Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 201810 Nýkjörin sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar kom saman til fyrsta fund- ar síðastliðinn fimmtudag. Lögum samkvæmt var kosið í helstu trún- aðarstörf á vegum sveitarfélagsins. Björgvin Helgason mun áfram verða oddviti sveitarstjórnar. Til- laga þess efnis var samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Daní- el Ottesen var kosinn varaodd- viti, einnig með sex greiddum at- kvæðum. Brynja Þorbjörnsdóttir var kosin ritari sveitarstjórnar og Guðjón Jónasson vararitari. Að svo búnu var kosið í fastanefndir sveit- arfélagsins. Í menningar- og markaðsnefnd taka sæti Ásta Marý Stefánsdóttir, Áskell Þórisson og María Ragnars- dóttir. Fjölskyldu- og frístundanefnd skipa Helgi Pétur Ottesen, Helga Harðardóttir, Marie Rasmussen, Sunneva Hlín Skúladóttir og Sæ- mundur Rúnar Þorgeirsson. Í fræðslunefnd eru Bára Tómas- dóttir, Dagný Hauksdóttir, Brynj- ólfur Sæmundsson, Elín Ósk Gunn- arsdóttir og Helga Jóna Björgvins- dóttir. Landbúnaðarnefnd er skipuð þeim Baldvini Björnssyni, Lilju Grétarsdóttur og Magnúsi Má Haraldssyni. Í umhverfis-, skipulags- og nátt- úruverndarnefnd taka sæti Guð- jón Jónasson, Daníel Ottesen, Ása Hólmarsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Helgi Magnússon. Mannvirkja- og framkvæmda- nefnd skipa Einar Engilbert Jó- hannesson, Guðjón Jónasson og Atli V. Halldórsson. kgk/ Ljósm. úr safni. Björgvin áfram oddviti í Hvalfjarðarsveit Fyrsti fundur nýkjörinnar hrepps- nefndar Eyja- og Miklaholtshrepps var haldinn 13. júní síðastliðinn. Þar var kosið í trúnaðarstörf á veg- um sveitarfélagsins. Eggert Kjartansson var endur- kjörinn oddviti og Atli Sveinn Svansson varaoddviti. Í skipulags- og byggingarnefnd taka sæti Atli Sveinn Svansson, Jón Oddsson og Halldór Jónsson. Fræðslu- og skólanefnd er skip- uð Katrínu Gísladóttur, Veróniku Sigurvinsdóttur og Sigurbjörgu Ottesen. Fjallskilanefnd skipa Halldór Jónsson, Svanur Guðmundsson, Guðbjartur Gunnarsson og Sigur- björn Magnússon. Í jafnréttisnefnd taka sæti Hrefna Birkisdóttir, Herdís Þórðardóttir og Þórður Runólfsson. Sáttanend er skipuð Halldóri Jónssyni og Inga Ólafssyni. kgk Eggert áfram oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps Frá Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi Ljósm. úr safni/ iss. Nýkjörin bæjarstjórn Grundarfjarð- ar fundaði fyrsta sinni á fimmtu- daginn var. Rósa Guðmundsdótt- ir, starfsaldursforseti bæjarstjórnar- innar, kvað saman fundinn og stýrði í upphafi. Bauð hún fundarmenn velkomna til starfa og sérstaklega Heiði Björk Fossberg Óladóttur og Bjarna Sigurbjörnssyni, sem sátu sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Að svo búnu hófst fundurinn og kosið var í trúnaðarstörf á vegum sveitarfélagsins. Jósef Ó. Kjartans- son var kosinn forseti bæjarstjórnar og tók við stjórn fundarins. Hinrik Konráðsson var kosinn varaforseti. Aðalmenn í bæjarráði eru Rósa Guðmundsdóttir formaður, Hin- rik Konráðsson varaformaður og Heiður Björk Fossberg Óladóttir. Kosið er til eins árs í senn. Í skipulags- og umhverfisnefnd taka sæti Unnur Þóra Sigurðar- dóttir, Vignir Smári Maríasson, Bjarni Sigurbjörnsson, Helena María Stolzenwald Jónsdóttir og Runólfur J. Kristjánsson. Í skólanefnd taka sæti Sigríður G. Árnadóttir, Garðar Svansson, Ragnar Smári Guðmundsson, Ást- hildur Erlingsdóttir og Valdís Ás- geirsdóttir. Menningarnefnd er skipuð Unni Birnu Þórhallsdóttur, Sigurrós Söndru Bergvinsdóttur, Eygló Báru Jónsdóttur, Sigurborgu