Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 27 Málefni fjölskyldna með börn sem eru yngri en 6 ára hafa verið mikið í umræðunni á Akranesi á síðustu misserum og hefur umræðan þá að mestu snúið að börnum sem eru á svokölluðum dagforeldra aldri. Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta til handa þessum börnum og for- eldrum þeirra verið bætt. Á síð- asta ári var gerður þríhliða samn- ingur á milli foreldra, dagforeldra og Akraneskaupstaðar, með það fyrir augum að bæta þjónustu og auka framboð á dagvistunarúrræð- um. Eftir tilkomu samningsins er yfirsýn á stöðu mála hjá dagfor- eldum og upplýsingagjöf til handa foreldrum nú mun betri en áður var. Samhliða þessu hefur niður- greiðsla Akraneskaupstaðar vegna dvalar ungbarna hjá dagforeldum verið hækkuð úr 40 þúsund krón- um í 55 þúsund á mánuði og í 63 þúsund fyrir fjölbura. Á miðju sumri 2017 varð ófyr- irséð brotthvarf úr hópi dagfor- eldra og var útlit fyrir að einhver börn fengju ekki pláss hjá dagfor- eldrum. Skóla- og frístundaráð vann hratt og örugglega að lausn á verkefninu í nánu samstarfi við foreldra, dagforeldra og leikskóla bæjarins. Með samstilltu átaki voru málin leyst með farsælum hætti. Í þessum aðstæðum kom það enn og aftur í ljós hversu mik- inn mannauð við eigum á leikskól- um kaupstaðarins og hversu hæf- ir stjórnendur eru þar innanborðs. Samningurinn og yfirsýnin hefur jafnframt stuðlað að því að börn voru tekin inn á leikskóla í byrjun þessa árs en ekki eingöngu í ágúst eins og tíðkast hefur. Enn fremur er frábært að segja frá því að börn- um sem fædd eru í janúar til maí 2017 hefur öllum verið boðið leik- skólapláss nú í haust. Við í Sjálfstæðisflokknum á Akranesi erum hvergi nærri hætt og ætlum að halda áfram að bæta þjónustu við fjölskyldur með ung börn á Akranesi. Við ætlum að tryggja dagvistunarúrræði að loknu foreldraorlofi. Í því sam- hengi erum við farin að huga að byggingu á nýjum leikskóla, með það að leiðarljósi að tryggja hið minnsta öllum tveggja ára börnum á Akranesi leikskólavist. Höldum áfram að hugsa í lausn- um, höldum áfram að gera góðan bæ enn betri. Þórður Guðjónsson. Höf. er formaður skóla- og fríst- unaráðs og er í 5. sæti á lista Sjálf- stæðismanna í komandi sveitastjórn- arkosningum. Barnafjölskyldur í forgrunni Pennagrein Hreyfing hefur margvísleg góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks og hefur fjölþætt forvarnargildi hjá öllum aldurshópum. Síðustu ára- tugina hefur samfélag okkar breyst talsvert með aukinni notkun snjall- tækja, aukinni kyrrsetu og aukinni tíðni offituvandamála. Með þetta til hliðsjónar þurfum við að bregðast við og reyna eftir fremsta megni að styðja við bæði skipulagt íþróttastarf sem og aðgengi almennings að úti- vistarsvæðum, líkamsræktaraðstöðu og sundlaugum. Í héraðinu okkar er mikið af flottu íþróttafólki sem náð hefur langt í sinni grein, hvort sem það er ein- staklingsgrein eða hópíþrótt. Einn- ig búum við vel með flott fólk sem stendur að baki þessum árangri, þjálfarar, foreldrar og áhugafólk sem tilbúið er að vinna íþróttunum til heilla. Þrátt fyrir það eru of margir bæði börn og fullorðnir sem ekki stunda reglulega hreyfingu. Til að auka þátttöku í skipulagðri hreyfingu þarf að hafa hana aðgengilega og fjölbreytta, fyrir suma henta hóp- íþróttir en aðrir kjósa einstaklings- greinarnar, sumir hafa gaman að boltaíþróttum á meðan þær henta ekki öllum. Með tilkomu tómstundabíls- ins hafa