Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Það hefur verið mér sannur heiður að fá að sitja í ritstjórastólnum undan- farnar þrjár vikur. Ekki síst hefur mér þótt ánægjulegt að vera ávarpaður „herra ritstjóri“, en þann sið innleiddi ég hér á skrifstofunni strax á fyrsta degi. Það eru ýmis verk sem tilheyra starfi ritstjóra sem ég er óvanur að inna af hendi. Eitt þeirra er að skrifa leiðara. Fyrir mann sem hneigist til frest- unar á hinu og þessu er leiðarinn algjör draumur. Gerð hans er engum háð nema leiðarahöfundi. Honum er því tilvalið að fresta fram á elleftu stundu, og jafnvel ögn lengur ef kostur er. Eitt þarf ég að játa fyrir þér, lesandi góð- ur: Ég er að skrifa einmitt þennan leiðara jafnóðum og þú ert að lesa hann. Sem betur fer vélrita ég frekar hratt. En ef þú ert mjög hraðlæs gætirðu á einhverjum tímapunkti farið fram úr mér í textanum og ekki...... .....fyrr en þú hægir á lestrinum aftur. Þá náum við aftur takti og getum leiðst hönd í hönd í gegnum þær raunir sem hér á eftir fylgja. Hér að ofan var vitaskuld fært í stílinn. Ég frestaði þessu ekki um of. Ég skrifaði leiðarann í gær, daginn fyrir útgáfu og hafði til þess nokkuð pass- legan tíma. Annars hlustaði ég á ansi merkilegan TED fyrirlestur fyrr í vikunni. Hann fjallaði einmitt um frestun og þá sem fresta verkum sínum þar til þau eru farin að verða verulega aðkallandi. Í stuttu máli hafði fyrirlesarinn í rannsókn sinni komist að því að þeir sem fresta verkum sínum passlega mikið eru þeir sem eru meira skapandi, kreatífari en meðalmaðurinn. Þeir sem fresta aldrei heldur ganga beint í öll sín verk eru ekkert sérstaklega skapandi, né þeir sem fresta öllu fram á elleftu stundu. En af hverju? Jú, þeir sem finna gullna meðalveginn hafa í raun gefið sér tíma til að velta við- fangsefninu fyrir sér frá fleiri hliðum en þeir sem byrja strax og ljúka verk- um sínum löngu fyrir uppgefinn skilafrest. Hinir, sem fresta þar til þeir eru orðnir of seinir og skila því of seint af sér, vinna verkið undir of miklu álagi til að geta velt viðfangsefninu almennilega fyrir sér. Eins og um svo margt annað virðist það skipta máli að finna hinn gullna meðalveg til að geta látið sér detta eitthvað sniðugt í hug. Lesendur hafa ef til vill höggvið eftir því hér í öðrum kafla hvar leið- arahöfundur gat þess að hann hefði í raun ekki verið allt of seinn, heldur fundið hinn gullna meðalveg. Það væri rétt ályktun að draga, en hvað þýðir hún? Er leiðarahöfundur virkilega búinn að draga lesendur á asnaeyrunum, til þess eins að reyna að með hæpnum og haldbærum rökum að renna stoð- um undir þá sjálfhverju skoðun sína að hann sé kannski bara dálítið snið- ugur gaur? Svar: Já. Og nei. Leiðarahöfundur er fyrst og fremst að reyna að hafa gaman og skrifa eitthvað skemmtilegt, þó efnistök kunni að vera með þynnra móti (þó ekki jafn þunn og ég var á sunnudaginn). „Ertu að segja mér að ég hafi verið að lesa heilan leiðara um ekki neitt, nema þá kannski sjálfshól og mont?