæta með sameiginlegt lið á næsta Garpamót að ári,“ segir Ingi- mundur. kgk/ Ljósm. Sundfélag Akraness. Vestlenskir sundgarpar sópuðu til sín verðlaunum Fulltrúar Sundfélags Akraness, þeir Vignir Barkarson, Kári Geirlaugsson og Ágúst Júlíusson. Guðmunda Ólöf og Ingimundur. ÍA sigraði Leikni R. með einu marki gegn engu í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á laug- ardag. Leikurinn fór fram í Akra- neshöllinni og kvartaði enginn áhorfanda yfir því, enda gekk á með éljum á Akranesi þennan dag. Eina mark leiksins skoraði Stein- ar Þorsteinsson á 60. mínútu eftir undirbúning Andra Adolphssonar. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks og voru skipulagðir í sínum aðgerðum. Þeir tóku sér tíma í að þreifa fyrir sér gegn gestunum úr Breiðholtinu. En eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn urðu sóknir þeirra markvissari og þeir stöðugt líklegri til að taka forystuna. Mark- ið lá í loftinu frá miðjum fyrri hálf- leik og fram að hléi og yfirburð- ir Skagamanna voru algjörir. Litlu munaði að ÍA kæmist yfir skömmu fyrir hálfleik þegar Hörður Ingi Gunnarsson átti gott skot sem fór rétt framhjá markinu. Staðan því markalaus í hléinu. Í byrjun síðari hálfleiks tóku Skagamenn upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Þeir stjórnuðu gangi mála inni á vellinum en gest- irnir virkuðu ekki líklegir til afreka. Skagamönnum tókst að brjóta ís- inn á á 61. mínútu. Andri Adolp- hsson lék þá varnarmenn gestanna grátt, sendi síðan boltann á Stein- ar Þorsteinsson sem skoraði auð- veldlega og kom ÍA yfir, 1-0. Fleiri urðu mörkin ekki en Skagamenn hefðu þó hæglega getað skorað fleiri. Þeir áttu álitlega sókn þeg- ar tíu mínútur lifðu leiks. Henni lauk með góðri fyrirgjöf á Steinar sem hitti ekki boltann í upplögðu færi. Garðar Gunnlaugsson slapp svo einn í gegnum vörn gestanna á lokamínútunni en skot hans var ekki nægilega gott til að bæta við í blálokin. Skagamenn fengu þrjú stig að launum fyrir sigurinn og sitja í þriðja sæti eftir fyrstu umferð deildarinnar. Fyrir ofan eru Vík- ingur Ó. og HK sem einnig sigr- uðu fyrstu leiki sína í sumar. Næst leika Skagamenn á morgun, upps- tigningardag 10. maí, þegar þeir heimsækja Þór á Akureyri. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Skagamenn byrjuðu mótið á sigri Keppni í 2. deild karla í knatt- spyrnu hófst sl. sunnudag. Á Akra- nesi tók Kári á móti Fjarðabyggð í fyrsta leik liðsins í 2. deild í sögu félagsins. Káramenn verða að vona að fall sé fararheill, því þeir fengu skell í Akraneshöllinni og töpuðu með fimm mörkum gegn einu. Káramenn voru sterkari framan af fyrri hálfleik og fengu óskabyrj- un þegar Guðlaugur Þór Brands- son skoraði eftir 15. mínútna leik. Adam Örn Guðmundsson jafnaði á 30. mínútu. Tíu mínútum síð- ar snerist leikurinn hins vegar á punktinum þegar Sindri Snæfells Kristinsson, varnarmaður Kára, var rekinn út af fyrir litlar sakir. Gest- irnir í Fjarðabyggð nýttu sér það og komust yfir á lokamínútu með fyrri hálfleiks marki Mate Coric. Staðan 1-2 í hléinu. Gestirnir nýttu sér að vera ein- um fleiri í síðari hálfleik og bættu við þremur mörkum. Fyrst skoraði Aleksandar Stojkovic áður en Adam Örn skoraði annað mark sitt. Jav- ier Angel Chocano innsiglaði síðan sigur gestanna á 90. mínútu. Loka- tölur 1-5. Næst mætir Kári liði Hugins á Seyðisfirði næstkomandi laugardag, 12. maí. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári. Kári fékk skell í fyrsta leik Ringófélagar úr Borgarbyggð gerðu nýverið góða ferð á Suður- land. Þeir unnu á fjögurra liða móti sem fram fór á Hvolsvelli í umsjón HSK. Spiluð var tvöföld umferð og sigraði UMSB í fjórum leikjum en tapaði í tveimur. Þetta var þriðja og síðasta mót þessara liða í vetur. Sá háttur hefur verið hafður á síðustu árum og gefist vel, að sögn Flemm- ing Jessen þjálfara. Næsta verkefni ringófélaga í Borgarbyggð er þátt- taka í Landsmóti UMFÍ sem fer fram 13. – 15. júlí í sumar. mm/fj Héldu til keppni í ringói Verðlaunahóf Körfuknattleikssam- bands Íslands vegna keppnistíma- bilsins 2017 til 2018 var haldið í síðustu viku. Þar voru veitt verð- laun í 1. deildum karla og kvenna og Domino‘s deildum karla og kvenna, bæði einstaklingsverðlaun og tilkynnt um lið ársins. Liðsmenn deildarmeistara Skallagríms voru áberandi þegar veitt voru verðlaun fyrir 1. deild karla. Eyjólfur Ásberg Halldórs- son var valinn leikmaður ársins og Finnur Jónsson þjálfari ársins. Auk Eyjólfs var Bjarni Guðmann Jóns- son liðsfélagi hans valinn í lið ársins í 1. deildinni. Þá var Grundfirðingurinn Hlyn- ur Bæringsson valinn í lið ársins í Domino‘s deild karla, en hann leik- ur með Stjörnunni. kgk Verðlaunaðir fyrir góðan vetur í körfunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.