möguleikar barna og ung- linga, úr dreifbýlinu, á að sækja æf- ingar í Borgarnes aukist gífurlega og hjálpar það mikið til við að auka þátttöku. Áhugavert væri að skoða möguleikann á að fjölga ferðum tómstundabílsins og eins hvort hægt væri að nýta íþróttamannvirkin á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum betur með fjölbreyttari akstursleið- um. Þannig mætti í leiðinni auka samstarf íþróttafélaganna í héraðinu og auka möguleikana á að ná í lið í fleiri aldursflokkum og eins rýmka um íþróttahúsið í Borgarnesi þar sem hver æfingatími er umsetinn. Einnig hefur tilkoma íþrótta- og tómstundaskólans breytt miklu fyrir yngstu árgangana og er það mjög já- kvætt að geta stytt „vinnudag“ þeirra með þessu móti og gera þeim sem búa í dreifbýlinu kleift að æfa íþrótt- ir beint eftir skóla og fá skólaakstur heim að þeim loknum. Ég myndi einnig vilja sjá sveitar- félagið okkar setja sér framtíðaráætl- un hvað stækkun og uppbyggingu íþróttamannvirkja varðar. Íþrótta- húsið í Borgarnesi er eins og áður segir fullnýtt og barist um hvern æf- ingatíma þar. Árið 2013 setti Ung- mennasamband Borgarfjarðar upp áætlanir, annars vegar 4 ára og hins vegar 10 ára, að því hvernig sam- bandið myndi vilja haga uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í Borgar- firði. Var sú vinna unnin að beiðni sveitarfélagsins og var hluti af sam- starfssamningi þess við UMSB. Fátt af því sem þar er sett á 4 ára áætl- unina hefur komist í verk og ekk- ert af 10 ára áætluninni. Þessu þarf að breyta og sveitarfélagið þarf að mynda sér skýra framtíðaráætlun ætli það að halda sér samkeppnis- hæfu við önnur sveitarfélög hvað íþróttamannvirki varðar. Höldum áfram að leita leiða til að hámarka nýtingu íþróttamannvirkj- anna okkar og byggja upp íþróttaað- stöðuna í Borgarbyggð. Unnur Jónsdóttir Höfundur skipar 10. sæti á lista VG í Borgarbyggð Um mikilvægi íþrótta- starfs í Borgarbyggð Pennagrein Í Borgarbyggð eru ótal ferðaþjón- ustuaðilar. Fjölbreytni er með mesta móti, afþreying allt frá sýn- ingum og söfnum upp í magnaðar náttúruferðir, gisting allt frá tjald- svæðum upp í glæsileg hótel og veitingasala frá pylsum upp í steik- ur úr gæðahráefni úr héraði. Fyr- ir stuttu hlaut Vesturland titilinn „einn áhugaverðasti staður heims“ og það ekki að ástæðulausu. Eig- endur og rekstaraðilar í ferðaþjón- ustu eiga heiðurinn. Með metn- aði, hugmyndaaugði og þori hefur ferðaþjónustuaðilum tekist að gera Borgarbyggð að enn meira aðlað- andi svæði. Matarauður Vesturlands og Upp- byggingarsjóður Vesturlands eru verkefni og sjóður sem hafa stuðlað að öflugri uppbyggingu í atvinnu- lífinu, þ.m.t. ferðaþjónustu og menningarlífi, og það ber að þakka. Svona verkefni hafa skilað okkur langt. Markaðsstofa Vesturlands hefur líka átt stóran þátt í kynningu á Vesturlandi. Þegar horft er til framtíðar vilj- um við taka vel á móti öllum sem vilja sækja Borgarbyggð heim. Við erum stolt af öllu því sem við höf- um upp á að bjóða. Ferðaþjónust- an er okkur mikilvæg og við vilj- um hafa hana áfram í sátt við allt og alla. Ferðaþjónustan er í sókn og þurfum við öll að halda vel á spöð- unum svo okkar svæði verði áfram einn áhugaverðasti staður heims. Guðmundur Freyr Kristbergsson, Háafelli. Höf. skipar 3. sæti á lista VG í Borgarbyggð. Ferðaþjónusta til framtíðar Pennagrein Pennagrein Við eigum bara eina heilsu, góð heilsa er það dýrmætasta sem hver manneskja á. Sveitarfélög hafa bæði samfélagslegan