Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Page 2

Skessuhorn - 27.06.2018, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 20182 stjórnarráðuneytinu var hins vegar ákveðið í maímánuði 2018 að rík- ið tæki við göngunum einum en ekki félaginu sem á þau og rekur,“ segir í tilkynningunni. „Ríkið mun ekki ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar.“ Í samningi ríkisins við Spöl er kveðið á um faglega úttekt á göng- unum í aðdraganda afhending- ar þeirra 2018. Verkfræðistofan Mannvit mun sjá um úttektina sem Spölur annast, en verkefnið verður unnið með aðkomu Vegagerðar- innar. Þá hefur Spölur óskað þess að Ríkisendurskoðun muni fylgjast með lokauppgjöri verkefnisins. Veglyklar endurgreiddir Um 20 þúsund áskriftarsamning- ar Spalar og viðskiptavina félags- ins um afsláttarferðir eru í gildi. Þá eru um það bil 53 þúsund veglyklar í umferð. Fólk kann einnig að hafa í fórum sínum töluverðan fjölda af- sláttarmiða. Inneignir, veglyklar og afsláttarmiðar verða endurgreidd- ir. „Veglyklar verða innkallaðir gegn greiðslu skilagjalds, viðskipta- vinir fá greiddar inneignir sínar á áskriftarreikningum og greitt verð- ur sömuleiðis fyrir ónotaða afslátt- armiða,“ segir á vef Spalar. Búast má við því að það taki tíma sinn að gera upp við alla þessa viðskiptavini Spalar eftir að inn- heimtu- og rekstrartíma fyrirtækis- ins lýkur. Gert er ráð fyrir að upp- gjörið standi yfir til ársloka að frá- gangi bókhalds og annars sem til- heyri starfslokum og slitum Spalar ljúki ekki fyrr en á fyrsta ársfjórð- ungi 2019. kgk/ Ljósm. úr safni. Ein bæjarhátíð er framundan í lands- hlutanum um næstu helgi, Brákarhá- tíð í Borgarnesi. Hátíðin er reyndar haf- in, með heimboðum hverfanna, en fyrsti viðburðurinn þess utan er opin vinnu- stofa í Öldunni á morgun. Tónleikar eru um kvöldið, sem og á föstudags- kvöld áður en þétt dagskrá tekur við frá morgni til kvölds á laugardag. Há- tíðinn lýkur síðan með gítartónleikum á sunnudagskvöld. Suðlæg átt, 3-8 m/s og bjartviðri norð- an- og austanlands á morgun, fimmtu- dag. Skýjað með köflum og þurrt á Suð- ur- og Vesturlandi í fyrstu, en gengur í suðaustan 8-13 m/s og rigningu síðdeg- is. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum á Norðausturlandi. Suðlæg átt, 3-10 m/s og rigning á föstudag, einkum á vestan- verðu landinu. Bjartviðri á norðaustur- horninu. Hiti breytist lítið. Suðvestlæg átt og víða lítilsháttar væta á laugardag, úrkomulítið fyrir austan. Hiti 10 til 16 stig. Hæg vaxandi sunnanátt og skýjað með köflum á sunnudag, en rignir vest- anlands um kvöldið. Heldur hlýnandi veður. Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu á Suður- og Vesturlandi á mánudag en þurrt á norðausturhorninu. Milt í veðri. „Átt þú íslenska landsliðstreyju?“ var spurning vikunnar á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Nei, enga“ sagði yfir- gnæfandi meirihluti, eða 72%. „Já, eina“ sögðu 20% og 7% eiga fleiri en eina. Fleiri en tvær eiga hins vegar fáir, eða aðeins 1% þeirra sem tóku afstöðu. Í næstu viku er spurt: Kemur þú til dyranna eins og þú ert klædd(ur)? Kvenfélagskonur í 19. júní fögnuðu 80 ára afmæli félagsins á dögunum. Kven- félagskonur auðga mannlífið með óeig- ingjörnu starfi og ómetanlegum stuðn- ingi við samfélagsleg verkefni. Kven- félagskonur landshlutans eru Vestlend- ingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Malbikað á Innnesvegi AKRANES: Í dag er stefnt að því að malbika aðra akrein á Innnesvegi á Akranesi og verð- ur veginum lokað og hjáleið- ir merktar. Búast má við lítils- háttar umferðartöfum, að sögn Vegagerðarinnar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 08:00 og 20:00. „Vegfarend- ur eru beðnir um að virða merk- ingar og sýna aðgát við vinnu- svæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná- lægt akstursbrautum,“ segir í til- kynningu. -mm Féll af hestbaki BORGARBYGGÐ: Mað- ur féll af