Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 25 limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 - stuttur afgreiðslutími - lagerlitur hvítur, boðið upp á málun - gluggar, bæði íkomnir og í lausu Bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet fást í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt - hurðaopnarar - boðið upp á uppsetningu Andlit hússins -fallegar og sterkar bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti á 21. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sementsreits skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar felast í að fjarlægja (sements) strompinn. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is, frá og með 28. júní til og með 15. ágúst 2018. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 15. ágúst 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Kvenfélagið 19. júní í Borgarfirði hélt upp á 80 ára afmælið sitt á kaffi- húsinu Skemmunni á Hvanneyri í síðustu viku og voru 30 kvenfélags- konur mættar til að halda upp á daginn. Rósa Marinósdóttir, hjúkr- unarfræðingur og formaður félags- ins til rúmlega fimm ára, sagði þetta hafa verið einstaklega skemmtileg stund. „Við fögnuðum afmælinu á Hvanneyri og bauð kvenfélagið upp á vöfflukaffi í Skemmunni, kaffi- húsinu okkar hér á Hvanneyri. Við vorum með smá samsæti áður en við funduðum í örlitla stund. Eft- ir það tók við skemmtiatriði fyr- ir konurnar og í framhaldi af því var öllum kvenfélagskonum færð gjöf í tilefni afmælisins. Allar fengu þær svuntu sem var búið að sauma í Kvenfélagið 19. júní, 80 ára 2018. Þetta var vel heppnuð stund og allir skemmtu sér vel,“ segir Rósa um af- mælisfagnaðinn. Kvenfélagið var stofnað fyrir 80 árum þegar frú Sigríður Bjarnadótt- ir húsfreyja á Hesti boðaði til fund- ar á bænum sínum sunnudaginn 19. júní árið 1938 til að stofna kvenfé- lag. Tíu konur úr héraðinu mættu til fundarins og í kjölfarið var kven- félagið 19. júní stofnað á kvenrétt- indadaginn. Margar ungar konur í félaginu Í dag eru 57 meðlimir í kvenfélaginu sem gerir það eitt af stærri félögum í Borgarfirði. „Við erum með kon- ur víða úr héraðinu; úr Skorradal, Bæjarsveit, Hvanneyri og nágrenni. Nokkrar konur koma frá Borgar- nesi og svo er ein sem býr á Selfossi og tvær í Reykjavík en það eru kon- ur sem bjuggu einu sinni í sveitinni hjá okkur, eru brottfluttar en taka ennþá virkan þátt í starfinu,“ segir Rósa og segir enn fremur að margar ungar konur séu félagar sem verð- ur að teljast óhefðbundið miðað við ímynd kvenfélaga á Íslandi í dag. „Margar ungar konur hafa gengið í félagið sem er frekar óvenjulegt þar sem í flestum félögum eru eingöngu konur yfir fertugt. Við erum með konur sem eru á þrítugsaldrinum, yngsta er fædd 1992,“ segir Rósa stolt og á sama tíma spyr blaðamað- ur af hverju það sé? „Við erum svo skemmtilegar!“ svarar Rósa sam- stundis og hlær. Mannúðarmál hafa ávalt verið kvenfélaginu mikilvæg í gegnum tíðina og eru þær með tvo stóra fjáröflunarviðburði ár hvert. „Fjár- magnið sem við fáum notum við til að styrkja annað hvort einstaklinga sem hafa átt erfitt eða til þess að kaupa ný tæki og tól til stofnana. Til dæmis þá höfum við styrkt heilsu- gæslustöðina og hjúkrunarheimil- ið Brákarhlíð. Síðasta gjöf sem við gáfum var fjölþjálfi sem er notað til líkamsendurhæfingar og er það staðsett hjá Sjúkraþjálfun Halldóru í Borgarnesi,“ segir Rósa. Kvenfélagið hefur einnig tekið virkan þátt á Hvanneyrarhátíðinni sem fer fram 7. júlí í næstu viku og Kvenfélagskonur fengu svuntur að gjöf í tilefni 80 ára afmælis er líka liður í fjáröflun. Að þessu sinni spilar kvenfélagið stórt hlut- verk þar sem félagið hjálpar til við að setja upp sýninguna, Konur í landbúnaði í 100 ár, sem mun verða opnuð á hátíðinni. glh 30 konur komu saman á Hvanneyri til að halda upp á 80 ára afmæli félagsins. Ljósm. Kvenfélagið 19. júní. Rósa Marinósdóttir með barnabarninu sínu, Elínu Rós Stefánsdóttur. Kvenfélagskonur í nýju svuntunum. Ljósm. Kvenfélagið 19. júní.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.