Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 7
Sjón: Háfurinn tmm bls. 5 . . . þótt hún sé búin að banna mér að fara með stelpurnar heim . . . hálfum morgni og lært verslanirnar utan að var ég kominn að leigubílastöðinni við Hallæris- planið. Ég stillti mér upp við ruslatunnurnar og beið færis. Þegar mér sýndist að Fischersund- ið yrði hórulaust næstu mínútuna tók ég á rás yfir götuna og beinustu leið að dyrum Gullfiska- búðarinnar, sem til allrar hamingju stóð svo neðarlega í sundinu að hún var næstum á horni þess og Aðalstrætis. Mér létti stórlega um leið og hurðin skelltist að baki mér, í búðinni reyndist allt með sömu kjörum og í kjallaranum á Skólavörðustígnum; megn svitalyktin af eigandanum fyllti herberg- ið, það suðaði og urgaði í dælunum sem blésu loftbólum um fiskabúrin svo græn blöð plantn- anna bifuðust í vatninu, og úr fjarlægð virtust fiskarnir eins og marglitir kvikir Ijósdeplar. En það er ekki rétt að allt hafi verið óbreytt. Dóttir eigandans hafði umhverfst á einhvern óskiljanlegan hátt. Ég sá það á því hvernig hún bar sig við að veiða náttrauðan bardagafiskinn sem lónaði einn í búri og mig hafði lengi langað í en ekki haft efni á að eignast. Hún stakk háfnum ofan í vatnið fyrir aftan fiskinn og með fimum úlnliðshreyfingum fylgdi hún honum eftir um búrið - og hreyfingarnar endurtóku sig í mjöðmum hennar andartaki síð- ar - allt þar til hann örmagnaðist. Þá lyfti hún fiskinum upp úr vatninu, setti hann í plastpoka, sneri upp á opið og hnýtti fyrir... Um þetta er ég að hugsa þar sem ég sit í hæg- indastól sem stendur á sama stað og ég þeg- ar ég sá breytinguna á dóttur eigandans fyrir tæpum þrjátíu árum. Eftir að Gullfiskabúðin lagði upp laupana var hér útfararstofa um skeið og í stað fiskabúranna stóðu líkkistur meðfram veggjunum. En svo varð hún líka gjaldþrota - eins furðulega og það kann að hljóma þegar jafnörugg vara á í hlut - og ég keypti húsið. í dag rek ég hérna nektardansstaðinn „Bar Lewinsky" og núna er ég einmitt staddur í einkadansaherberginu. Eftir andartak dregur hún tjaldið frá, Adela, pólska stúlkan sem ég sótti út á flugvöll í hádeginu; hún ætlar að sýna mér hvers konar kjöltudans hún muni dansa fyrir viðskiptavini mína. Ég er fallinn fyrir henni. Það gerðist um leið og hún gekk út um tollhlið- ið á háu hælunum sínum og skimaði yfir komusalinn eins og hún ætti heiminn, og þá sérstaklega mig. Og þótt systir mín - hún sér um bókhald staðarins - já, þótt hún sé búin að banna mér að fara með stelpurnar heim, þá ætla ég samt að gera það. Umboðsmaðurinn í Póllandi lét mig hafa Adelu fyrir lítið, sagði að hún væri ekki öll þar sem hún væri séð. í okkar bransa þýðir það aðeins eitt: Hún er kynskiptingur. En mér er sama; nú þegar Adela nálgast mig ...... .... u ...... M M Sjón (f. 1962) er skáld i Reykjavik. Hann gaf síðast ut og sveiflar hægri hendi um úlnlið, eins og dótt- skáldsöguna Með titrandi íár|Mál og menning 2001). ir eigandans forðum, þá veit ég að hún hefur veitt mig í háf sinn. _______________________________________

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.