Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201824 öll sumur til að vinna, bæði á með- an ég var í framhaldsskóla og há- skóla. Mig langaði að búa hér og þegar ég hafði lokið námi í lögfræði 1994 fékk ég starf sem löglærður fulltrúi hjá Sýslumanninum á Snæ- fellsnesi og flutti þá aftur heim. Ég bjó í Grundarfirði og keyrði til vinnu í Stykkishólmi. Þá var eng- in Kolgrafafjarðarbrú, en brú yfir Seljafjörð var nýkomin.“ Einu og hálfi ári síðar hóf Björg störf sem sveitarstjóri í Grundarfirði, síðar bæjarstjóri, en starfið hafði losnað og verið auglýst. Því gegndi hún til ársins 2006, eins og fyrr sagði. Málefnin höfðuðu til hennar „Þó ég viti nokkurn veginn að hverju ég geng sem nýr bæjarstjóri veit ég líka að starfið verður alls ekki eins núna og síðast. Það hef- ur ýmislegt breyst á þessum árum. Samfélagið, áherslurnar og aðstæð- ur hafa breyst. Svo er líka nýtt fólk. Ég hefði heldur ekki viljað gerast bæjarstjóri aftur ef þetta væri allt bara endurtekið efni,“ segir Björg og bætir því við að hún þrífist best í fjölbreyttum verkefnum. „Eftir kosningar þegar meirihlutinn kom að máli við mig um að taka að mér starf bæjarstjóra kom það meira að segja sjálfri mér frekar á óvart hve ég var tilbúin að kýla á það. Ég hafði ekki verið að hugsa á þeim nót- um og það getur líka verið áhættu- samt að fara aftur í svona starf. Þó þú hafir kannski passað sem bæjar- stjóri á sínum tíma, muntu gera það núna? Hins vegar fannst mér skila- boðin í kosningabaráttunni tala svolítið til mín, óskir og áherslur íbúa og svo framboðanna beggja. Bæjarfulltrúarnir eru drífandi fólk með metnað fyrir hönd bæjarins og það virðist vera vilji til áframhald- andi góðs samstarfs meðal þeirra, sem er gríðarlega dýrmætt fyrir samfélagið okkar. Þegar ég hafði svo rætt við nýkjörna bæjarfull- trúa og skoðað málefnin og verk- efnin framundan fann ég að þetta höfðaði til mín,“ segir Björg. „Ég er heldur ekki sama manneskja í dag og þegar ég hætti sem bæjar- stjóri, hvað þá þegar ég tók fyrst við starfi bæjarstjóra fyrir 23 árum. Ég hef bætt töluvert í bæði reynslu- og þekkingarbankann og örugglega breyst mikið, sem betur fer,“ segir Björg og hlær. „Frá því ég var bæj- arstjóri síðast hef ég bætt við mig háskólagráðu í verkefnastjórnun og unnið mjög fjölbreytt og lærdóms- ríkt starf sem ráðgjafi hjá Alta, með frábæru samstarfsfólki. Ég hef t.d. unnið mikið með sveitarfélögum um allt land, auk þess að taka að mér kennslu og ýmis önnur verk- efni. Í gegnum starf mitt sem ráð- gjafi hjá Alta hef ég nú síðari árin komið að verkefnum og unnið fyrir Grundarfjarðarbæ og sveitarfélögin á Snæfellsnesi. Alta ráðgjafarfyrir- tæki hefur t.d. séð um skipulagsráð- gjöf við endurskoðun aðalskipulags í Grundarfirði og áður vann Alta að svæðisskipulagi Snæfellsness fyr- ir sveitarfélögin hér á svæðinu, en það verkefni fékk Skipulagsverð- launin 2014. Nú er komið að því að ég færi mig yfir borðið og þurfi því að vinna sjálf eftir þessum skipulag- sáætlunum og fylgi þeim eftir með bæjarstjórn,“ segir hún og hlær. Vill auka samvinnu á Snæfellsnesi Aðspurð hver séu helstu verkefni framundan segir hún málefni eldri borgara í Grundarfirði vera mjög ofarlega á lista hjá nýrri bæjar- stjórn. Þar sé ýmislegt sem þurfi að bæta. „Nú er mikilvægt að skipu- leggja og sinna enn betur þjónustu fyrir eldri borgara og til þess þarf að auka samvinnu þeirra aðila sem sjá um málefni þeirra hér, sveitarfé- lagið, ríkið og rekstaraðilar dvalar- heimilis, sem dæmi. Eins liggja fyr- ir ýmis viðhalds- og umhverfisverk- efni, t.d. í því skyni að gera bæinn gönguvænni, gönguleiðir, stíga- gerð, gangstéttir og fleira í þeim dúr. Síðast en ekki síst hafa hafn- arframkvæmdir staðið fyrir dyr- um. Eitt af fyrstu aðkallandi verk- efnunum er að ráða skipulags- og byggingafulltrúa til starfa en slíkar stöður hefur reynst erfitt að manna undanfarin misseri. Eins hefur það komið í hlut sveitarstjórnanna að hreinlega standa vörð um grunn- þjónustu á svæðinu, t.d. löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er alltaf að gera sveitarfélögin okk- ar að enn eftirsóttari búsetukosti. Ég veit að það er margt ungt fólk sem vill flytja hingað en þá þurf- um við að skapa aðstæður sem gerir það að raunhæfum kosti fyrir þetta fólk. Við þurfum að geta boðið fólki upp á góða grunnþjónustu og aðlaðandi umhverfi. Tækifærin til atvinnusköpunar eru hins vegar hér fyrir hendi og það er þeirra að nýta þau,“ segir hún og bætir því við að hún vilji einnig leggja áherslu á að efla samstarf sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi. „Ég er fylgjandi því að auka samvinnu sveitarfélaganna hér enn frekar, fyrst ekki hefur orðið af sameiningu svæðisins. Snæfells- nes hefur svo marga styrkleika sem ég trúi að væru mun betur nýttir sem ein heild, með samvinnu, svo sem náttúran, lífríkið, fiskimiðin og landfræðileg staðsetning en hér er stutt á gjöful fiskimið og til höfuð- borgarinnar. Ég er viss um að með meiri samvinnu getum við gert þetta svæði enn eftirsóknaverðara í ferðaþjónustu, vöruþróun og fram- leiðslu, en ekki síst líka með rann- sókna- og vísindastarfi. Snæfell- ingar hafa markað sér framtíðar- sýn fyrir svæðið sitt gegnum svæð- isskipulag og þegar viljinn er fyrir hendi, þá er afgangurinn tækni eins og Laxness orðaði það.