Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 27.06.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagakonur máttu játa sig sigrað- ar fyrir Fylki, 4-1, í sjöttu umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á laug- ardag. Leikið var á Fylkisvelli í Ár- bænum í Reykjavík. Heimaliðið kom mjög ákveðið til leiks og náði forystunni strax á 6. mínútu þegar Marija Radojicic skor- aði. Skagkonur komust betur inn í leikinn eftir því sem leið á en Fylkis- liðið var áfram sterkara og líklegra til að bæta við. Sú varð einmitt raunin á 30. mínútu þegar Kristín Þóra Birg- isdóttir kom Fylki í 2-0. En að þessu sinni náðu Skagakonur að svara strax þegar Bergdís Fanney Einarsdótt- ir minnkaði muninn skömmu síðar eftir góðan undirbúning Marenar Leósdóttur. Fylkiskonur gerðu síðan út um leikinn með afar góðum kafla á loka- mínútum fyrri hálfleiks. Kristín Þóra skoraði annað mark sitt á 40. mínútu og Hanna María Jóhannsdóttir kom Fylki í 4-1 á 42. mínútu. Töluvert meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Skagakonur gerðu hvað þær gátu og náðu að skapa sér ágætis marktækifæri en tókst ekki að gera sér mat úr þeim. Fylkiskonur áttu sömuleiðis nokkrar álitlegar sóknir en náðu ekki að bæta við marki. Þeim lá þó ekkert á að bæta við heldur ein- beittu sér að því að halda fengnum hlut, enda höfðu þær komið sér í afar góða stöðu í fyrri hálfleik. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út og lauk með öruggum sigri Fylkis, 4-1. ÍA er eftir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með níu stig, tveimur stigum á eftir næstu liðum fyrir ofan. Næst leika Skagakonur gegn Sindra á laugardaginn, 30. júní næstkom- andi. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk Víkingur Ó. gerði góða ferð norð- ur til Akureyrar í gær þar sem liðið sigraði Þór með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í knatt- spyrnu. Sólskin og gola var norð- an heiða á leikdegi og aðstæður til knattspyrnuiðkunar góðar. Jafnræði var með liðunum og leikurinn fjörugur framan af fyrri hálfleik. Heimamenn voru meira með boltann en Ólafsvíkingar lágu til baka og beittu skyndisókn- um. Bæði lið sýndu ágæta takta í fyrri hálfleik, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri. Umdeilt atvik átti sér stað á 35. mínútu. Langur bolti var sendur inn fyrir á Gonzalo Zamorano sem var sloppinn einn í gegn og kom- inn inn í vítateiginn. Óskar Elías Óskarsson virtist brjóta á honum en dómari leiksins dæmdi ekkert. Ólafsvíkingar voru mjög ósáttir og heimamenn virtust þarna hafa sloppið með skrekkinn. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 í hléinu. Leikmenn Víkings Ó. mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og tóku yfir leikinn. Þeir voru mun sterk- ari en tókst reyndar ekki að brjóta ísinn fyrr en á 77. mínútu. Þá átti Gonzalo frábæra sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Kwame Quee sem lagði boltann snyrtilega í markið. Ólafsvíkingar létu kné fylgja kviði því þeir bættu öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar. Ingibergur Kort Sigurðsson átti þá glæsilegt skot rétt utan vítateigs sem hafnaði uppi í markvinkl- inum. Algerlega óverjandi fyrir markvörðinn og Víkingsliðið búið að gera út um leikinn, 2-0. Víkingur Ó. situr í þriðja sæti deildairnnar með 16 stig eftir átta leiki, tveimur stigum á eftir HK og tveimur á undan Þór. Næsti leikur Víkings er Vesturlandsslag- ur á móti ÍA, föstudaginn 29. júní næstkomandi. kgk ÍA vann stórsigur á Magna, 5-0, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu síðastliðinn mið- vikudag. Aðstæður til knattspyrnuiðkun- ar voru með besta móti á Akranesi þegar liðin áttust við, örlítil gola, sólskin og hlýtt í veðri. Skagamenn höfðu yfirburði í leiknum og komust yfir strax á 16. mínútu þegar Albert Hafsteinsson skoraði eftir sendingu frá Herði Inga Gunnarssyni. Aðeins þrem- ur mínútum síðar skoraði ÍA aft- ur. Albert vippaði þá boltanum inn fyrir á Bjarka Stein Bjarkason sem fór framhjá markverðinum og skoraði. ÍA réði lögum og lofum á vell- inum út fyrri hálfleikinn og bættu þriðja markinu við á 43. mínútu. Steinar Þorsteinsson fékk boltann í skyndisókn, fór