Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 20188 Fimm buðu í rekstur tjald- svæðis AKRANES: Akraneskaup- staður hefur opnað tilboð í rekstur tjaldvæðis við Kal- mansvík á Akranesi árin 2018 - 2020. Fimm tilboð, frá 800.000 til 2.621.000 krónum, bárust og var sam- þykkt á fundi skipulags- og umhverfisráðs í síðustu viku að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda, Ástu Ósk Sigurðardóttur, á grund- velli tilboðsins. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 28. apríl - 4. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 23 bátar. Heildarlöndun: 124.620 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 48.383 kg í tveimur róðr- um. Arnarstapi: 11 bátar. Heildarlöndun: 56.843 kg. Mestur afli: Álfur SH: 24.959 kg í þremur róðr- um. Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 225.341 kg. Mestur afli: Hringur SH: 69.032 kg í einni löndun. Ólafsvík: 41 bátur. Heildarlöndun: 720.057 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 134.277 kg í fimm róðrum. Rif: 35 bátar. Heildarlöndun: 581.494 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 105.797 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur: 10 bátar. Heildarlöndun: 18.230 kg. Mestur afli: Rán SH: 6.812 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - RIF: 86.348 kg. 2. maí. 2. Tjaldur SH - RIF: 80.739 kg. 2. maí. 3. Hringur SH - GRU: 69.032 kg. 2. maí. 4. Rifsnes SH - RIF: 59.756 kg. 4. maí. 5. Rifsnes SH - RIF: 46.041 kg. 30. apríl. -kgk Nýverið skipti ríflega tveggja hektara landrými við Smiðjuvelli 12-22 á Akranesi um eigendur. Land þetta sem liggur við þjóð- veginn inn í bæinn var að stórum hluta nýtt undir garðyrkjustöð sem fyrir nokkrum árum var lögð niður og gróðurhúsin rifin. Upp- bygging ehf. hefur nú keypt land- ið auk 700 fm. skemmu. Seljandi er Skagaverk ehf. Engilbert Run- ólfsson og Kristín Minney Péturs- dóttir eru eigendur Uppbygging- ar ehf. Engilbert segir í samtali við Skessuhorn að nú sé skipulagsferli hafið á lóðunum, en á þeim er fyr- irhugað að reisa 15-17 þúsund fer- metra húsnæði sem verður blanda af skrifstofu-, verslunar- og þjón- usturými auk sérhæfðs geymslu- rýmis. Gert er ráð fyrir um eða yfir 200 bílastæðum. Páll Gunn- laugsson hjá ASK arkitektum hef- ur grófhannað skipulag svæðisins, samanber meðfylgjandi útlitsteikn- ingu, og var erindið formlega lagt inn hjá Akraneskaupstað á föstu- daginn og kynnt á fundi skipulags- og umhverfisráðs í gær. Engilbert væntir þess að Akraneskaupstaður taki þessari fyrirhuguðu uppbygg- ingu á atvinnuhúsnæði fagnandi. Formlegt deiliskipulagsferli mun því hefjast fljótlega og taka nokkra mánuði, en reiknað með að jarð- vegsframkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári. Engilbert segir kaupin á landi og 700 fm. skemmu Skaga- verks fullfjármögnuð og því ekkert til fyrirstöðu að verkefnið komist í gang. Skemman verður á síðari stigum verkefnisins tekin niður og flutt á annan grunn, en notuð sem aðstaða fyrir verktaka fyrst í stað á byggingartímanum. Viðræður í gangi við marga Á undanförnum vikum hefur verið rætt við nokkra aðila sem lýst hafa vilja til að koma inn í væntanlegt húsnæði á lóðunum. „Þetta eru að- ilar í fyrirtækjarekstri og stofnan- ir sem sum hafa starfsemi nú þeg- ar á Akranesi en einnig aðrir sem vilja koma hingað.