“ Jarðbundin og vinnusöm Aðspurð segist Björg vera frekar jarðbundin manneskja sem trúi því engu að síður að mikilvægt sé að eiga sér drauma. „Það er nauðsyn- legt að eiga sér draum, því draum- arnir hvetja okkur áfram, til að gera betur og gera meira. Í stefnumótun- inni er í raun unnið með drauma, þeir meitlaðir í framtíðarsýn og raunhæf markmið sett um hvern- ig eigi að láta sýnina, eða draum- inn rætast. Það er nauðsynlegt að trúa því að maður geti gert meira og betur, en jafnframt að setja sér raun- hæf markmið sem eru útfærð í skref- um. Það er vont að setja svo háleit markmið að maður gefist upp á leið- inni frá hugmynd til framkvæmdar. Ætli ég teljist ekki frekar vinnusöm líka, staðföst en alltaf í leit að góðum hugmyndum, ábendingum og lær- dómi. Það er kannski viðleitnin til að staðna ekki. Sem bæjarstjóri máttu aldrei gleyma að fyrst og fremst ertu að vinna fyrir íbúana, fyrir heildina, með bæjarstjórn. Þess vegna er sam- vinnan svo mikilvæg. Ef maður er að vinna hjá eða reka einkafyrirtæki, þá er það eigandinn sem skilgreinir í grunninn hlutverkið og markmiðin. Ég trúi því síðan að það sem þarf til að gera gott samfélag sé fjölbreytni og þar kemur samvinnan aftur inn sem mikilvægur þáttur. Ég hef átt auðvelt með að vinna með fólki og er því full tilhlökkunar fyrir starf- inu framundan,“ segir hún og held- ur áfram. „Ég er líka mikil keppn- ismanneskja og er tilbúin að leggja á mig vinnuna sem þarf til að upp- skera góðan árangur. En svo þurfum við líka að hafa þetta skemmtilegt. Jafnvel í erfiðum verkefnum þarf að reyna að tapa ekki gleðinni,“ segir hún að endingu. arg Sumarlesari vikunnar Leó Þór kom á Bókasafnið með mömmu sinni og skráði sig í su- marlesturinn. Það er nefnilega hægt að skrá sig allt sumarið. Við spurðum hvort við mættum ekki taka viðtal við hann og það var auðfengið. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Leó Þór og ég er 8 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grundaskóla. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnst gaman að lesa erfiðar bækur af því að ég er svo góður að lesa. Lengsta bókin sem ég hef lesið er meira en 130 blaðsíður, á fáum dögum! Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Inni í mínu herbergi og uppi í rúmi. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhaldsbókin mín er Það er skræpa. Hún er svolítið sorgleg en samt góð og erfið. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Nei, annað sinn. Ég las alveg 50 bækur í fyrra! Hvað ætlar þú að gera í sumar? Kannski bara vera í fótbolta og körfubolta og golfi og ferðast á Ís- landi. Björg Ágústsdóttir hefur verið ráð- in í stöðu bæjarstóra í Grundarfirði og mun hún hefja störf strax eftir verslunarmannahelgi. Björg er ekki ókunnug starfinu en hún gegndi stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Síðustu tólf ár hefur hún starfað sem ráðgjafi hjá Alta ráðgjafarfyrirtæki í starfs- stöð fyrirtækisins sem hún stýrir í Grundarfirði. Blaðamaður Skessu- horns hitti Björgu fyrir helgi og ræddi við hana um lífið og bæjar- málin. Björg er fædd og uppalin Grund- firðingur en bjó á námsárunum á höfuðborgarsvæðinu. „Ég er gott dæmi um ungmenni sem þurfti að flytja frá heimaslóðum til að fara í nám eftir grunnskóla en á þessum árum var enginn framhaldsskóli á Snæfellsnesinu. Mamma var nýlega orðin ekkja og var ein með okkur systurnar, ég var elst. Þegar kom að því að ég þyrfti að flytja til að fara í framhaldsskóla vildi mamma halda fjölskyldunni saman og fluttum við því allar og ég hóf nám við Verzl- unarskóla Íslands,“ segir Björg. Grundarfjörður togaði þó alltaf í hana og hún fór þangað við hvert tækifæri sem gafst. „Ræturnar voru í Grundarfirði og ég kom hingað Fyrrum bæjarstjóri í Grundarfirði tekur aftur til starfa Rætt við Björgu Ágústsdóttur nýráðinn bæjarstjóra í Grundarfirði Horft yfir Grundarfjörð. Björg Ágústsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri í Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.