framhjá varnar- mönnum Magna og skoraði með þéttingsföstu skoti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 3-0. Skagamenn slökuðu aðeins á í seinni hálfleik en voru áfram sterk- ara lið vallarins. Á 72. mínútu átti Steinar skot sem fór í hönd varn- armanns og vítaspyrna var dæmd. Þórður Þorsteinn Þórðarson fór á punktinn og skoraði af miklu ör- yggi. Fjórum mínútum síðar inn- sigluðu Skagamenn síðan 5-0 stór- sigur sinn. Steinar átti sendingu inn fyrir vörnina á Albert sem lék á varnarmann og kláraði færið með skoti yfir markvörðinn, sem var lagstur í grasið. ÍA trónir á toppi deildarinnar með 20 stig eftir átta leiki, tveimur stigum á undan HK í sætinu fyrir neðan. Næsti deildarleikur Skaga- manna er Vesturlandsslagur gegn Víkingi í Ólafsvík föstudaginn 29. júní næstkomandi. kgk Skagamenn burstuðu Magna Albert Hafsteinsson var besti maður vallarins, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Ljósm. gbh. ÍA lá gegn Fylki Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði eina mark ÍA gegn Fylki. Ljósm. úr safni/ gbh. Tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik Sigurinn á Þór var þriðji sigur Víkings Ó. í röð. Ljósm. úr safni/ af. Sigur í miklum markaleik FÓTBOLTI: Skallagrímur tók á móti Hvíta riddaranum í 4. deild karla á laug- ardag. Leikurinn var mikill markaleikur sem endaði með sigri Borgnesinga, 4-3. Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á 6. mínútu með marki Jóhanns Andra Kristjánssonar. Þeir bættu síðan við á 29. mínútu þegar Ísak Máni Frið- riksson skoraði. Skallagrímur náði hins vegar að jafna áður en fyrri hálfleikur var úti. Marteinn Theodórsson minnkaði muninn á 42. mínútu og tveimur mín- útum síðar skoraði Guillermo Gonza- lez Lamarca. Staðan því 2-2 í hálfleik. Skallagrímsmenn komust síðan yfir á 58. mínútu með marki frá Declan Joseph Redmond en Gunnar Már Magnússon jafnaði tíu mínútum síðar úr vítaspyrnu. Það var síðan Arnór Jónsson sem tryggði Skallagrími sigur með marki á 78. mín- útu, 4-3. Skallagrímur háir harða topp- baráttu í B riðli. Liðið hefur 12 stig í öðru sæti, jafn mörg stig og topplið Reynis S. og Elliði í þriðja sæti. Skallagrímur og Reynir S. mætast í toppslag riðilsins í Sandgerði á morgun, fimmtudaginn 28. júní. -kgk Mykolas skor- aði öll fjögur FÓTBOLTI: Snæfell/UDN vann stór- sigur á KFR þegar liðin mættust í 4. deild karla á laugardaginn. Leikið var á Stykkishólmsvelli og lokatölur urðu 4-0 sigur heimamanna þar sem Myko- las Krasnovskis gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins. Snæfell/ UDN af krafti og var komið í 3-0 á inn- an við 20. mínútum. Fyrsta mark leiks- ins skoraði Mykolas á 11. mínútu og á þeirri 18. hafði hann bætt tveimur við. Snæfell/UDN komið í 3-0. Þannig var staðan í hálfleik og lengst fram af leikn- um. Mykolas innsiglaði svo 4-0 sigur heimamanna með fjórða marki sínu á 89. mínútu. Snæfell situr í þriðja sæti A riðils með níu stig, með jafn mörg stig og Berserkir í sætinu fyrir neðan. Þessi tvö lið mætast á morgun, fimmtudag- inn, 28. júní. Leikið verður á Víkingsvelli í Reykjavík. -kgk Tap á Egils- stöðum FÓTBOLTI: Kári mátti sætta sig við 4-1 tap gegn Hetti á Egilsstöðum þegar liðin mættust í 2. deild karla á laugar- dag. Jafnræði var með liðunum þar til á lokamínútum fyrri hálfleiks. Þá áttu Káramenn slæman kafla. Heimamenn komust yfir með marki Ignacio Gonzalez Martinez og staðan 1-0 í hálfleik. Brynj- ar Árnason bætti öðru marki Hattar við strax eftir hléið, á 48. mínútu en Andri Júlíusson minnkaði muninn úr víta- spyrnu á 60. mínútu. Stuttu síðar áttu heimamenn góðan leikkafla þar sem þeir skoruðu tvö mörk og gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði Miroslav Babic á 67. mínútu og næst Francisco Javier Munoz Bernal á 70. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og annar tapleikur Kára í röð staðreynd. Liðið er engu að síður í harðri toppbaráttu í fjórða sæti deildar- innar með 15 stig eftir átta leiki, tveim- ur stigum á eftir Völsungi í sætinu fyrir ofan. Þessi tvö lið mætast í næstu um- ferð, laugardaginn 30. júní næstkom- andi. Sá leikur fer fram á Akranesi. -kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.