hestbaki í Borgarfirði á tíunda tímanum á laugardag. Þegar í stað var óskað eftir að- stoð þyrlu Landhelgisgæslu Ís- lands. Þyrlan var þá nýlögð af stað í hefðbundnu gæsluflugi á Faxaflóa. Beiðni um aðstoð kom skömmu eftir flugtak. Var þyrlunni samstundis snúið við til Reykjavíkur þangað sem hún sótti lækni og hélt að því búnu á slysstað. Hinn slasaði var flutt- ur á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar. -kgk Sviptur ökurétti ævilangt Maður var í Héraðsdómi Vest- urlands 13. júní sl. dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fyrir að hafa í vörslu sinni fíkni- efni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu við akstur á höfuð- borgarsvæðinu haustið 2016. Reyndist hann óhæfur til að aka bifreið vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóðsýni sem tekið var úr manninum mældist am- fetamín, MDMA og tetrahý- drólkannabínól. Þá var mað- urinn með tæp átta grömm af marijúana og tæp tvö grömm af kókaíni í bílnum. Maðurinn ját- aði brot sín skýlaust fyrir dómi. Auk þess að vera dæmdur til 45 daga fangelsisvistar var maður- inn sviptur ökurétti ævilangt. Þá var honum gert að sæta upp- töku efnanna sem fundust í bíln- um og að greiða þóknun verj- anda síns, ferðakostnað hans og annan sakarkostnað, samtals um 400 þúsund krónur. -kgk Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar. Hún hefur starfað sem skrif- stofustjóri Hvalfjarðarsveitar frá miðjum júlímánuði á síðasta ári. Linda er rekstrarfræðingur að mennt og starfaði hjá Landsbank- anum á Akranesi frá 2011 til 2017, síðast sem viðskiptastjóri. Þar áður var hún fjármálastjóri Borgar- byggðar 2006 til 2011 og sveitar- stjóri í Borgarfjarðarsveit 2003 til 2006, en þar hafði hún unnið sam- fellt frá 1999. Starfsreynsla hennar í opinberri stjórnsýslu er því sam- tals um 13 ár. Linda er gift Karvel L. Karvel- ssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Hún tekur við starfi sveitarstjóra af Skúla Þórðarsyni, sem verið hef- ur sveitarstjóri undanfarin fjögur ár. Sjá viðtal við Lindu á bls. 18. kgk Linda Björk ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar Linda Björk Pálsdóttir. Ljósm. arg. Björg Ágústsdóttir verður nýr bæj- arstjóri Grundarfjarðarbæjar. Til- laga um ráðningu hennar í starf- ið var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í dag. Björg mun hefja störf 9. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starf- inu af Þorsteini Steinssyni, sem hef- ur verið bæjarstjóri undanfarin fjög- ur ár, eða frá árinu 2014. Björg er Grundfirðingur, lög- fræðingur að mennt, með masters- gráðu í verkefnastjórnun, MPM, og diplóma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Björg var bæjarstjóri í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Hún hefur frá árin 2006 starfað hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Alta með að- setur í Grundarfirði. Björg hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstör- fum samhliða störfum sínum, bæði á vettvangi sveitarstjórnarmála og nú síðari árin m.a. í íþróttastarfi og í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Hún hefur auk þess kennt stefnumótun o.fl. á styttri og lengri námskeiðum. Björg er til viðtals á bls. 24. kgk Björg Ágústsdóttir. Ljósm. tfk. Björg Ágústsdóttir ráðin bæjarstjóri í Grundarfirði Íslenska ríkið tekur við Hval- fjarðargöngum í haust og einka- hlutafélaginu Speli, sem á og rek- ur göngin, verður slitið. Gjald- heimtu í göngin verður hætt í septembermánuði. Nánari tíma- setning verður að líkindum ákveð- in og tilkynnt í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Spalar. „Sá möguleiki var ræddur fyrst á árinu 2009 að ríkið tæki við Speli og þar með göngunum og öðru sem til- heyrir rekstri þeirra og starfsemi félagsins. Í samgöngu- og sveitar- Ríkið tekur við Hvalfjarðargöngum í haust Gjaldtöku verður hætt í september

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.