“ Engilbert vill á þessu stigi ekki nafngreina þessi fyrirtæki, en segir að þau muni hafa aðsetur í 6-8 byggingum sem saman mynda þyrpingu samkvæmt fyrstu drögum að skipulagi á svæð- inu. Reka þau verslanir og þjón- ustu af ýmsu tagi, skrifstofur, sér- hæfðar geymslur auk líkamsrækt- ar- og afþreyingarstarfsemi, svo dæmi séu tekin. „Við lítum á þetta sem gríðarstórt og spennandi at- vinnutækifæri enda eru fyrirtækin sem við erum í viðræðum við afar áhugasöm. Margt af þeirri þjón- ustu og verslun sem þarna verður er löngu tímabært að fá hingað á Akranes og við finnum fyrir mik- illi jákvæðni í garð uppbygging- ar á Akranesi, enda bæjarfélagið í vexti,“ segir Engilbert. Aðspurður segir hann að áætlað sé að verkefni þetta muni kosta um fimm millj- arða króna og að byggingartíminn verði allt að fimm ár. Viðræður við fjárfesta og leigjendur eru vel á veg komnar og segir hann að þeir verði nafngreindir þegar byrjað verð- ur á skipulagsvinnunni, enda taki hönnun húsa og skipulag mið af þeirri þjónustu sem þar verður. Stuðlar að fjölgun starfa „Það er fyrir okkur sem bæjar- félag afar mikilvægt að fjárfestar og framkvæmdamenn sýni vilja til uppbyggingar á Akranesi. Þessar hugmyndir, sem Uppbygging ehf. kynnti okkur með formlegu erindi síðastliðinn föstudag, falla vel að hugmyndum Akraneskaupstaðar um að efla bæjarfélagið á sem flest- um sviðum, stuðla að aukinni fjöl- breytni í atvinnulífinu og fjölgun starfa,“ segir Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri í samtali við Skessu- horn. Hann bætir því við að tölu- verð vinna er eftir en nú fari er- indið til lögformlegrar afgreiðslu í stjórnkerfinu, fyrst hjá skipulags- og umhverfissviði. mm Stórt verslunar- og þjónustusvæði á teikniborðinu við Smiðjuvelli á Akranesi: „Verkefni upp á fimm milljarða sem mun skapa fjölmörg störf á næstu árum“ Fyrsta útlitshönnun svæðisins við Smiðjuvelli 12-22, horft til suðurs. Teikning: ASK arkitektar. Engilbert Runólfsson hjá Uppbyggingu ehf. segir verkefnið gríðarlega spennandi og að vel hafi verið tekið í það af fyrirtækjum og stofnunum að festa sér húsnæði á svæðinu. Til hægri er hluti skemmunnar og svæðið sem um ræðir. Nú sér fyrir endann á umfangs- miklum framkvæmdum sem hófust á Vesturgötu á Akranesi síðastliðið sumar. Um er að ræða jarðvegsskipti undir götunni allri milli Stillholts og Merkigerðis og malbikun eftir það. Samhliða því hefur verið skipt um lagnir sem liggja í götunni og gang- stéttir endurnýjaðar eða endurbætt- ar eftir því sem við á. Verkið tafð- ist töluvert síðasta haust, m.a. vegna þess að skipta þurfti út fleiri lögnum en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu og ýmissa annarra breytinga sem urðu á verkinu. Þar að auki reynd- ist klöppin í götunni fimmfalt meiri en búist hafði verið við. „Það urðu ýmsar breytingar og viðbætur á verk- inu og endaði með því að það fraus inni í vetur,“ segir Guðmundur Guð- jónsson hjá Skóflunni hf., sem annast verkið, í samtali við Skessuhorn. „En um leið og frost fór úr jörðu í byrjun apríl hófumst við handa að nýju við þennan stutta spöl sem ekki náðist að klára í vetur,“ segir hann, en kafl- inn sem um ræðir nær frá Vesturgötu 119 að Merkigerði. „Það hefur geng- ið alveg áfallalaust fyrir sig síðan við byrjuðum aftur eftir páska.“ Hægt að aka á kjörstað En hvenær má búast við því að verk- inu ljúki? „Við stefnum að því að mal- bika í næstu viku og ég er öruggur á því að Vesturgata verði opnuð fyrir kosningar, 26. maí,“ segir Guðmund- ur. „Farið verður í gangstéttirnar í beinu framhaldi af því. Síðan verð- ur unnið að frágangi á svæðinu öllu frameftir júnímánuði,“ segir hann og bætir því við að íbúar við götuna þurfi ekki að búast við teljandi óþæg- indum vegna framkvæmdanna hér eftir. „Það er búið að skipta um all- ar lagnirnar og verður því ekki meiri truflun á vatni og rafmagni, sem bet- ur fer. Ekki má búast við neinum telj- andi truflunum meðan unnið verður við gangstéttirnar,“ segir Guðmund- ur í Skóflunni að endingu. kgk Framkvæmdir á Vesturgötu á lokametrunum Verktaki telur víst að gatan verði opnuð fyrir kosningar Framkvæmdasvæðið við Vesturgötu á Akranesi, séð frá götunni við Merkigerði. Búið er að skipta um allar lagnir og til stendur að malbika í næstu viku. Ekið með efni á framkvæmdasvæðið, en verkið felur meðal annars í sér jarðvegs- skipti undir götunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.