Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 23 Pennagrein Á meðan skólagöngu minni í Dan- mörku stóð var ég sífellt spurður af heimamönnum þarlendis afhverju ég ætlaði að flytja heim. „Líkar þér ekki Danmörk,“ var ég spurð- ur. Eina svarið sem ég gat gefið var að mig langaði bara... heim. Heim þangað sem ég ólst upp og sæki í að vera hverja einustu stund. Heim í Borgarbyggð. Af skólabekknum hef ég fylgst með ungu fólki, mörg- um af mínum bestu vinum, flytja heim og koma sér fyrir með sínar fjölskyldur. Mig langaði bara heim líka! Fyrir fólk sem vill koma sér fyrir í okkar fallegu byggð er mikilvægt að sveitarstjórn sýni vilja til þess að fá það heim með því að styðja við bak- ið á því með einhverju móti. Fram- sóknarfólk í Borgarbyggð vill beita sér fyrir því að sá stuðningur komi í formi lækkaðra gatnagerðagjalda. Það er okkar von að slíkur fjárhags- legur hvati komi til með að styrkja íbúa með beinum hætti og skapi betri möguleika fyrir fólk sem vill flytja á nýtt heimili. Gatnagerða- gjöldin munu ekki einungis skila sér til íbúa í íbúðarhugleiðingum, heldur einnig stórauka möguleika nýrra fyrirtækja til að koma sér upp atvinnustarfsemi í okkar héraði og ekki síður gamalgróinna fyrirtækja að stækka við sig. Varðandi skipulagsmál í Borgar- byggð vildi ég óska þess að ég gæti hér komið fram með töfralausn. Leysa ráðgátuna með einu bragði og öðlast með því hylli kjósenda! En það er því miður ekki svo, hér vantar ekki eina lausn. Heldur eru það margir litlir hlutir sem þarf að sinna með elju og þolinmæði. Í Borgarbyggð þarf að fara í stórátak til að styrkja skipulagssviðið með skilvirkni að leiðarljósi. Fara þarf vel yfir alla þá verkferla sem eiga sér stað allt frá því að umsókn berst til stjórnsýslunnar til afgreiðslu. Mynda þarf góða yfirsýn yfir öll þau litlu vandamál í ferlinu sem eiga sér stað. En það er ekki nóg að benda bara á vandamálin, held- ur þarf að vinna að og skila úrlausn á þeim vandamálum! Framsókn- arfólk í Borgarbyggð vill aðskilja skipulagsnefnd frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Með því teljum við að nefndirnar báðar geti skilað af sér skilvirkara starfi og skilað til okkar, íbúum Borgarbyggðar, betra starfi. Með fjárhagslegum ívilnunum sem og bættu skipulagi er vonin sú að það verði auðveldara fyrir íbúa sem og fyrirtæki að koma sér fyrir í Borgarbyggð. Koma heim. Að lokum vildi ég óska þess að framsóknarfólk í Borgarbyggð gæti tryggt þér lesandi góður betra veð- ur! En ef við hefðum nokkuð um það að segja værum við löngu búin að því! Orri Jónsson Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð HeimaHefð er fyrir því að hestamanna-félög nýti frí sem gefst á baráttu- degi verkalýðsins til að halda firma- keppni. Þannig voru t.d. slík mót haldin bæði í Borgarnesi og á Akra- nesi í síðustu viku. Firmakeppni hestamannafélagsins Borgfirðings var jafnframt fyrsta mót hins ný- stofnaða félags sem sameinað var úr Faxa og Skugga um áramótin. Þar var fjölmennasti hópur keppenda pollaflokkur þar sem 14 keppendur tóku þátt. Að sjálfsögðu fengu all- ir verðlaunapening. Sami háttur var hafður á hjá Dreyrafélögum á Akra- nesi. mm Firmakeppnir hestamanna- félaganna voru 1. maí Í kvennaflokki hjá Dreyra var haldið áfram keppni þótt á móti blési og dymm él gengju yfir. Ljósm. gbh. Stoltir verðlaunahafar í sínum flokki hjá Dreyra. Ljósm. mm. Verðlaunaafhending í kvennaflokki hjá Borgfirðingi. Ljósm. iss. Benedikt Kristjánsson sigraði í karlaflokki hjá Dreyra. Ljósm. gbh. Fyrstu verðlaun hlutu allir í pollaflokknum hjá Borgfirðingi. Ljósm. iss. Hjónin