Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 20186 Flutningur á líflömbum LANDIÐ: Frestur til að sækja um leyfi til að flytja líflömb milli landsvæða rennur út á sunnudaginn, 1. júlí næstkomandi. Sótt er um rafrænt í þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofn- unar, www.mast.is. „Vakin er athygli á því að á riðu- svæðum þar sem riða hef- ur greinst undanfarin 20 ár er bannað að flytja lifandi fé á milli hjarða,“ segir í til- kynningu frá Mast. -kgk Landsfram- leiðsla 30% yfir meðaltali LANDIÐ: Verg landsfram- leiðsa á hvern íbúa á Íslandi var 30% yfir meðaltali Evr- ópusambandsríkja á síðasta ári, skv. bráðabirgðaniður- stöðum. Greint er frá þessu á vef Hagstofunnar. Ísland var í fimmta sæti af 37 Evr- ópuríkjum, sem eru ESB ríkin 28 auk Íslands, Nor- egs, Sviss, Tyrklands, Svart- fjallalands, Serbíu, Bosníu- Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu. Magn vergr- ar landsframleiðslu á mann var hæst í Lúxemborg á síðasta ári, eða 153% yfir meðaltali ESB ríkja. Þar á eftir fylgir Írland, þar sem ver landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðal- talinu. „Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinn- ur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðsl- unnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa,“ segir á vef Hagstofunnar. Magn einstakl ingsbundinnar neyslu á hvern íbúa á Ís- landi var 17% yfir meðal- tali ESB ríkja samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Þar var Ísland í sjötta sæti af þessum 37 ríkjum, en Nor- egur í því fyrsta, 32% yfir meðaltali. Verðlag einka- neyslu heimila í ríkjunum 37 var hæst á Íslandi árið 2017, eða 66% yfir með- altali. Í fjórum af sex und- irliðum var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarn- ar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki. Verðlag matar og drykkjar var hæst í Sviss, en næsthæst í Noregi og þá Ís- landi. Verðlag á farartækj- um var hæst í Danmörku, þar á eftir Noregi og þriðja hæst á Íslandi. -kgk Tekið fyrir flutning greiðslumarks LANDIÐ: Kristján Þór Júlí- usson landbúnaðarráðherra gaf út reglugerð 15. júní síð- astliðinn þar sem tekið er fyrir tilfærslu greiðslumarks mjólkur milli lögbýla í eigu sama aðila. Þessi reglugerð- arbreyting tók strax gildi. Í henni segir m.a. orðrétt: „Tilfærsla greiðslumarks er þó aðeins heimil ef handhafi getur sýnt fram á með þing- lýstu afsali að öll lögbýli sem tilfærsla greiðslumarksins varðar hafi verið skráð í hans eigu fyrir 15. júní 2018.“ -mm Tvö þúsund brautskráðir frá HÍ LANDIÐ: Nærri tvö þúsund kandídatar voru brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi við Háskóla Íslands á laug- ardaginn á tveimur athöfn- um. Fyrst vor útskrifaðir 745 kandídatar úr framhaldsnámi og 748 tóku við prófskírtein- um. Meðal þeirra sem út- skráðust úr meistaranámi eða kandídatsnámi voru fyrstu nemendurnir sem ljúka námi með MS gráðu í hagnýtri sálfræði. Alls brautskráðust 1219 kandídatar úr grunn- námi og 1222 tóku við próf- skírteinum sínum. Þeirra á meðal var fyrsti kandídatinn sem lýkur BS prófi í stærð- fræði og stærðfræðimennt- un sem verkfræði- og nátt- úruvísindasvið býður upp á í samstarfi við menntavís- indasvið. Samtals útskrifuð- ust því 1964 kandídatar frá HÍ á laugardag. Þar að auki brautskráðust 437 kandíd- atar í febrúar og því nem- ur heildarfjöldi brautskráðra það sem af