Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 7
Sjón: Háfurinn tmm bls. 5 . . . þótt hún sé búin að banna mér að fara með stelpurnar heim . . . hálfum morgni og lært verslanirnar utan að var ég kominn að leigubílastöðinni við Hallæris- planið. Ég stillti mér upp við ruslatunnurnar og beið færis. Þegar mér sýndist að Fischersund- ið yrði hórulaust næstu mínútuna tók ég á rás yfir götuna og beinustu leið að dyrum Gullfiska- búðarinnar, sem til allrar hamingju stóð svo neðarlega í sundinu að hún var næstum á horni þess og Aðalstrætis. Mér létti stórlega um leið og hurðin skelltist að baki mér, í búðinni reyndist allt með sömu kjörum og í kjallaranum á Skólavörðustígnum; megn svitalyktin af eigandanum fyllti herberg- ið, það suðaði og urgaði í dælunum sem blésu loftbólum um fiskabúrin svo græn blöð plantn- anna bifuðust í vatninu, og úr fjarlægð virtust fiskarnir eins og marglitir kvikir Ijósdeplar. En það er ekki rétt að allt hafi verið óbreytt. Dóttir eigandans hafði umhverfst á einhvern óskiljanlegan hátt. Ég sá það á því hvernig hún bar sig við að veiða náttrauðan bardagafiskinn sem lónaði einn í búri og mig hafði lengi langað í en ekki haft efni á að eignast. Hún stakk háfnum ofan í vatnið fyrir aftan fiskinn og með fimum úlnliðshreyfingum fylgdi hún honum eftir um búrið - og hreyfingarnar endurtóku sig í mjöðmum hennar andartaki síð- ar - allt þar til hann örmagnaðist. Þá lyfti hún fiskinum upp úr vatninu, setti hann í plastpoka, sneri upp á opið og hnýtti fyrir... Um þetta er ég að hugsa þar sem ég sit í hæg- indastól sem stendur á sama stað og ég þeg- ar ég sá breytinguna á dóttur eigandans fyrir tæpum þrjátíu árum. Eftir að Gullfiskabúðin lagði upp laupana var hér útfararstofa um skeið og í stað fiskabúranna stóðu líkkistur meðfram veggjunum. En svo varð hún líka gjaldþrota - eins furðulega og það kann að hljóma þegar jafnörugg vara á í hlut - og ég keypti húsið. í dag rek ég hérna nektardansstaðinn „Bar Lewinsky" og núna er ég einmitt staddur í einkadansaherberginu. Eftir andartak dregur hún tjaldið frá, Adela, pólska stúlkan sem ég sótti út á flugvöll í hádeginu; hún ætlar að sýna mér hvers konar kjöltudans hún muni dansa fyrir viðskiptavini mína. Ég er fallinn fyrir henni. Það gerðist um leið og hún gekk út um tollhlið- ið á háu hælunum sínum og skimaði yfir komusalinn eins og hún ætti heiminn, og þá sérstaklega mig. Og þótt systir mín - hún sér um bókhald staðarins - já, þótt hún sé búin að banna mér að fara með stelpurnar heim, þá ætla ég samt að gera það. Umboðsmaðurinn í Póllandi lét mig hafa Adelu fyrir lítið, sagði að hún væri ekki öll þar sem hún væri séð. í okkar bransa þýðir það aðeins eitt: Hún er kynskiptingur. En mér er sama; nú þegar Adela nálgast mig ...... .... u ...... M M Sjón (f. 1962) er skáld i Reykjavik. Hann gaf síðast ut og sveiflar hægri hendi um úlnlið, eins og dótt- skáldsöguna Með titrandi íár|Mál og menning 2001). ir eigandans forðum, þá veit ég að hún hefur veitt mig í háf sinn. _______________________________________
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.