Heimsmynd - 01.06.1991, Page 69

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 69
Fæðið var langmest grænmeti og hrísgrjón. Kjöt og fiskur voru nánast munaðarvörur, sem sjaldan voru á borðum vegna þess hve sparlega varð að fara með fé kristniboðsins til að geta haldið áfram hinu mikla starfi, sjúkrahúsum, skólum, holdsveikrahælum og kirkjum með margþættu safnaðarstarfi þar sem fátæklingum og flóttamönnum var veitt hjálp í neyðinni. „Með þessari sparsemi þarf maður ekki að hafa áhyggjur af hinum grönnu línum líkamans. Pær koma af sjálfu sér. Þegar buxur og jakkar urðu gatslitin, varð að bæta þau og nota fötin áfram. Sumir höfðu kínverskan slopp úr lélegu efni til að hylja hin fátæklegu föt. Kuldatímabilið er ekki langt í Kína, en þó nógu kalt til þess að mönnum getur liðið illa, þegar ekki er hægt að leyfa sér að hafa eld í ofnunum,“ skrifar Jóhann. Það var auðvitað viss verkaskipting á kristniboðsstöðinni. Astrid vann við holdsveikraspítalann og kom hjúkrunarmenntun hennar þar í góðar þarfir. Hún lét sauma föt upp úr efni sem hún fékk frá Bandaríkjunum. Þá vann hún við ungbarnaeftirlit og hafði samverustundir með gömlu konunum og fór í gegnum sunnudagstext- ann með þeim. Einnig fór hún út á götur og inn á heimili með kínverskri „biblíukonu.“ PfPP 1 Árið 1941 voru margir flóttamenn úr strandfylkjum Kína komnir til Sinhwa-héraðs. Meðal þeirra var þó nokkuð af kristnum mönnum frá ýmsum kirkjudeildum. Margir þeirra höfðu þá tekið sér bólfestu í borginni Nantien, um 60 kílómetra frá kristniboðsstöðinni í Sinhwa. Um þessar mundir stóð svo á að báðir kínversku prestarnir í þessari sýslu höfðu látið af störfum, og hafði það gerst nokkru áður en Astrid og Jóhann tóku við kristniboðsstarfinu. Nú bar svo við, skömmu fyrir jólin, að söfnuðurinn í Nantien, sem um þessar mundir var allstór, hafði skrif- að bréf og beðið um að einhver prestur kæmi til þeirra á jólunum. Það kom í hlut Jóhanns að svara þessu bréfi, og eftir að hafa ráðgast við konu sína ákváðu þau að gera það, sem menn gera sjaldan ef hjá því verður komist, en það er að fara að heiman rétt fyrir jólin og verja þeim þar sem allt var miklu erfiðara og óþægilegra en heima. Þannig vildi til að kristniboðinn sem verið hafði á undan þeim hjónunum í Sinhwa var staddur þar um þetta leyti. Bað Jóhann hann að taka að sér að halda guðsþjónusturnar á aðalstöðinni og féll í hans hlut að skíra meir en 20 manns, sem skíra átti þar á jólunum. Þau Astrid og Jóhann lögðu nú af stað fótgangandi til Nantien. Þetta var viku fyrir jól. Rigning var, norðanátt og kalt í veðri. Fyrsta daginn gengu þau um 20 kílómetra og gistu á kristniboðsstöð hjá Kínverjum sem þau þekktu lítið eitt. Öll herbergi voru köld, rúm- fötin, sem þau höfðu meðferðis og burðarkarl bar, breiddu þau á fjalir og sváfu þannig um nóttina. Þreytan olli því að þau sváfu sæmilega þó rúmið hafi ekki verið þægilegt. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram og nú farnir um 40 kílómetra, að mestu leyti fótgangandi og komust þau til Nantien þann dag. Var þá gott veður, en kalt og snjór í fjöllum. Allir sem þau mættu virtust hafa mikið að gera, en að sjálfsögðu var þar ekki um að ræða annir vegna jólaundirbúnings, því fæstir höfðu hugmynd um að til væru nokkur jól. Þegar til Nantien var komið var þeim vel fagnað. Húsakynnin þarna á stöð- inni voru rúmgóð og samkomusalurinn allstór, en engin voru þægindin, ekki einu sinni ofnar til að hita húsin með. Astrid varð nú eftir í Nantien og tók að undirbúa jólin, en Jóhann hélt áfram ferðinni enn lengra til að heimsækja tvo söfnuði í viðbót, þar á meðal einn sem var um 30 kílómetra frá Nantien. Þar skírði Jóhann tvo menn sem áttu heima í þorpi þar sem engir kristnir menn höfðu áður verið. Síðar myndaðist þar blómlegur söfnuður. Jóhann sneri aftur til Nantien á aðfangadag. Var þá undirbúningnum undir jólahátíðina að miklu leyti lokið, og um kvöldið hófst hátíðin sjálf. Kom þá í kirkju á fjórða hundrað manns, en um 20 af hundraði munu hafa verið kristnir menn. Hitt voru heiðnir vinir og kunningjar þeirra. Unga, kristna fólkið í söfnuðinum stjórnaði sjálft hátíðinni á aðfangadagskvöld, og kristnir kennarar tóku líka þátt í henni. Jólaboðskapurinn var fluttur á mjög leikrænan hátt, og voru tvö atriði í jólaboðskapnum sviðsett eða leikin: Boðun Maríu og engla- söngurinn í Betlehem. Þeim Astrid og Jóhanni þótti áhugavert við að sjá boðskapinn þannig klæddan í austur- lenskan búning, og þótti þetta fara mjög vel fram og tóku eftir því að heiðingjarnir hlustuðu á allt með mikilli eftirtekt. Jóhann notaði þetta einstæða tækifæri til að ávarpa kirkjugesti og hvatti þá til að halda tryggð við hinn kristna boðskap, ekki aðeins á jólum heldur alla ævi. Eftir þetta var gengið í kringum jólatré og sungnir söngvar. Á jóladag flutti Jóhann hásmessu á kínversku með altarisgöngu. Komu þá margir af hinum kristnu flóttamönnum til altaris, þar á meðal allmikið af unga fólkinu, sem hafði talað á hátíðinni á aðfangadagskvöld, stúdentar, kennarar og aðrir. Á kveðjustund. Astrid og Jóhann yfirgefa starfsstöð sína í Sinhwa. Við það tækifæri héldu hinir holdsveiku þeim og dóttur þeirra, Gunnhildi, kveðjusamkomu. Jóhann Hannesson með prestaskólanemendum í Hong-Kong. Kristniboðsstarfið mótaðist vitaskuld mjög af styrjöldinni. Til marks um það er til dæmis að öll árin sem þau hjónin störfuðu í Kína voru kirkjuklukkurnar aðeins notaðar sem loftvarn- armerki. Öll strandlengjan var í höndum Japana, sömuleiðis mikið af ríkustu og frjósömustu byggðum Kína. Hin vestlægu héruð urðu allt of þéttbýl vegna mikils fjölda flóttamanna sem bæst hafði við venjulegan íbúa- fjölda. Stórkostleg þjáning og miklir erfiðleikar ríktu meðal fátækra og flóttamanna. Þrátt fyrir þetta héldu Kín- verjar uppi vörn landsins. Japönum hafði lítið orðið ágengt á þessum slóðum og höfðu Kínverjar hrundið mörg- um áhlaupum á ýmsum stöðum. I bréfi sem Jóhann skrifaði í maí 1943 lýsti hann árás Japana á norðurhluta starfssvæðis Norska kristniboðsfélagsins: „Varð af þeirri árás glundroði mikill og allmiklar tafir fyrir starf vort og manntjón mikið í hernum. En stöðvar vorar biðu ekki neitt tjón. Aftur á móti leið finnska kristniboðsstarfið allmikið á þeim tíma,“ skrifar Jóhann. I ársbyrjun 1944 var allt rólegt og kyrrt á starfssvæði þeirra hjóna í Sinhwa-héraði þó ekki væru óvinirnir langt HEIMSMYND 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.