og fjárhags- legan ávinning af því að styðja og hvetja íbúa til heilbrigðs lífs. En hvernig förum við að því að átta okkur á stöðunni varðandi lýð- heilsu í samfélaginu sem við búum í? Hvernig mælum við lýðheilsu? Hvernig metum við hvar við þurf- um að bæta í, gera betur. Til eru fjölmargar leiðir og hefur embætti landlæknis gefið út svokallaða lýð- heilsuvísa. Lýðheilsuvísum er ætl- að að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisstofnunum að greina stöðuna á sínu svæði. Hægt er að greina styrkleika og veikleika og með þá vitneskju er hægt að vinna að því að finna leiðir til að skilja þarfir til bættrar heilsu og líðan í sveitarfélaginu. Í lýðheilsuvísum sem komu út sl. haust má skoða stöðuna á Vest- urlandi. Þar kemur t.d. fram að fleiri fullorðnir nota virkan ferða- máta í vinnu/skóla í samanburði við aðra landshluta. Hlutfall fram- haldsskólanema sem hefur prófað kannabis er lægst á landinu, sem er afar ánægjulegt. Lægsta hlut- fall framhaldsskólanema sem seg- ist oft hafa verið einmana. Hlut- fall barna í 8.-10. bekk sem tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi er lægst á Vesturlandi miðað við aðra landshluta. Fleiri fullorðnir meta andlega heilsu sæmilega/lélega og á Vesturlandi mæta færri konur í leghálskrabbameinsskoðun en í öðrum landshlutum. Skipulag þarf að vera á forsend- um alhliða heilsueflingar, bæði lík- amlegrar og andlegrar, auk þess að hámarka loftgæði. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í dag- legu lífi er að velja virkan ferða- máta, svo sem göngu eða hjólreið- ar. Þess vegna vill VG efla Borg- arbyggð enn frekar sem heilsu- eflandi samfélag m.a. með því að fjölga göngu- og reiðhjólastíg- um, gera skal framkvæmdaáætlun fyrir allt sveitarfélagið í samstarfi við Vegagerðina og landeigendur. Auk þess þyrfti að fjölga merktum gönguleiðum og koma fyrir bekkj- um og líkamsræktartækjum utan- dyra. Einnig skal gefa út göngu- leiðakort um Borgarbyggð. Þetta ætti að vinna í samstarfi við áhuga- mannafélög og landeigendur. Íþróttir og tómstundir eiga að vera fyrir alla, aðgengi að þeim þarf því að vera í lagi og fjölbreytt úrval í boði. Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á forvarnargildið sem öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur í för með sér og því mikilvægt að styðja vel við þetta starf hjá öllum aldurs- hópum. Ein stærsta áskorunin þegar horft er á lýðheilsuvísana er að horfa á þá staðreynd að fleiri full- orðnir meta andlega heilsu sæmi- lega/lélega. Það þarf að vinna gegn einmanaleika og kvíða með fjöl- breyttum leiðum. Það hafa verið færð rök fyrir því að útivera ein og sér hafi mikil jákvæð áhrif á and- lega heilsu. Það þarf líka að vera tryggt aðgengi að sálfræðingum og hlúð sé að starfsumhverfi fólks. Það er mín bjargfasta skoðun að ef við hugum að andlegri og lík- amlegri heilsu, erum við enn betur í stakk búin fyrir framtíðina. Verk- efni á borð við „Heilsueflandi sam- félag“ er frábært framtak og það þarf að efla enn frekar, markmiðið ætti að vera virk þátttaka allra sam- félagshópa. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Höf. skipar 2. sæti á lista VG í Borgarbyggð Við eigum bara eina heilsu Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Hettupeysur í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína Sími: 666 5110 smaprent@smaprent.is www.smaprent.is Smáprent

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.