Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201818 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Linda er fædd og upp- alin á Akranesi en flutti í Borgar- fjörðinn árið 1994 þegar hún hóf nám í rekstarfræði við Samvinnu- skólann á Bifröst og Karvel L. Karv- elsson, eiginmaður hennar, hóf nám á Hvanneyri. Að námi loknu fluttu þau ásamt tveimur börnum sínum að Hýrumel í gömlu Hálsasveit árið 1999 og Linda tók til starfa á skrifstofu Borgarfjarðarsveit- ar. Árið 2003 var Linda ráðin sem sveitarstjóri og gegndi því starfi allt þar til sveitarfélagið sameinaðist Borgarbyggð árið 2006. Linda varð þá fjármálastjóri Borgarbyggð- ar til ársins 2011. Þá breyttust að- stæður þeirra hjóna og þau fluttu til Akraness og Linda tók til starfa hjá Landsbankanum. Á síðasta ári sá hún auglýst laust starf skrifstofu- stjóra hjá Hvalfjarðarsveit og sótti um og tók þar til starfa í júlí fyr- ir rétt um ári. Blaðamaður Skessu- horns settist niður með Lindu fyrir helgina og ræddi við hana um ráðn- ingu hennar í stöðu sveitarstjóra og það sem framundan er í Hvalfjarð- arsveit. Er vel tengd Hvalfjarðarsveit „Það kom mér skemmtilega á óvart að verða boðin staða sveitarstjóra. Ég þurfti þó ekki langan tíma til að hugsa mig um, enda hef ég áður verið sveitarstjóri og vissi hverju ég mætti búast við,“ segir Linda og bætir því við að sér þyki mjög vænt um að vera treyst fyrir þessu starfi. „Hvalfjarðarsveit er mér einstak- lega kær og ég þekki sveitina nokk- uð vel og er vel tengd. Þó ég hafi alist upp í öðru sveitarfélagi þá er Hvalfjarðarsveit svona sveitin okk- ar Akurnesinga og hér hef ég tölu- vert mikið verið. Amma mín og afi áttu bústað í Ölveri þar sem ég var mikið og núna búa foreldrar mínir þar í húsinu sem við hjónin byggð- um okkur á Hýrumel, en það var flutt í Ölver. Dóttir mín býr líka hér í Hvalfjarðarsveit með tveim- ur börnum. Brýnt að tryggja öllum faglega og góða þjónustu „Ég hef verið svo heppin að hafa unnið hér sem skrifstofustjóri í næst- um ár og er því vel að mér í flestum málum sveitarfélagsins. Auk þess sem það hefur gefið mér kost á að kynnast íbúunum og öllu því góða starfsfólki sem hér er,“ segir Linda. Aðspurð segir Linda að eitt brýn- asta verkefnið sé að standa vörð um faglega og góða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og hlúa að því öfl- uga og metnaðarfulla skólastarfi sem til staðar er. Jafnframt þurfi að vera í góðu samstarfi við atvinnulíf- ið á svæðinu, hvort sem er landbún- að, ferðaþjónustu eða iðnað. Hvað varðar áherslur í framkvæmdum eða vatnsmálum segist Linda lítið geta sagt til um hvað sé nákvæm- lega framundan í þeim málum þar sem það sé fyrst og fremst í hönd- um sveitarstjórnar að marka stefnu til framtíðar hvað þau mál varðar. „Mitt verkefni er síðan að fram- fylgja og vinna með sveitarstjórn að þeim málefnum sem hún ákveður,“ segir Linda. Mikil uppbygging í Hvalfjarðarsveit „Hvalfjarðarsveit er öflug sveit og samfélagið hér sterkt og gott. Við búum einstaklega vel hvað varð- ar staðsetningu en við erum rétt utan við höfuðborgina og stutt í alla helstu þjónustu. Hér höfum við öflugt iðnaðarsvæði og bæði ferða- þjónusta og landbúnaður blómstra og möguleikarnir til frekari upp- byggingar eru miklir. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er líka góð þrátt fyrir að undanfarin ár hafi sveitar- félagið ráðist í nokkuð stórar fram- kvæmdir eins og byggingu skóla og stjórnsýsluhúss og lagningu ljós- leiðara,“ segir Linda og bætir því við að framundan sé talsverð upp- bygging. „Við gerum ráð fyrir að íbúum komi til með að fjölga á næstu árum. Undanfarið hafa lóðir í Krosslandi selst vel og húsum þar fari fjölgandi auk þess sem áhugi sé fyrir lóðum í Melahverfi en þar eig- um við til úthlutunar nú þegar níu lóðir undir einbýlis- eða parhús og hvet ég áhugasama til að kynna sér þær,“ segir hún. Vill vinna með íbúum En hvernig manneskja er Linda? „Ég myndi segja að ég væri jarð- bundin, jákvæð, hreinskilin og bjartsýn með ríka réttlætiskennd. Ég er líka raunsæ og veit hvar mín takmörk liggja og er tilbúin að leita eftir aðstoð og vinna með fólki, hlusta á það sem aðrir hafa að segja og læra af þeirra verkum. Ég legg mikið upp úr góðum samskiptum og að tengjast fólki,“ svarar Linda. Sem sveitarstjóri segist hún fyrst og fremst ætla að láta verkin tala og að vinna að hagsmunum heildarinn- ar með fagmennsku og jafnræðis- sjónarmið að leiðarljósi. „Sveitar- stjórar eiga að vinna fyrir íbúana og ég mun leggja upp úr því að vera í góðu sambandi við alla íbúa í Hval- fjarðarsveit. Ég vil vera sveitarstjóri sem fólk þekkir, treystir og get- ur leitað til. Ég geri mér þó fulla grein fyrir að það er ómögulegt fyr- ir mig að gera alla ánægða alltaf en ég mun þó leggja mig fram við að gera alla eins ánægða og mögulegt er. Til að ná því markmiði þarf að hlusta á íbúa, kynna sér ólík sjón- armið, vera óhrædd við að leita að- stoðar en fyrst og fremst að vera mannleg og gera alltaf mitt besta,“ segir Linda að endingu. arg Kom skemmtilega á óvart að vera boðið starf sveitarstjóra Rætt við Lindu Björk Pálsdóttur nýráðinn sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Dagana 13. - 15. júní síðastlið- inn kom saman föngulegur hópur kvenna sem útskrifaðist fyrir rétt- um fimmtíu árum frá Húsmæðra- skólanum á Varmalandi. Skól- inn var á sinni tíð vinsæll og hann sóttu konur víða af landinu. Fjór- ir af kennurum skólans slógust í hópinn þannig að hópur kvenna taldi 30 en 50 með mökum. Kenn- arar voru þær Rósa Finnsdóttir, Katrín Hjálmarsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir og Elín Magnús- dóttir. Steinunn Ingimundardótt- ir sem var skólastjóri fyrir fimm- tíu árum er látin. Hópurinn kom saman á fimmtudeginum á heim- ili Svövu Kristjánsdóttur og Pét- urs Jónssonar á Hvanneyri og var boðið upp á súpu og brauð. Gist var á Hótel Sól á Hvanneyri. Á fimmtudeginum var farin skoðunarferð um héraðið. Með- al annars var farið á Landbúnað- arsafnið og í Ullarselið á Hvann- eyri. Síðan var farið í Krauma við Deildartunguhver þar sem hóp- urinn snæddi saman. Því næst lá leiðin á Húsafell og í kirkjunni sagði Kristján Guðmundsson frá sögu staðarins. Komið var við í gamla skólahúsinu á Varmalandi, en miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir á húsinu síðustu ár og unn- ið við að breyta því í hótel. Fram- kvæmdir liggja hins vegar niðri nú um stundir og hefur hótelið ekki enn verið opnað. Hátíðarkvöld- verður var í sal Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri og ýmis skemmtiatriði flutt. mm Fimmtíu ára útskriftarafmæli Varmalandsmeyja Fimmtíu ára stúlkur af skólanum ásamt fjórum kennurum sínum. Alls mættu 50 manns í afmælið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.