er ári 2401 kandí- dat. -kgk Foreldrar leikskólabarna á Akranesi fengu fyrir stuttu síðan tilkynningu þess efnis að ekki væri lengur heim- ild til að halda úti Facebook-síðu fyr- ir skólana. Slíkt væri óheimilt sam- kvæmt nýjum persónuverndarlögum sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní síðastliðinn. Valgerður Janusdóttir, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar, segir að þetta eigi við um alla leik- og grunnskóla, ekki aðeins á Akranesi, heldur land- inu öllu. „Grundvallaratriðið er að við inn- leiðngu nýrra persónuverndarlaga verða öll okkar vinnslukerfi sem varðveita persónugreinanlegar upp- lýsingar að vistast innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn. „Fyrst og fremst á þetta við um myndbirtingar og aðrar persónugreinanlegar upp- lýsingar, en myndir sem birtar eru á Facebook eru eign fyrirtækisins og vistaðar í Bandaríkjunum,“ bætir hún við. „Mér sýnist þetta vera hið besta mál. Nýju lögunum er fyrst og fremst ætlað að vernda börn og fjölskyldur þeirra. Við vitum ekki hvernig fram- tíðin lítur út og verðum að fara að öllu með gát því þarna eru upplýs- ingar um einstaklinga sem geta ekki tjáð vilja sinn eða varið sig.“ Nýtt kerfi tekið upp í haust Valgerður segir að í haust verði tekið upp nýtt kerfi, Karellen, sem kemur til með að þjóna upplýs- ingahlutverki, bæði fyrir foreldra og er innri upplýsingavefur fyrir starfsmenn. „Það er mjög sérhæft kerfi sem hægt er að skoða hvort heldur í tölvu eða appi í síma eða öðrum snjalltækjum,“ segir hún. „Karellen kerfið má nýta bæði til að birta tilkynningar og myndir en einnig heldur það utan um mæt- ingar, mat og allt mögulegt sem aðeins foreldrar geta skoðað hjá sínum börnum. Foreldrar geta þá ákveðið hvort myndir megi birtast af börnunum þeirra á síðum kerf- isins,“ segir Valgerður. Aðspurð segir hún ekki hafa verið ákveðið hvort Facebook-síðum leikskóla Akraneskaupstaðar verði lokað. Hins vegar sé ljóst að þær verði ekki notaðar til myndbirtingar. „Það á eftir að taka afstöðu til þess hvort Facebook-síður eða hópar leikskólanna verða á einhvern hátt nýttir áfram, þá til að birta stutt skilaboð og tilkynningar, til dæmis ef loka þarf fyrr eða eitthvað slíkt,“ segir hún. Hafa brugðist skjótt við Að sögn Valgerðar munu stjórn- endur leikskólanna kynna nýja Karellen-kerfið fyrir foreldrum leikskólabarna í haust. Þegar hafi fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi skólastjórnenda farið um landið og hitt forsvarsmenn grunnskól- anna vegna innleiðingar á nýjum persónuverndarlögum. Framund- an sé sambærileg ferð fulltrúa SÍS og Félagi stjórnenda í leikskólum. „Þá verður farið yfir nýju lögin og brýnt fyrir stjórnendum helstu at- riði varðandi umgengni um lög- in og þær upplýsingar sem þeim er ætlað að vernda,“ segir hún. „Þetta er umfangsmikið verkefni, enda á þetta við um allt skóla- og frístundastarf. Allt í okkar kerfi í skóla- og frístundastarfi sem fell- ur undir persónuverndarlögin er í skoðun og vinnuferli. Stjórnend- ur á Akranesi hafa verið fljótir að bregðast við þessu núna rétt fyrir sumarlokun og nýjar leiðir verða fullmótaðar og kynntar í haust. Viðbrögð stjórnenda hér á Akra- nesi eru til fyrirmyndar,“ segir Valgerður Janusdóttir að endingu. kgk Skólar mega ekki birta persónupplýsingar á Facebook Leikskólabörn á Akranesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.