Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 31
hugsanlega brot á jafnréttislögum en í sjöttu
grein þeirra laga er sú skylda lögð á herðar at-
vinnurekendum að konur og karlar standi jafnt
að vígi varðandi vinnuaðstæður og vinnuskil-
yrði.“
Birna segir að erlendis gangi þessi mál þannig
fyrir sig að fyrirtækin sjálf sjá til þess að konur
hafi ákveðnar boðleiðir innan þeirra til að koma
kvörtunum af þessu tagi á framfæri. „Þetta fyrir-
komulag þekkist ekki mér vitanlega í íslenskum
fyrirtækjum en nokkuð hefur verið um það að
konur hafa leitað til viðkomandi stéttarfélaga
hafi þær orðið fyrir kynferðislegri áreitni en það
hafa einnig borist kvartanir til Jafnréttisráðs.“
En hvað flokkast undir kynferðislega áreitni?
„Nánast allt athæfi í samskiptum kynjanna sem
vegur að sjálfsvirðingu konunnar. Kynferðisleg
áreitni er vítt hugtak og nær ekki aðeins til líkam-
legrar snertingar, klúryrða eða niðrandi umtals.
Áreitnin getur verið fólgin i einföldu ávarpi sem
margar konur verða fyrir á hverjum degi og veg-
ur sannarlega að sjálfsvirðingu þeirra. Kynferðis-
leg áreitni er bæði lúmsk og algeng en afleiðing-
arnar geta stuðlað að niðurbroti manneskjunnar.
En umræðan um þessi mál er mjög skammt á veg
komin á íslandi og fyrir vikið má búast við því að
kynferðisleg áreitni sé látin viðgangast þar sem
konur gera sér ef til vill ekki grein fyrir því hvar
mörkin liggja og vita heldur ekki hvernig þær
eiga að bregðast við áreitni af þessu tagi. Aðalat-
riðið í málinu er að þetta er huglæg afstaða, það
sem einni konu finnst vera hrós eða vinahót,
finnst annarri vegið að sjálfsvirðingu sinni. Telji
konu sér misboðið af karlmanni ber henni að
kvarta við rétta aðila eða hafa samband við kæru-
nefnd jafnréttismála.“
Birna segir einn flöt á þessu máli, ekki síst al-
varlegan, það er þegar fjárhagslegir hagsmunir
eru í spilinu milli geranda og þolanda. „Þar er átt
við þegar yfirmaður misnotar aðstöðu sína gagn-
vart undirmanni þannig að framahorfur konunn-
ar eru háðar því hvort hún þýðist yfirmanninn.
Hér eru mörk misneytingar og kynferðislegrar
áreitni óljós. En misneyting felst í því að aðili
misnotar freklega að kona er honum háð fjár-
hagslega eða í atvinnu sinni.“
Birna Hreiðarsdóttir er staðráðin í því að halda
þessari umræðu á lofti enn um sinn. „Ég vona að
umræðan hjálpi þeim fjölda kvenna sem verða
fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu sinni dag hvern
án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Ef
einhver er í vafa og afskrifar kynferðislega áreitni
sem venjulegan dónaskap, sem á heldur ekki að
líða má benda á nokkur einföld dæmi um kyn-
ferðislega áreitni:
• Óvelkomin snerting
• Óþægilegar augngotur
• Niörandi umtal
• Athugasemdir af kynferöislegum toga
• Klúrar myndir á veggjum
• Niöurlægjandi ávarp
• Kynferöisleg kúgun þar sem konan
þorir ekki að hafna yfirmanni sínum
Þær skoðanir hafa heyrst að þessi umræða eigi
eftir að hafa í för með sér stirðari samskipti
starfsfólks á vinnustað en Birna telur það viðhorf
á miklum misskilningi byggt. „Það sem við erum
að tala um eru grundvallarreglur í samskiptum
kynjanna. En þær reglur ganga út frá gagkvæmri
virðingu og jafnrétti á vinnustað. Það verður fyrst
gaman í vinnunni þegar þessu marki er náð.“B