Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athug- ið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. Alls bárust 75 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Árna góðs er öllum skyldast“. Vinningshafi að þessu sinni er Sigríður Matth- íasdóttir, Logafold 182, 112 Reykjavík. Kom fram Fögur Ikt Svall 1001 Liða- mót Sól Von Vangá 1500 Taut Karl Annars Kopar Sár Heiðar- legur Fas Skor Öng- stræti Fyrr 3 Grip Inn Röð Kropp Skap Brak Hlífðar- flík Far Álegg Hæð Veski Tæki Krot Tölur Tré Elskar Skýli Busl Bára Reið Vökvi Þys Væl Háð Varp 1 Næði Snót Hal 6 Af- kvæmi Innir Viðlag Ánægð Ötular Tók Samhlj. Mylsna Hraði Refur Röð Röð Síðan Vetfang 4 7 Kát Angan Örn Í eyra Men Áta Keyrði Önugur Beita Reipi Hvíldi Kusk Trú Öfugur tvíhlj. Sveiar Fum Rödd Féll 1000 Mögl Djörf Sukk Eink.st. Þanki Braut Á fæti Bak Fugl Bylgja 9 5 Spil Hæð Kann Fugl Spurn Temur Sýl Nærist Magur 8 Samtals Starf Truntu 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 G Æ S K A E F T I R L Æ T I U R M U L L A U Ð Á R Á Ð L A E R I L L K A Ð A L L J L U K T N A T T S K E H A H R K R A F T U R E N G I N A Ð S E T U R N Ó T E K K I M J A K A N Ú U T Y L F T R Ó T R I S N A S T Ó R A R R Ú Á S R E I S A Á G R Ú I R Ó T E I N T U Ð A Ð S V A N N A A U K I Á Ð I S K A R N N S N A P M I H U G Ð I L A N D O I Ó P L A G G L Ó A N T N Ó G O P M A L L A R A S N Ó N F L A U G T R T E A Ó I I I L N N H L T I N Ó N N T D D R Ó M E N N Á R N A G Ó Ð S E R Ö L L U M S K Y L D A S TL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Það er alltaf eitthvað að gerast í sveitum landsins. Oftast eitthvað skemmti- legt, stundum eitthvað ekki alveg eins skemmti- legt en viðburðaleysið ekki kveljandi að öllu jöfnu. Björn Ingólfsson tók saman eftirfarandi Sögur úr sveitinni: Vorið er komið og grundirnar hamast að gróa, grænkar í hlíðum og fjallið er löngu orðið autt. Fólkið er kátt, nema Hallgrímur Hansson í Flóa hrossin hans öll eru týnd nema eitt sem er dautt. Heima í bælinu lasinn er Lárus á Hóli, liggur með mislinga, bakverk og hálsbólguskít. Konan hans, Sigríður, hún fór í morgun á hjóli heiman að til þess að útvega lyf upp á krít. Erfitt er lífið hjá Runólfi bónda á Bakka bilaður traktor og kerlingin sest að í Róm, Rúna á Hofsstöðum búin að kenna honum krakka, koníaksflaskan sem fékk hann um daginn er tóm. Ragnar í Móbergi hér með er hættur að brugga helvítis löggan tók tækin og fór með á brott. Þetta er dapurlegt ástand en helst má hann hugga að Hermann í Tungu á eimingartæki og pott. Hjónin á Læk eru úti í Frakklandi í fríi frjáls eins og kálfar og una við leiki og glens, vita ekki að nythæsta kýrin er dauð oní dýi og dóttirin unga með Pólverja komin á séns. Guðrún frá Krosshóli, kjördóttir Óla og Stínu, er komin frá Færeyjum aftur með spánnýjan mann. Hún liggur sko svei mér þá ekki á áliti sínu að enginn sé fallegri og betri og gáfaðri en hann. Jóhanna Svanfríður kemst ekki á kvenfélags- fundinn kerlingargreyið var hindrað af óvæntri töf, hún stendur í leiðinda bölvuðu basli með hundinn blýfastan alveg við tíkina hans Eiríks í Gröf. Já, lífið í sveitinni áfram til eilífðar gengur og ómögulegt er að gera því tæmandi skil. Að auki þá verð ég að hætta. Mér líðst ekki lengur að ljúga upp á fólk – sem í þokkabót er ekki til. Eins og algengt er á sumrin er stundum eitt- hvað verið að úðra við vegabætur og ekki vanþörf á. Bæði í þéttbýlinu og um sveitir landsins. Guð- mundur