Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201822 Það var fyrir réttu ári síðan á föstu- dagsmorgni að nemendur Grunn- skóla Borgarfjarðar kvöddu ný- fundna vini sína frá Eistlandi og Dan- mörku. Það var eftir fyrstu heimsókn af þremur í tveggja ára samvinnu- verkefni okkar. Verkefnið heitir The Voice og er styrkt af Nordplus Juni- or. Verkefni sem þetta gefur nem- endum tækifæri á að vinna með jafn- öldrum sínum í öðrum löndum, læra að skilja menningarmun og kynn- ast mun á daglegu lífi í þeim lönd- um sem samvinnan nær yfir. Að sjálfsögðu eflir slíkt verkefni einnig tungumálakunnáttu og færni. Þetta verkefni byggði alfarið á sameigin- legu erlendu máli, enskri tungu. Verkefnið sjálft snýst um að vera þátttakandi í eigin samfélagi og höf- um við lagt áherslu á vinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna núna í vetur ásamt því taka þátt í sam- félaginu í báðum þátttökulöndunum sem eru með okkur í verkefninu. Við heimsóttum sem sagt Eistland síð- astliðið haust þar sem unnið var með hugtökin heilbrigði/óheilbrigði. Sú heimsókn var ákaflega áhugaverð og mun eflaust seint líða nemendum úr minni. Þar kynntumst við m.a. því að hluti eistnesku þátttakendanna búa á munaðarleysingahæli sem er rekið í nærliggjandi byggingu nálægt skól- anum. Matarmenning var einnig mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast hérlendis og tókust nem- endur á við að borða sérkennilegan þjóðlegan mat þeirra Eistlendinga. Eftir að hafa kynnst þessari gjör- ólíku menningu Balkanþjóðar á einni vinnuviku, héldu sáttir nemendur heim til Íslands þar sem vinnunni var haldið áfram yfir veturinn og áhersl- an lögð á heimsmarkmiðin. Ferðalagið til Danmerkur Það var svo núna um miðjan apríl að hópurinn lagði af stað í sína aðra reisu þennan skólaveturinn til að ljúka verkefninu. Að morgni 16. apríl hittu nemendur kennara sína í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar klukkan 5:15. Einhverjir með stírurnar í augun- um en aðrir nokkuð hressir og all- ir tilbúnir í ferðalagið. Ferðinni var heitið með flugi til Kaupmanna- hafnar og loks með rútu til Óðins- véa. Ferðin gekk ljómandi vel, enda allir í hópnum orðnir ferðavanir, þó að bæði tilhlökkun og viss spenna lægi í loftinu. Á Kastrup hittum við eistneska hópinn og vorum við sam- ferða í rútu á áfangastað. Það var því seinnipart mánudags sem við lentum við Hunderupsskolen sem er danski samstarfsaðilinn í verkefninu. Þar tóku gestgjafar við sínum gestum, en allir gista á heimilum sé þess nokkur kostur í svona verkefnum, og eyddu restinni af deginum við að koma sér fyrir á nýjum stað og hvíla sig eftir ferðalagið. Á þriðjudagsmorgni mættu nem- endur svo í skólann eins og gert var alla morgna þessa vikuna. Þessi morgun var nýttur til þess að kynna hvernig vinna ætti með heimsmark- miðin í blönduðum hópum þjóðanna út vikuna. Að auki skelltu krakkarnir sér í nokkra leiki til að samstilla sig og brjóta ísinn fyrir samvinnunna. Þennan dag leiddu síðan dönsku nemendurnir okkur bæði um skól- ann sinn og síðan um borgina sína. Göngutúr um miðborg Óðinsvéa þar sem leiðsögnin byggðist á frásögnum af rithöfundinum H.C. Andersen. Að lokum komum við svo að safninu um sögu hans og ævi þar sem allir fengu fræðslu um rithöfundinn og mann- inn sem hafði að geyma. Fengu fræðslu um líftíma sorps Miðvikudagsmorgun bar í skauti sér danskennslu fyrir hópinn. Þar lærðum við að dansa danskan þjóð- dans og einnig aðra hópdansa. Virki- lega gaman að fylgjast með hópn- um okkar og sjá bros á vör og stöku spékopp í miðju fjörinu. Þennan dag fengu nemendur að vinna sam- an og tengjast í gegnum íþróttir og eldamennsku. Að hádegishléi loknu skelltum við okkur upp í rútu til að heimsækja Odense Waste Manage- ment Company. Þar fengum við mjög flotta fræðslu um það hvern- ig sorpið okkar á sér óeðlilega langt líf. Farið var yfir hvað þarf að gera til þess að nýta svæði sem hafa farið í landfyllingu