Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 13 GAMLI SKÓLI YNDISGARÐAR SKÓLA- STJÓRAHÚS F R Ú A R G A R Ð U R HALLDÓRSFJÓS SKEMMAN KAFFIHÚS GRUNNSKÓLI ENGJAR LANDBÚNAÐARSAFN B Ú T Æ K N I- H Ú S GAMLA-BÚT HVANNEYRI PUB ULLARSEL BÓKALOFTIÐ LEIKFIMIHÚS MARKAÐUR HVANNEYRARHÁTÍÐ 7.júlí KL. 13.30 - 17 # HVANNEYRARHATID / NÁNARI DAGSKRÁ Á FACEBOOK 100 ÁRA AFMÆLI DRÁTTARVÉLARINNAR Á ÍSLANDI í umsjón Fergusonfélagsins / Útgáfa bókarinnar ,,ÍSLENSKIR HEYSKAPARHÆTTIR” eftir Bjarna Guðmundsson / LAUFEY ÍSGERÐ mætir á svæðið / Josefina Morell LISTASÝNING / Bókin ,,GRASNYTJAR Á ÍSLANDI” kynnt / Sýningin ,,KONUR Í LANDBÚNAÐI Í 100 ÁR” opnuð / REYNIR HAUKSSON, flamenco gítarleikari, spilar / Sýning á ÍSLENSKUM LANDNÁMSHÆNUM / Kynnist YNDISGÖRÐUM OG BÝFLUGNARÆKT / Ferðir á heyvagni / FRÍ ANDLITSMÁLUN fyrir börnin / VEITINGASALA OG MARKAÐUR á gömlu Hvanneyrartorfunni / Frítt í LANDBÚNAÐARSAFN ÍSLANDS / ULLARSELIÐ og BÓKALOFTIÐ opið / og fleira / Allir velkomnir! Vátryggingafélag Íslands og Bif- reiðastöð ÞÞÞ á Akranesi eru í sameiningu að ýta úr vör forvarn- arverkefni. Snýr það að vörumót- töku og vöruafhendingu. Skessu- horn ræddi um málið við Snorra Guðmundsson, skoðunarmann hjá VÍS á Akranesi, Ágúst Mogensen sérfræðing í forvörnum hjá VÍS og Ingþór Guðjónsson framkvæmda- stjóra hjá ÞÞÞ. „Til að geta ráðist í þetta verkefni höfum við farið yfir hvernig þessum málum er háttað hjá fyrirtækjum á Vesturlandi. Bif- reiðastöð ÞÞÞ er stærsta flutninga- fyrirtækið í landshlutanum. Þeir þekkja vel aðstæður víða á svæðinu, einkum á Akranesi. Því þótti okk- ur kjörið að hefja þetta verkefni á Akranesi og í samstarfi við þá,“ seg- ir Snorri. Markmiðið með forvarnarverk- efninu er að koma í veg fyrir óhöpp og tjón. „Í víðu samhengi er hægt að skipta ástæðum óhappa og tjóns við vöruafhendingu og -móttöku í þrennt; ökumann, ökutæki og að- stæður. Í þessum fasa verða aðstæð- urnar skoðaðar. Hlutverk okkar hjá VÍS er að kanna þær, í samstarfi við ÞÞÞ og fyrirtæki í bænum. Þá horfum við til dæmis til plássins, merkinga og skilta en einnig yfir- borðsástands þar sem fyrirtæki taka á móti vörum,“ segir Ágúst. Ingþór segir að aðkoma fyrir stóra bíla og lyftara vegna vöruaf- hendingar sé misgóð á Akranesi. „Sums staðar er hún til fyrirmynd- ar, annars staðar ágæt en því mið- ur er henni nokkuð víða ábótavant. Nú er að hefjast samstarf okkar hjá ÞÞÞ og VÍS um að laga þessi mál með fyrirtækjunum. Markmiðið er að reyna að minnka tjón eins mikið og mögulegt er, því það er ekki hag- ur neins að tjóna,“ segir Ingþór. Skýrar merkingar mikilvægar Aðspurðir segja þeir að gott pláss og skýrar merkingar skipti mestu máli til að vöruafhending og -mót- taka geti gengið sem best fyrir sig. „Stórir bílar og lyftarar þurfa gott pláss til að athafna sig. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki eru öll fyrirtæki með stórt bílaplan eða mikið pláss. En öll fyrirtæki verða að helga svæði undir vörumóttöku og það er hægt að bæta aðstæður ótrúlega mikið með góðum merk- ingum. Skilti og merkingar á götu eru einfaldar og ódýrar lausnir sem hjálpa mikið til að tryggja öryggi við vöruafhendingu,“ segja þeir. „Almenningur þarf síðan að virða þær merkingar. Heilt yfir eru veg- farendur mjög skilningsríkir og til- litssamir en það kemur stöku sinn- um fyrir að lagt er í stæði sem eru ætluð fyrir vörumóttöku. Stund- um er líka lagt þétt upp við vöru- bíla og það getur verið erfitt fyrir ökumanninn,“ bæta þeir við. „Öku- maður þarf að geta athafnað sig með góðu móti. Það þarf ekki nema eina rispu til að tjónið hlaupi á hundr- uðum þúsunda,“ segir Ingþór. Þá hafa þeir félagar orð á því að einnig mættu kaupmenn og fyr- irtækjaeigendur huga betur að mokstri á vetrum. Lyftari, sem ekið er með byrði, hefur hærri þyngdar- punkt en venjulega og er því óstöð- ugri í akstri. Það þurfi ekki mikinn snjó til að búa til ójöfnur sem geti gert erfiðara að aka lyfturum. Ing- þór segir að það sé eins með snjó- inn og aðrar aðstæður, sums staðar sé mokstur til fyrirmyndar en ann- ars staðar mætti hann vera betri. „Einnig mætti skerpa á virðingu ökumanna fyrir vinnuljósum. Ef lyftara er með blikkljós þarf að sýna varúð því að er mögulegt að hætta geti skapast. Þá þurfa ökumenn að vera vakandi. Þessi ljós eru sannar- lega ekki til skrauts,“ segir Ingþór og brosir. Öllum steinum velt við Á samræðum þeirra félaga er auð- heyrt að þeir hafa leitt hugann að hverjum krók og kima sem snýr að vörumóttöku og -afhendingu við undirbúning þessa verkefnis. „Við erum að velta við öllum steinum,“ segir Ágúst. „Nú er vinnan form- lega komin af stað og við hjá VÍS förum að skoða hvað má gera bet- ur og hvar,“ bætir Snorri við. „Við fylgjumst með ástandi bíla okkar og tækja, tölum við ökumenn um þeirra vinnulag og reynsluna af því að afhenda vörur út um allan bæ,“ segir Ingþór en tekur skýrt fram að ekki sé verið að reyna að finna neina sökudólga fyrir tjóni sem kann að hafa orðið. „Það er ekki verið að reyna að koma sök á neinn. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að minnka tjón og alveg jafn leiðinlegt að lenda í því sama hvar sem ábyrgðin liggur,“ segir hann. En hvert verður framhald verk- efnisins ef vel gengur? „Þá er það bara heimsyfirráð eða dauði,“ seg- ir Snorri og brosir. „Ef vel tekst til er ætlun okkar að hefja samstarf við fleiri fyrirtæki um forvarnir í vörumóttöku og -afhendingu. Það yrði þá gert á landsvísu með það að markmiði að engin óhöpp verði við afhendingu eða móttöku á varn- ingi,“ segja Ágúst, Snorri og Ing- þór að endingu. kgk Forvarnarverkefni ýtt úr vör VÍS og Bifreiðastöð ÞÞÞ í samstarf Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, Ingþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá ÞÞÞ og Snorri Guðmundsson, skoðunarmaður hjá VÍS á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.