“ kunna einhverjir að spyrja sig. Við þá hef ég aðeins eitt að segja: Kærar þakkir fyrir lesturinn. Kristján Gauti Karlsson. Leiðari Siglingar Breiðafjarðarferjunn- ar Baldurs eru hafnar að nýju eftir stutt hlé vegna bilunar. Skipinu hef- ur verið siglt samkvæmt áætlun frá og með síðasta miðvikudegi. Greint var frá þessu á heimasíðu Sæferða. Bilun kom upp í bátnum föstu- dag þarsíðustu viku og var undir- eins hafist handa við viðgerð. Vara- hlutur sem panta þurfti erlendis frá kom til landsins á þriðjudag. Eftir að viðgerð lauk hófust sigl- ingar að nýju síðasta miðvikudag milli Stykkishólms og Brjánslæk- ar með viðkomu í Flatey, sem fyrr segir. kgk Baldur siglir að nýju eftir bilun Baldri siglt frá Stykkishólmi sl. miðvikudag. Ljósm. sá. Stjórnstöð Landhelgisgæslu Ís- lands fékk tilkynningu frá neyðar- línunni kl. 12:30 á sunnudag þess efnis að maður hefði fallið fram af klettum við Miðgjá á Arnarstapa og væri þar í sjónum. Þyrla landhelg- isgæslunnar var kölluð út auk þess sem þrír heimamenn réru á Gesti SH á staðinn og öðrum bátum var beint þangað. Voru það mennirnir á Gesti sem fyrst komu á vettvang og björguðu manninum úr sjónum um kl. 13:00. Maðurinn var kaldur og aðframkominn af þreytu þegar honum var komið um borð í bátinn. Þaðan var siglt með hann rakleiðis til hafnar þar sem sjúkraflutninga- menn voru mættir á staðinn. Stuttu síðar lenti þyrlan á Arnarstapa og kom manninum undir læknishend- ur í Reykjavík. Maðurinn sem féll fyrir björgin var erlendur ferðamaður. Miðgjá á Arnarstapa er vinsæll viðkomu- staður ferðamanna á leið um Snæ- fellsnes. Mun maðurinn hafa verið þar við myndatöku þegar hann féll niður klettana, að því er heimildir Skessuhorns herma. kgk Féll fyrir björg á Arnarstapa Þrír menn á Gesti SH sigldu á vettvang og björguðu manninum sem hafði fallið fram af klettunum við Miðgjá á Arnarstapa. Ljósm. af. Fyrsta langreyður sumarsins var dregin á land í hvalstöðinni í Hval- firði seint á fimmtudagskvöld. Langreyðurin var 67 feta löng og 80 tonn að þyngd. Það var Hval- ur 8, sem siglt var á miðin á mánu- dagskvöld, sem kom með dýrið að landi. Þar voru sýni tekin úr því og hvalurinn síðan skorinn. Hval- veiðar hófust að nýju eftir tveggja ára hlé síðastliðið þriðjudagskvöld þegar Hval 8 var siglt til veiða. Á fimmtudagskvöld kom skipið síð- an með fyrstu langreyðina á land til vinnslu í Hvalstöðinni í Hval- firði. Þar voru sýni tekin úr dýrinu og hvalurinn síðan skorinn. Fyrsta langreyður vertíðarinnar var 67 fet, rúmlega 20 metrar, að lengd og 80 tonn að þyngd. Tvö hvalveiðiskip verða gerð út í sumar, Hvalur 8 og Hvalur 9. Leyfi er til veiða á 161 langreyði á þessari vertíð. Auk þess leyfist hvalveiði- mönnum að nota hluta af ónýttum kvóta síðustustu tveggja ára. Heild- arfjöldi dýra sem má veiða er því nálægt 200. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, stjórnarformanni Hvals hf., í Morgunblaðinu að veðrið muni helst ráða hve margir hvalir verði veiddir. Vertíðin sé venjulega í kringum hundrað dagar að lengd. kgk Hvalveiðar hafnar að nýju Hvalskurður í gangi í Hvalstöðinni í Hvalfirði sumarið 2014. Ljósm. úr safni. Að fresta fram að hófi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.