Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is „Kellingar“ minnast fullveldis Árin líða eitt af öðru – og gleymast. En eitt er það ár, sem geymist öðrum fremur, árið 1918. Í gönguferð um Skagann er horfið aftur til ársins 1918, sögð saga nokkurra húsa og fólksins er þar bjó. Í lokin er tónlistaratriði í umsjón Huldu Gestsdóttur og Baldurs Ketilssonar. Dagskrá í umsjón Bókasafns Akraness og Leikfélagsins Skagaleikflokksins. Lagt verður af stað frá Akratorgi 5. júlí kl 17:30. Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 SK ES SU H O R N 2 01 8 Vitastígur Breið og stígur við Garðalund Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í stígagerð á Breið og við Garðalund á Akranesi. Skila skal verkinu fyrir 30. september 2018. Um er að ræða eftirfarandi framkvæmdir: Útbúa nýjan steyptan stíg niður á Breið • Útbúa nýjan malbikaðan hjóla- og göngustíg við Garðalund.• Helstu stærðir: Jarðvegsskipti um 3000 m3• Steyptur stígur 750 m²• Malbikaður stígur 510 m²• Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi frá og með miðvikudeginum 27. júní með því að senda tölvupóst á netfangið stigagerd@akranes.is, þar sem fram kemur nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmeri tengiliðs. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 1. hæð, þriðjudaginn 17. júlí 2018 kl. 10:00. HÁÞRÝSTIÞVOTTUR Allt að 500 bör sími: 896-5801 • netfang: calli78@outlook.com Ungur nemandi Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Kristján Karl Hall- grímsson frá Vatnshömrum í Andakíl, kom fram við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu 17. júní síðastliðinn á samkomu þar sem ný hátíðarútgáfa af Íslendingasög- um og þáttum var afhent. Krist- ján Karl flutti þar eigið lag við ljóð Sigríðar Einarsdóttur frá Mun- aðarnesi, sem var fædd árið 1893. Viðstödd voru m.a. Vigdís Finn- bogadóttir fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Ís- lands auk ráðherra. Var gerður afar góður rómur að lagi og flutningi Kristjáns sem er einungis tíu ára gamall. Samkoman var á vegum af- mælisnefndar um 100 ára fullveldi Íslands, en Alþingi fól nefndinni að stuðla að heildarútgáfu Íslend- ingasagnanna á afmælisárinu. Lagið sem Kristján Karl sam- di var fyrst flutt á sameiginlegum tónleikum Safnahúss og Tónlis- tarskóla Borgarfjarðar í Borgarne- si fyrsta sumardag, en þessar tvær stofnanir standa árlega að verkef- ninu; „Að vera skáld og skapa“, þar sem nemendur skólans velja ljóð eftir borgfirskt skáld og semja lag við það undir handleiðslu kenna- ra sinna. Kennari Kristjáns Karls við tónlistarskólann er Hafsteinn Þórisson. Síðar á þjóðhátíðarda- ginn fluttu þeir Kristján Karl og Hafsteinn lagið í hátíðarsamkomu í Skallagrímsgarði. mm/gj Flutti lag sitt á hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu „Þar verður sungið, smíðað og þæft, unnið með roð, rekavið, ull og net, myndir sýndar, prjónað og járnið hamrað. Dansað og leikið og málþing haldin. Þegar kvöld- ar tekur svo Þjóðlagahátíðin við þar sem tónlistin ómar og sungið verður fram yfir miðnætti,“ segir í tilkynningu frá Vitafélaginu sem stendur fyrir norrænni strand- menningarhátíð á Siglufirði dag- ana 4.-8. júlí. Undirbúningur er í höndum Vitafélagsins - íslenskr- ar strandmenningar, Síldarminja- safns Íslands og Fjallabyggðar. „Hátíðin fer fram í samvinnu við árlega Þjóðlagahátíð og mun tón- list því leika stórt hlutverk. Mik- ill áhugi er á hátíðinni bæði hér- lendis og erlendis en þátttakend- ur munu koma frá öllum norrænu ríkjunum. Einnig hafa einstak- lingar í Króatíu óskað eftir að fá að upplifa hátíðina og sýna brot af eigin strandmenningu.“ Ár hvert eru strandmenning- arhátíðir haldnar víða um heim og oft er barist um að fá þá til þátttöku sem bestir eru á sínu sviði. Svo er einnig nú, en þrátt fyrir það þá velja frændur okkar að sækja Ísland heim öðru frem- ur. Norðmenn, sem án efa eru þjóða fremstir í varðveislu, nýt- ingu og nýsköpun á menningar- arfinum sigla m.a. M/S Gamle Oksøy til Siglufjarðar drekkhlað- inni af minni bátum og sýning- argripum. M/S Gamle Oksøy er nú í eigu og umsjá vitasafnsins á Lindesnesi en þjónaði áður vitum Noregs. Danir munu miðla sögu freigáturnnar Jylland sem færði okkur Íslendingum stjórnarskrána á sínum tíma. Í samstarfi við Bo- huslän Museum í Uddevalla í Sví- þjóð verður sett upp sögusýning á Síldarminjasafninu um síldveiðar Svía við Íslandsstrendur og sér í lagi við Siglufjörð. Þá er á dagskrá að kynna ólíkar útfærslur á síld- arréttum og bjóða hátíðargest- um að bragða á ýmisskonar síld á skandinavíska vísu. Grænlending- ar senda bæði söng- og leiklistar- fólk til þátttöku. Siglfirskar síldarstúlkur munu salta síld á planinu við Róalds- brakka og standa þannig vörð um gömlu verkþekkinguna. Boð- ið verður upp á bátasmíðanám- skeið í gamla Slippnum og tveggja daga málþing fer fram í Gránu, um varðveislu og viðhald báta og skráningu súðbyrðings á heims- minjaskrá UNESCO. Þátttaka Íslendinga verður fjölbreytt og má nefna siglingaklúbba lands- ins, eldsmiði sem munu leika listir sínar, handverksfólk vinnur með ull, roð, æðardún, riðar net og fleira, bátasmiðir verða við vinnu, ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar verður með sýningu í Sauðanes- vita og yngstu þátttakendurnir fá stefnumót við hafið. Vitafélagið- íslensk strandmenning átti frum- kvæðið að þessum hátíðum og er hugmyndasmiður þeirra. Þær hafa verið haldnar árlega frá árinu 2011 og eflt samstarf og þekkingu á þessum þætti menningararfsins og hvernig nýta má hann til ný- sköpunar og atvinnuuppbygging- Norræn strandmenningarhátíð framundan á Siglufirði ar. Á heimasíðu Vitafélagssins má sjá dagskrána nær fullgerða www. vitafelagid.com mm Lagið fluttu þeir Kristján Karl og Hafsteinn í Skallagrímsgarðinum síðar um daginn. Ljósm. tþ. Kristján Karl í Alþingishúsinu. Ljósm. hjs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.