Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar HÓTEL LAXÁRBAKKI A BRIDGE TO THE WEST laxarbakki@laxarbakki.is tlf. +354 551 2783 www.laxarbakki.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Árið 2012 voru sett lög um veiði- gjöld. Reikniregla sem þá var not- uð rann út 31. ágúst síðastliðinn og hefur verið vinna í gangi um endur- útreikning. Þegar lögin tóku gildi 2012 var ljóst að litlum og meðal- stórum útgerðum yrði mikill vandi á höndum. Þá var brugðið á það ráð að gefa afslátt á kvótaminnstu útgerðirnar og einnig var veittur svonefndur skuldaafsláttur á lán- um sem tekin höfðu verið til kvóta- kaupa, en sá afsláttur rann út 31. ágúst síðastliðinn. Það má segja að veiðigjöldin hafi verið sett á án þess að huga að hvernig litlum og með- alstórum útgerðum mundi reiða af. Síðan var farið í að plástra með þessum afláttum til að koma á móts við þær útgerðir. Frumvarp um veiðigjöld kom inn til atvinnuveganefndar 30. maí sem var endurreiknað miðað við 2016/2017. Það er skemmst frá því að segja að hörð mótmæli urðu í nefndinni vegna þess meðal ann- ars hvað málið kæmi seint inn í nefndina og eins að ráðherra mælti ekki sjálfur fyrir því inn í þingsal til fyrstu umræðu. Ég tók þá ákvörðun í nefndinni að vera með á málinu út úr nefnd, einfaldlega til þess að það kæmist til umræðu í þingsal. Þegar þangað kom voru önnur mál sem búið var að semja um fyrir þinghlé um að þingmannamál frá minnihlutanum kæmust á dagskrá, ekki sýnileg. Þá tók ég þá ákvörðun að greiða ekki atkvæði með því að umrætt veiði- gjaldafrumvarp kæmist á dagskrá þann dag. Það er rétt að geta þess að frá því í vetur hef ég innt ráðherra eftir því hvort vinna væri í gangi. Svar kom í mars og þar sagði að unnið væri í málinu. Forsætisráðherra tók frumvarp- ið sem kom til atvinnuveganefnd- ar 30. maí um veiðigjöldin af dag- skrá og 8. júní mælti formaður at- vinnuveganefndar fyrir frumvarpi um framlengingu á gamla frum- varpinu til 31. des 2018, sem ann- ars hefði runnið út 31. ágúst næst- komandi og þá hefðu engin veiði- gjöld verið í gangi frá 1. september til áramóta. En með þessari fram- lengingu mun vandinn sem verið hefur vara 4 mánuði til viðbótar. Sá sem þetta skrifar mælti fyrir nefndaráliti með breytingartillögu um þetta frumvarp. Þar var lagt til að skuldaafsláttur sá sem rann út 31. ágúst síðastliðinn yrði tekinn upp aftur til næstu áramóta og aft- urvirkt frá því hann rann út. Þessi tillaga var feld í atkvæðagreiðslu og því greinilegt að ekki væri vilji til að koma til móts við þær út- gerðir sem í mestum vanda eru. Einn stærsti vandi veiðigjald- anna hefur verið að þau hafa ver- ið reiknuð afturvirkt um þrjú ár og eru aðilar sammála um að þessi út- reikningur verði að vera mun nær í tíma. Eins er munur á útgerðum með eða án fiskvinnslu. Enginn út- gerðamaður sem ég hef talað við er á móti því að greiða veiðigjöld en þau þurfa að vera í samræmi við getu hverrar útgerðar. Reynslan síðan veiðigjöldin 2012 tóku gildi er sú að mikil samþjöppun hefur orðið í greininni og er það varla það sem þjóðin þarf á að halda til dæmis í baráttunni við byggðafestu og eflingu landsbyggðarinnar. Sigurður Páll Jónsson. Höf. er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Pennagrein Frumvarp um veiðigjöldin Nú er sumarleikár Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi formlega hafið. Að sögn Kára Viðarssonar leikhús- stjóra eru þrjár leiksýningar í gangi í húsinu þessi misserin. Sýningarn- ar eru Journey To The Centre Of The Earth: The Musical, Humo- urs og Bizarre. „Journey To The Centre Of The Earth hefur nú sitt þriðja leikár í klefanum en sýningin hefur fengið frábæra dóma, henni meðal ann- ars líkt við Hamilton, vinsælasta söngleikinn á Broadway síðast- liðna áratugi og einnig má geta að sýningin var á lista menningarann- áls DV yfir bestu menningarvið- burða síðasta árs og var í hópi með tónleikum Bjarkar Guðmunds- dóttur í Hörpu og örfárra annarra. Hvetjum við heimamenn til þess að missa ekki af tækifærinu til að sjá þessa einstöku sýningu. Leik- arar í sýningunni eru tæplega 20 talsins og eru 15 þeirra börn héð- an af svæðinu sem standa sig eins og hetjur í krefjandi hlutverkum. Sýningin er sýnd á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar,“ segir Kári. Humours er nýtt gamanleik- rit eftir Kára Viðarsson, Júlíönu Kristínu Liborius Jónsdóttir og Vilhelm Neto. Verkið fjallar um ungt fólk sem dreymir um frægð og viðurkenningu með því að stofna hljómsveit sem spilar ein- ungis tónlist eftir hina heimsfrægu og goðsagna- kenndu hljóm- sveit, Fleetwood Mac. „Verkið er bæði fyndið og hjartnæmt og hef- ur vakið gríðar- lega mikla lukku hjá leikhúsgestum sem séð hafa sýn- inguna hingað til. Humours er sýnd á mánudögum í allt sumar,“ segir í kynningu. Loks er það gaman- og söng- leikurinn Bizarre. Þar fara tveir norskir leikarar á kostum í hinum ýmsu hlutverk- um. „Verkið segir sögu af heimreisu þessara tveggja Norðmanna þar sem kennir ýmissa grasa og tón- list af mörgum toga og á mörgum tungumálum kemur við sögu. Biz- arre er sýnd á miðvikudögum út júlí.“ Kári segir það ekki sjálfgefið að hafa atvinnuleikhús í heimabæ sínum. „Forsenda fyrir starfsemi okkar er algjörlega undir aðsókn heimamanna komin. Við hvetjum því alla til þess að taka þátt í starf- inu og mæta á sýningar því leik- húsið er ekkert ef sætin eru tóm. Lengi lifi menningin, samtalið, skemmtunin, grínið, sköpunin og lifandi samfélag hér í bæ,“ segir Kári Viðarsson. mm Þrjár sýningar í boði á sumar- leikári í Frystiklefanum www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.