Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 21 SVEITARSTJÓRI Í DALABYGGÐ Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Starfssvið: • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum • Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðaráðs • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa • Að gæta hagsmuna Dalabyggðar út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu • Reynsla af stjórnun, rekstri og bókhaldi • Áhugi á og reynsla af eflingu atvinnulífs til að stuðla að vexti samfélagsins • Reynsla af kynningar- og ímyndarmálum sem og stefnumótun • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekkja vel og hafa reynslu af lögum og reglugerðum í opinberri stjórnsýslu • Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg en ekki skilyrði Dalabyggð er landbúnaðarhérað sem geymir mikla sögu. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar óteljandi Breiðafjarðareyjar sem bjóða upp á mikla möguleika í útivist og afþreyingu. Dalabyggð er sveitarfélag í vexti og þar búa rúmlega 670 íbúar. Í Dalabyggð er veitt fjölbreytt þjónusta, þar er Auðarskóli (leik-, grunn- og tónlistarskóli), almenn læknisþjónusta, verslun, veitingasala, banki og ýmis verktakaþjónusta. Atvinnulíf er öflugt og framundan eru spennandi ný tækifæri, s.s. uppbygging Vínlandsseturs í Búðardal og Minjaverndar í Ólafsdal. Dalabyggð er miðsvæðis og mikilvæg tenging milli landshluta innan við tvær klukkustundir frá höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar á www.dalir.is Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnu og vinna af krafti að nýjum verkefnum sem sveitarfélagið hyggst hefja undirbúning á í náinni framtíð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laust starf gjaldkera Sýslumaðurinn á Vesturlandi auglýsir laust til umsóknar starf gjaldkera á skrifstofu embættisins á Akranesi. Umsóknar- frestur er til 12. júlí n.k. en starfsmaðurinn þarf að hefja störf eigi síðar en 1. ágúst n.k. Starfið felst í að vinna öll almenn skrifstofustörf við embættið svo sem almenna afgreiðslu viðskiptavina, móttöku og útborgun greiðslna, skírteinaútgáfu, símaþjónustu, móttöku gagna, skráningu, skjalavistun, veitingu almennra upplýsinga og að sinna öðrum verkefnum sem starfsmanni verða falin. Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnubrögð- um, sveigjanleika og frumkvæðis. Vegna eðlis starfsins er gerð krafa um þjónustulund, góða íslenskukunnáttu og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsstöð viðkomandi starfsmanns verður á skrifstofu em- bættisins að Stillholti 16-18, Akranesi. Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá 8:00 til 16:00. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið menntun sem nýtist í starfi og/eða hafi reynslu af skrifstofustörfum og tölvuvinnslu. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning fjármálaráðuneytisins við opinbera starfs- menn (SFR). Umsóknir skulu berast skriflega (engin eyðublöð) á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, 300 Akranesi, eða á netfangið dadey@syslumenn.is . Upplýsingar um stöðuna veitir Daðey Þóra Ólafsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs í síma 458 2300. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Akranesi, 25. júní 2018 Ólafur K. Ólafsson Sýslumaður á Vesturlandi SK ES SU H O R N 2 01 8 Vignir Jóhannsson myndlistarmað- ur frá Akranesi, sem búsettur hef- ur verið í Danmörku síðustu sjö ár, opnaði í byrjun mánaðarins sýn- ingu á verkum sínum í Nordatlan- tisk hus í Óðinsvéum í Danmörku. Á sýningunni sýnir Vignir málverk sem hann hefur málað síðasta árið. Sýninguna nefnir Vignir „Tid og sted“ eða upp á engilsaxnesku „A time and a place“ sem útleggja má sem „Stund og stað“. Benedikt Jóhannsson, sendi- herra Íslands í Danmörku, opnaði sýninguna að viðstöddum gestum þann 7. júní sl. í Nordatlantisk hus við höfnina í Odense en því húsi er ætlað að kynna menningu og þjóðararf Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Sýningin stendur yfir til 24. ágúst nk. Hafið er frumkraftur Í sýningarskrá segir Vignir að hafið, sem hann hafi búið í návist við nær alla ævi, vera mikilvægan frumkraft í lífi sínu og list. Annar náttúru- kraftur sem spili mikilvægt hlutverk í sköpuninni sé þyngdaraflið, sem fái vatn og allt annað til að hreyfast. Hann segist vera að mála ósýnileik- ann í náttúrunni og á sýningunni nú séu tvær jafnhliða uppstillingar. Önnur þeirra sýni hreyfingu tím- ans og þá staði eða þær stemningar þar sem tíminn sé kyrr í tímapollin- um, sem hafi fangað stemninguna eða minninguna, þótt raunveru- legi tíminn haldi áfram. Hin upp- stillingin lýsi stað í náttúrunni, sem sé fylltur upp af vatni og tíma, nær- veru eða að fleyta. Þar með verði staðurinn í tímanum og náttúrunni að markmiði eða minningu, allt eft- ir því í hvaða átt tíminn fari. Hann segir því sýninguna fjalla um að finna stað og að vera til stað- ar í náttúrunni og tíma. Að setja sér markmið, ná því að og vera til stað- ar þar. Náttúran sé stór og mann- eskjan lítil en manneskja sem hafi náð sínu markmiði og vilji deila þeirri upplifun sé eins mikilvæg og stóra og öfluga náttúran sem hún lifi í. hb Vignir Jóhannsson sýnir í Óðinsvéum Æskuvinir og félagar. Vignir Jóhannsson myndlistarmaður og blaðamaðurinn Haraldur Bjarnason. Eitt verka Vignis á sýningunni. Myndir Vignis á sýningunni eru af ýmsum stærðum. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.