Guðlaugsson tók saman í limru heppi- lega auglýsingu fyrir Gatnamálastjóra: Á morgun við malbikum Dalveg, frá miðnætti lokast hann alveg. En séu erindi þín óhemju brýn er ágætis hjáleið um Kjalveg. En svona sem almennt heilræði til vegagerð- armanna mætti alveg rifja upp vísu eftir Stefán Sveinsson sem ég held að sé einhvern veginn svona ef mitt gamla og götótta minni er ekki far- ið að svíkja mig þeim mun meira: Verum kátir, eyðum enn öllum grát og trega. Við erum kátir vegamenn og vinnum mátulega. Sumum hefur þótt nægileg vætan að undan- förnu og jafnvel svo að hefði sloppið með minna. Alla tíð hafa óþurrkasumrin verið eitt hið versta, sem yfir landbúnaðinn gat dunið og ekki að ástæðulausu að séra Grímúlfur Bessason mælti þessa bæn fram af stólnum eitt slíkt sumar: Mörg vill á dálpa mæðan ströng, minn guð, þú hjálpa hlýtur, því erfiði vort og aflaföng ætlar að verða skítur. Það hefur líka greinilega verið rigningartíð þegar Jón Ingvar Jónsson orti til sinnar ektas- púsu: Lækur tifar létt um máða stigi lítil buna verður mikið fljót það er eins og þúsund hryssur migi því er gott að hlaupa ögn við fót. Sagði ég því soddan beint við frúna, sem var hvorki ástarvæl né breim: Gæfir þú mér gúmmístígvél núna get ég þurrum fótum arkað heim. Oft er talað um að veðurfar breyti um svip með tunglkomum og tunglfyllingum. Þó virð- ist ganga illa að fá beinar tölulegar staðfestingar á þessum kenningum en hvað um það. Gott að hafa þær í huga þegar það hentar okkur. Ekki er ég þó alveg viss um höfund að eftirfarandi vísu en gæti verið Egill Jónasson: Máninn var þeim ljúfur og lipur, er lifðu í skini frá honum, en nú er hvefsnis- og kuldasvipur Krutsjoffs-megin á honum. Skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi var um árabil nokkuð stór vinnustaður og þar var lengi verk- stjóri Hallgrímur Magnússon á Söndum. Um hann og hans stjórnunarmáta kvað Jón Bjarna- son: Um Hallgrím er kannske eitthvað ýkt og ógnarstjórn hans í vor en þeir sem að hafa þangað kíkt -þeir lesa Faðirvor. Ef ég veit og man rétt fór Hallgrímur til Eng- lands í hjartaaðgerð og líklega með þeim fyrri sem lentu í slíku en á sextugsafmæli sínu fékk hann þessa stöku frá Valgeiri Runólfssyni: Kynlegur halur hærugrár höktir á lúnum fótum. Í sælu lifað sextíu ár með svolitlum endurbótum. Tveir ágætir lærlingar hjá Þ&E voru eitt sinn að taka upp vél í austantjaldsættaðri eðalbifreið sem annar þeirra átti. Að aflokinni upptekt var síðan vélinni startað en þá heyrðust torkennileg hljóð þannig að ekki var annað í stöðunni en rífa aftur og kom þá meinsemdin í ljós. Þá kvað Guð- mundur Kristjánsson: Minna eyðir Moskvits hró, margfalt verður þolið ef þú smeygir einni ró inn í brunaholið. Guttormur J. Guttormsson var á sinni tíð einn af okkar betri skáldum vestanhafs og orð- snjall í betra lagi en um sína lífsbaráttu og basl orti hann: Ég átti ekki stélfrakka í eigu til en aðeins þelstakk og hettu, að etja við helblakkan hríðarbyl á heimsins Melrakkasléttu. En svo mætti enda þetta með því að rifja upp eina af mörgum ágætum vísum Rósbergs Snædal. Þessi er um andvökuna sem hefur stundum orðið misvinsæl og óþarflega löng að sumra áliti: Eirð mig brestur í mér fjand -inn vill festa rætur. Þó er verst að vera and -vaka flestar nætur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Gæfir þú mér gúmmístígvél núna - get ég þurrum fótum arkað heim

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.