Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 19 Kl. 13:00 Karl Aspelund heldur fyrirlestur um Sigurð málara í Eldfjallasafninu. „Málarinn, búningarnir og byltingin“. Kl. 14:00 Gestum í þjóðbúning boðið í kaffi og pönnukökur í stofum Norska hússins. Kl. 14:00 - 17:00 Heimilisiðnaðarfélag Íslands kynnir starfsemi sína í Norska húsinu. Kl. 16:00 Spilmenn Ríkínís. Tónleikar í Gömlu kirkjunni. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis. Skotthúfan 2018 Þjóðbúningadagur Norska hússins - BSH 30. júní 2018 Umboð og þjónusta Ryksugar og skúrar á sama tíma Verð 29.865 kr. Auðveldaðu hreingerninguna Gólfþvottavél fyrir heimili Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi er lýðræðislegasti framhaldsskóli landsins, samkvæmt niðurstöðum Skuggakosninganna sem fram fóru 12. apríl síðastliðinn. Skuggakosn- ingarnar voru haldnar í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og eru hápunktur lýðræðisherferðiar- innar Ég kýs. Herferðin er samstarfs- verkefni Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Landssambands ung- mennafélaga. Lagt er upp með að kosningarn- ar séu sem líkastar almennum kosn- ingum, með kjörkössum, kjörseðlum og kjörskrá. Þá eru skólarnir hvattir til að standa fyrir lýðræðislegum við- burðum dagana fyrir kosningar. Að þessu sinni var efnt til keppni um lýðræðislegasta framahaldsskól- ann. Voru það nemendur í Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem báru sigur úr býtum, þar sem kjörsókn var 74,92% í skuggakosningun- um. Guðjón Snær Magnússon, for- maður Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Vesturlands, þakkar það góðri skipulagningu nemenda með stuðn- ingi kennara skólans. „Það var mikil stemning í skólanum og nemenda- hópurinn sem stóð að framkvæmd- inni tók þetta alla leið,“ segir hann. „Við smíðuðum kjörklefa og gengum í stofur með gjallarhorn til að hvetja fólk til að kjósa. Einnig voru kenn- arar duglegir að hleypa nemendum úr tímum til að fara á kjörstað. Ég tel skuggakosningarnar afar mikilvægan lið í því að auka lýðræðisvitund ungs fólks og verkefnið ýta undir það að nemendur taki upplýsta ákvörðun sem aftur vonandi skilar þeim á kjör- stað í almennum kosningum,“ segir Guðjón Snær. kgk FVA er lýðræðislegasti framhaldsskólinn Guðjón Snær Magnússon, formaður NFFA, tekur við viðurkenningu úr hendi Snæþórs Bjarka Jónssonar, margmiðlunarstjóra SÍS. Ljósm. Ég kýs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.