og hversu mikill kostn- aður fer í að gera slík svæði mein- laus fyrir umhverfið sitt. Sagt var frá svæði sem hafði verið breytt í útivist- arsvæði sem er mjög fjölsótt af íbúum Óðinsvéa. Fyrirtækið er mjög fram- arlega í sinni grein og frábært tæki- færi að kynnast slíkri starfsemi. Til að leggja okkar að mörkum þá vann hópurinn að ruslatínslu í um tvo tíma á svæði félagsins. Kveðjustund Þá var það fimmtudagurinn sem var síðast heili dagurinn okkar með gest- gjöfum og gestum. Nemendum og kennurum var í raun stíað í sund- ur þennan dag. Fráfarandi kenn- arar við skólann leiddu okkur full- orðna fólkið í göngu um Óðinsvé á meðan að unglingarnir okkar unnu verkefni í miðbænum í tengslum við heimsmarkmiðin. Sáum við til þeirra á nokkrum stöðum er við lentum á svipuðum slóðum. Í lok dags hitt- ust síðan allir í skólanum og foreldr- ar gestgjafanna mættu með kræs- ingar á hlaðborð. Síðan var afrakst- ur vinnuvikunnar kynntur fyrir for- eldrahópnum og samnemendum. Að endingu skellti hópurinn í dansleik sem endaði reyndar á skólalóðinni í körfubolta, fjöri og spjalli á dönsku vorkvöldi. Föstudagsmorgun hittust allir í skólanum, búnir að pakka til heim- fara, og borðuðu saman morgunmat í síðasta sinn í þessu verkefni. Að lokinni tilfinningaríkri kveðjustund héldum við ásamt Eistunum í rútu til Kastrup, þar sem þeir flugu heim á leið en við breyttum um stefnu og skelltum okkur með næstu lest til Kaupmannahafnar. Það var nefni- lega ákveðið að við myndum staldra við til sunnudags og kynntumst höf- uðborg þeirra Dana. Á þeim tíma lögðum við leið okkar í siglingu um Kanala Kaupmannahafnar þar sem hægt er að sjá helstu minnismerki og merkisbyggingar ásamt Haf- meyjunni margumtöluðu. Eitthvað styrktum við danskt efnahagskerfi í verslun eða tveimur og síðast en ekki síst skelltum við okkur í Tívolí. Má segja að sú heimsókn hafi skor- að hátt hjá unglingunum á meðan kennararnir nutu gospelhátíðar sem fór fram í garðinum á sama tíma. Það var svo um miðjan dag sunnudaginn 22. apríl sem foreldrar endurheimtu ungmennin sín í flugstöðinni Leifs okkar Eiríkssonar. Að fara svona ferð og vera í sam- skiptum við erlenda nemendur er ómetanlegt fyrir skólastarf al- mennt. Það er gefandi fyrir nem- endur að kynnast breyttum aðstæð- um, menningu og efla samskipti á erlendu tungumáli. Að auki er veru- lega þroskandi að flytja inn á heimili í öðru landi og búa þar sem einn af erlendri fjölskyldu. Fyrir kennarann er fræðandi að sjá nemendur sína í óhefðbundnu umhverfi og sjá hvern- ig þeir þroskast við breyttar aðstæð- ur. Sjá hvernig þeir læra á nýtt um- hverfi, sjálfan sig og aðra í umhverfi sínu. Það sem gerði þessa ferð sérlega skemmtilega er að við fengum að upplifa vorið springa út í Danmörku. Á hverjum degi á leið í skólann höfðu grænkað limgerði og tré ásamt því að sólarvörnin varð að nauðsynlegum ferðafélaga þessa daga okkar í Dana- veldi. Vorið er á leiðinni. ...og krakkar, takk kærlega fyr- ir kaffibollana yndislegu sem komu okkur gersamlega á óvart. Með kærri þökk fyrir okkur, Ása Erlingsdóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Heimsókn nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar til Danmerkur Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar heimsóttu samstarfsskóla í Danmörku og fengu þá smjörþefinn af vorinu sem hefur leikið við íbúa í Danaveldi síðustu daga. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Ása Erlingsdóttir kennarar fylgdu nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar til Danmerkur. Eitt af verkefnum í heimsókninni var að fræðast um líftíma sorps og tína rusl. Nemendur að kynnast betur. Ýmis verkefni voru unnin í tengslum við heimsmarkmiðin. Vorið var komið í Danmörku og gróðurinn að lifna við eftir veturinn. Ferðin var nýtt til að læra um líf og menningu nemenda í þeim löndum sem eru einnig partur af samvinnuverkefninu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.