Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 33
,, Katrín Jakobsdóttir: ísland í aðalhlutverki tmm bls. 31 ipróttasíðunum. Nefna má fyrirsagnir sérstak- lega en þar eru aðalatriði fréttanna dregin út eins og þau koma fyrir sjónir greinarhöfunda. Á tíu dögum birtust eftirfarandi fyrirsagnir á íþróttasíðum Morgunblaðsins: íslendingar í sviðsljósinu41 Tíu íslendingar í Noregi42 Þrír íslendingar á Wembley43 Á réttri leið undir stjórn íslendinganna44 Hér er stöðugt verið að leggja áherslu á árang- ur Islendinga í útlöndum. Fyrstu tvær fyrirsagn- irnar snúast báðar um mikinn fjölda íslenskra knattspyrnumanna í norsku og sænsku deilda- keppninni en þær tvær seinni snúast um árang- ur „íslendingaliðsins" Stoke sem er breskt knattspyrnulið undir stjórn íslensks þjálfara og að miklum hluta í eigu íslenskra fjárfesta. í fyr- irsögnunum er þess gætt að leggja áherslu á þjóðernið og þjóðarheitið 'fslendingar' dregið upp við hvert tækifæri. En árangur íslendinga í útlöndum er ekki eina birtingarform þjóðernisstefnu í Morgun- blaðinu. Stöðugt eru dregnir upp útlendingar til að lýsa yfir jákvæðum skoðunum á landi og þjóð. Þær eru reyndar oftast hófstilltari en þeg- ar Islendingar sjálfir hafa orðið í fréttaflutningi. í Lesbók Morgunblaðsins þann 13. maí 2000 má sjá nokkur slík dæmi þar sem sjónum er beint að menningarmálum. Þar er til dæmis birt rit- 9erð rússnesks Islandsvinar, Nikolaj N. Simonov. Hún nefnist „Einskonar föðurland í mínum huga". Útdrátturinn sem stendur feit- letraður hljómar svona: ..Þegar ég var rúmlega þrítugur las ég fyrir til- viljun fjórar íslendingasögur. Fyrstu viðbrögð mín voru líkust raflosti. Mér leið eins og ég hefði hitt stúlkuna sem ég hafði ávallt elskað °9 leitað allt mitt líf."45 Spánverjar eru þekktir að því að vera glaðir og léttir í lund.47 ítalir hafa orð á sér fyrir að vera örlyndir, glað- lyndir og alúðlegir í viðmóti. Þeir eru listhneigð- Frakkar hafa orð á sér fyrir að vera alúðlegir í framkomu, háttvísir mjög og glaðlyndir.49 Flestir eru líklega sammála um að þessum fullyrðingum sé kastað fram án mikillar hugsun- ar og þær séu einfölduð útgáfa af algengum goðsögnum um mismunandi þjóðir. En þetta er gert að staðaldri í Morgunblaðinu, einkum þeg- ar umfjöllunarefnið er íslendingar. Menning og íþróttir eru ekki einu málaflokk- arnir þar sem hlutur íslands á alþjóðavettvangi er blásinn upp. í innlendum fréttum er þessi áhersla víða sjáanleg, og má bæði sjá hana í því hvað er valið til frásagnar og hvernig er sagt frá því. í frétt í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2000 er til dæmis sagt frá geimfaranum Bjarna Tryggvasyni sem er fæddur á íslandi þó að hann hafi ekki búið hérlendis frá barnæsku: Um 350 börn voru viðstödd hátíðahöldin í Menningarsafninu i Ottawa og fór ekki á milli mála ánægja þeirra með að Bjarni skyldi vera meðal þeirra og heilsa upp á þau. Bjarni fékk t.d. áberandi meira klapp en stjórnmálamenn- irnir sem fluttu ræður við athöfnina. [...] Bjarni kom því þó að, að hann hefði fæðst á íslandi og væri því sannur afkomandi víkinganna.60 Athyglisvert er að hér eru geimfarar og víking- ar tengdir saman, rétt eins og í fréttinni sem nefndist „Ferðir víkinganna jafnast á við geim- ferðir nútímans". Þessi samlíking minnir les- endur á að víkingarnir voru hetjur síns tíma og fóru í hættulega leiðangra til að kanna ónumin lönd, rétt eins og geimfarar nútímans. Einnig er verið að árétta það að íslendingar eigi fulltrúa í báðum þessum starfsstéttum. Ráðamenn landsins fá ekki aðeins hól og við- urkenningu í útlöndum á þar til gerðum hátíð- um. í opinberum heimsóknum eru íslendingar lofaðir upp í hæstu hæðir samkvæmt frétta- flutningi Morgunblaðsins. Þar birtist grein um heimsókn Davíðs Oddssonar til Slóveníu sem bar yfirskriftina: „Þakklátir íslendingum fyrir að viðurkenna Slóveníu fyrstir." Greinin hefstá ítrekun þessa, fslendingareru bestir því að þeir voru fyrstir: Hér er því lögð áhersla á að birta jákvætt álit útlendings á íslandi og íslendingasög- unum sem eru samkvæmt þessu raf- magnaðar bókmenntir. Á næstu blaðsíðu er jákvæð afstaða útlendinga í garð lands °9 þjóðar aftur í sviðsljósinu en þar er við- tal við eistneskan tónlistarkennara á ís-j landi. Fyrirsögnin er: „íslendingar eru músíkalskir. "4S Annars staðar en sem fullyrðing í Morgun- blaðinu væri slík fullyrðing um þjóðareðli fárán- ieg. Helst minnir þetta á gamlar kennslubækur í landafræði þar sem sjá mátti staðhæfingar eins og: . . . að hann hefði fœðst á íslandi og væri því sannur afkomandi víkinganna ... „Ferðir víkinganna jafnast á við geimferðir nútímans"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.