Knarran Ólafsdóttur og Tómasi Loga Hall- grímssyni. Í íþrótta- og æskulýðsnefnd eru Bjarni Georg Einarsson, Ragn- heiður Dröfn Benidiktsdóttir og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir. Hafnarstjórn Grundarfjarðar- bæjar er skipuð bæjarstjóra, nú Þorsteini Steinssyni, Sólrúnu Guð- mundsdóttur og Runólfi Guð- mundssyni. Bæjarstjóri var jafn- framt kosinn formaður nefndarinn- ar og Sólrún varaformaður. Ráðning nýs bæjarstjóra var einnig afgreidd á fundinum. Björg Ágústsdóttir var ráðin til starfsins, eins og greint er frá á öðrum stað í Skessuhorni vikunnar. kgk Ný bæjarstjórn kvödd saman í Grundarfirði Frá Grundarfirði. Ljósm. tfk. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fundaði fyrsta sinni fimmtudaginn 14. júní síðastliðinn. Fríða Sveinsdóttir, reynslumesti bæjarstjórnarfulltrúinn, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega bauð hún vel- komna til starfa Auði Kjartansdóttur og Michael Gluszuk, nýkjörna bæj- arfulltrúa Snæfellsbæjar. Að því búnu var kosið í trúnaðarstörf og nefndir. Björn Haraldur Hilmarsson var kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs. Svandís Jóna Sigurðardóttir var kosin fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Rögnvaldur Ólafsson annar vara- forseti, bæði til eins árs. Aðalmenn í bæjarráði eru Júní- ana Björg Óttarsdóttir, Rögnvald- ur Ólafsson og Fríða Sveinsdóttir en til vara Björn Haraldur Hilmars- son, Auður Kjartansdóttir og Svandís Jóna Sigurðardóttir. Aðalmenn í atvinnuveganefnd eru Örvar Már Marteinsson, Ægir Þór Þórsson, Rut Ragnarsdóttir, Adam Geir Gústafsson og Kolbrún Ósk Pálsdóttir. Í umhverfis- og skipulagsnefnd taka sæti Illugi Jens Jónasson, Auður Kjartansdóttir, Halldór Kristinsson, Drífa Skúladóttir og Magnús Eiríks- son. Velferðarnefnd skipa Gunnhild- ur K. Hafsteinsdóttir, Andri Steinn Benediktsson, Hafþór Svansson, Guðrún Þórðardóttir og Þórunn Káradóttir. Aðalmenn í íþrótta- og æskulýðs- nefnd eru Rán Kristinsdóttir, Atli Már Gunnarsson, Daði Rúnar Ein- arsson, Ása Gunnarsdóttir og Adam Geir Gústafsson. Í menningarnefnd eru Erla Gunn- laugsdóttir, Jón Kristinn Ásmunds- son, Rut Ragnarsdóttir, Einar Magn- ús Gunnlaugsson og Ragnheiður Víglundsdóttir. Fræðslunefnd skipa Þorbjörg Erla Halldórsdóttir, Kristgeir Kristins- son, Sigrún Erla Sveinsdóttir, Gunn- steinn Sigurðsson og Monika Ce- cylia Kapanke. Félagsþjónustunefnd er skipuð þeim Sigrúnu Þórðardóttur og Guð- rúnu Kristinsdóttur. Aðalmenn í hafnarstjórn eru Jón Bjarki Jónatansson, Þóra Olsen, Heiðar Magnússon, Eggert Arnar Bjarnason og Sæunn Dögg Baldurs- dóttir. Í landbúnaðar- og fjallskilanefnd eru Herdís Leifsdóttir, Þór Reyk- fjörð og Guðmundur Ólafsson. Lagður var fram ráðningasamn- ingur við Kristinn Jónasson, nú- verandi bæjarstjóra Snæfellsbæjar, um að gegna starfinu næstu fjögur árin eða út kjörtímabilið 2018-2022. Samningurinn var samþykktur með fjórum atkvæðum meirihluta Sjálf- stæðismanna en fulltrúar Bæjarmála- samtaka Snæfellsbæjar í minnihluta bæjarstjórnar sátu hjá. kgk Fyrsti fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar Nýkjörin bæjarstjórn Snæfellsbæjar ásamt bæjarstjóra. Aftari röð f.v. Kristinn Jónas- son bæjarstjóri, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Fríða Sveinsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Michael Gluszuk. Fyrir framan þau sitja f.v. Júníana Björg Óttarsdóttir, Björn Haraldur Hilmarsson og Auður Kjartansdóttir. Ljósm. Snæfellsbær.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.