Agnieszka og Marek Im- gront hafa komið upp litlu bóka- safni með pólskum bókum á heim- ili sínu í Ólafsvík. Hugmyndina af safninu má rekja til þess að fyrir fjórum árum stofnuðu þau hjón- in hóp fyrir pólsk börn og foreldra þeirra í Ólafsvík, en þar búa margir Pólverjar. Hópurinn hittist reglu- lega til að gera eitthvað saman eins og að spila, föndra, fara í laut- arferðir og lesa bækur. „Á einum fundi hjá hópnum bað ein móðir tveggja drengja um pólskar bæk- ur fyrir fullorðna og þar kviknaði þessi hugmynd. Þetta byrjaði allt með einum litlum kassa af bók- um,“ segir Agnieszka og bætir því við að safnið hefur fengið nafnið Bókasafn í kassann. Kunna vel við sig í Ólafsvík Þau Agnieszka og Marek fluttu til Ólafsvíkur frá Sczecin í Pól- landi árið 2009 og segjast þau kunna vel við sig á Snæfellsnes- inu. „Þetta er rólegur, skemmti- legur og lítill bær og hér er mjög fínt að vera,“ segir Agnieszka en hún vinnur sem kokkur á Sjáv- arpakkhúsinu í Stykkishólmi og kennir börnum pólsku í Grunn- skóla Snæfellbæjar, Grunnskólan- um í Grundarfirði og Grunnskól- anum í Stykkishólmi. Marek vinn- ur á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Jaðri í Ólafsvík og syngur með Kirkjukór Ólafsvíkur. Saman eiga þau tvær dætur; Hönnu sem er í fjórða bekk og Lenu sem er að klára leikskóla nú í sumar. „Hanna stundar nám í tónlistarskólanum, æfir fótbolta og lærir pólskt náms- efni í gegnum netið á kvöldin. Við viljum að börnin okkar viti hvað- an þau koma og því kennum við þeim pólskt tungumál, sögu, hefð- ir og menningu,“ segir Agnieszka og bætir við að pólska bókasafn- ið sé liður í þeirri pólskukennslu. „Við viljum einnig kynnast Íslandi betur, sögu landsins og hefðum og þess vegna skipuleggjum við gjarn- an fjölskylduferðir um Ísland.“ Leggja upp úr að vera virk í samfélaginu Bókasafnið hefur vaxið hratt og hefur færst úr bókakassanum og fyllir nú tvær hillur á heim- ili þeirra Agnieszka og Marek „Í dag eru bækurnar um 200 talsins,“ segir Agnieszka og bætir því við að fjölbreytt úrval bóka sé að finna á safninu. „Þetta eru bæði bækur eftir pólska höfunda og erlenda auk þess sem þarna er að finna bækur eftir íslenska höfunda sem búið er að þýða á pólsku, til dæm- is bækurnar Harmur englanna og Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp.“ Safnið hef- ur nú fært úr kvíarnar og er kom- inn upp kassi með pólskum bók- um á bókasafninu í Grundarfirði. Bókasafnið er alltaf opið á kvöldin og morgnana þegar þau Agnieszka og Marek eru heima en áhuga- samir geta haft samband við þau til að nálgast bækur. Lánaðar eru allt að fimm bækur í einu og einn- ig er hægt að koma og fá bara að skoða. Aðspurð hvort eftirspurn- in sé mikil játar hún því. „Stund- um erum við svolítið þreytt en líka ánægð en það eru líka margir sem hafa hjálpað okkur með safnið.“ Þau Agnieszka og Marek leggja mikið upp úr því að vera virk í samfélaginu og kynnast Íslandi og kynna Íslendingum einnig fyrir Póllandi. „Við leitumst við að taka þátt í menningarlífi á svæðinu og höfum til dæmis tekið þátt í Fjöl- menningarhátíð í Rifi og í því að halda upp á pólska þjóðhátíðar- daginn í leikskóla Stykkishólms,“ segir Agnieszka að lokum. arg/Ljósm. úr einkaeigu. Opnuðu pólskt bókasafn í kassa á heimili sínu í Ólafsvík: Leggja mikla áherslu á að vera virkir þegnar í samfélaginu Agnieszka og Marek Imgront ásamt dætrum sínum Hönnu og Lenu. Gerard Pokruszynsk sendiherra Pól- lands hér á landi að kíkja á safnið í Ólafsvík. Pólski bókakassinn á Bókasafni Grundarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.