Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 88

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 88
Hrörnun. . . framhald af bls. 63 vinnufélagar, vinir og jafnvel fjölskyldu- meðlimir fara að líta hann hornauga. Veik sjálfsmynd þeirra sem hafa ekki hirt um líkama sinn þolir það illa að einn úr hópnum svíki lit. Ég hef lesið um þetta í tímaritum um líkamsrækt þar sem þessi viðbrögð eru þekkt vandamál. Margir upplifa það sem svik ef einn brýt- ur af sér hlekkina og neitar að gefast upp fyrir þeirri hrörnun sem allt of margir álíta sjálfsagðan fylgifisk aldursins. Pað má segja að hrörnun hefjist á unga aldri. Um leið og við erum að þroskast hrörn- um við en á einhverju stigi fer hrörnunin að verða meira áberandi en þroskinn. Grái fiðringurinn umtalaði er að vissu leyti varnarviðbragð við þessari aðsteðj- andi hrörnun sem menn finna fyrir. I mörgum tilfellum grípur menn örvænting þegar þeir skynja að aldurinn lætur ekki að sér hæða. Þeir sem taka sig taki og skynja mikilvægi þess að huga að heil- brigði og líkamsrækt sannreyna að það er ekkert annað en ræfildómur að líta á ótímabæra hrörnun sem náttúrulögmál. Líkaminn er gerður fyrir hreyfingu. Við berum sjálf og ein ábyrgð á líkama okk- ar. Líkamsrækt og skynsamlegt mataræði er það besta sem við getum gert til að láta okkur líða vel og njóta góðrar heilsu. Hver sem í hlut á, hversu gamall eða þungur sem hann er, getur gert kraftaverk fyrir líkama og sál með auk- inn hreyfingu og þjáflun.“B Ég horfi. . . framhald af bls. 51 ir hafa verið teknir inn er sú að menn hafa viljað losna við að fá önnur félög upp að hliðinni á sér. I Noregi varð svo- kölluð „Elitustefna" ofaná. Það er að segja sú stefna að Rithöfundasambönd séu einungis fyrir viðurkennd skáld. Núna starfar hið upprunalega norska rit- höfundasamband innan um nokkur önn- ur höfundafélög sem sum eru stærri og ríkari en norska rithöfundasambandið. Þar er sérstakt félag fagbókahöfunda, þýðendafélag og barnabókahöfundafé- lag. Þetta höfum við viljað losna við. Það gerðist engu að síður að Hagþenkir, fé- lag fræðibókahöfunda var stofnað fyrir um það bil tíu árum vegna þess að nokkrum fræðibókahöfundum var synj- að um inngöngu í Rithöfundasambandið. Það má vera að menn verði að fara að gera þetta betur upp við sig. Ef til vill eiga sumir þeirra sem sækja um inn- göngu í Rithöfundasambandið einfald- lega betur heima í Hagþenki. I Danmörku var þeirri stefnu fylgt út í ystu æsar að allir sem einhvern tíma hefðu fengið eitthvað borgað fyrir sín skrif ættu rétt á inngöngu. Það var nóg að hafa skrifað eina grein í blað áhuga- manna um garðrækt eða eins og Klaus Rifbjerg sagði og ég hef vitnað til annars staðar: „Það er nóg að hafa skrifað tékka til að vera félagi í danska rithöfundasam- bandinu". Þeir voru komnir með 2000 manna félag eða þar um bil en þar gerð- ist það í fyrra að fagurbókmenntahöf- undar klufu sig út. Allir þekktustu rit- höfundar Danmerkur sögðu sig úr sam- bandinu á þeim forsendum að þeir væru komnir í svo mikinn minnihluta að fé- lagið ynni gegn þeirra hagsmunum. Ég held ekki að neitt þessu líkt sé að ger- ast hjá okkur en menn verða að vera á varðbergi til að fá ekki upp svona vand- ræði. en um leið verð ég líka að taka það fram að ekki dugir að vera hræddur við átök. í öllum félögum eru kverúl- antar og um leið og einhver er orðinn formaður í svona félagi verða þeir óvinir hans og á tímabili dró þetta mig niður. Ég hugsaði: hvers vegna er ég að eyða tíma mínum í svona þvælu því yfirleitt er það nú þannig með svoleiðis menn að þeir þora aldrei að segja neitt við mann beint heldur er maður alltaf að fá alls konar skilaboð úr ýmsum áttum. Einn félagi bað til dæmis um að þeim skilaboðum yrði komið til stjórnarinnar, þegar hann heyrði af framboði Þráins, að þetta væri gott. Stjórn Rithöfundasam- bandsins væri einna helst sambærileg við Ceaucescu hinn rúmenska og ætti skilið sömu örlög. Hann myndi styðja Þráin. Kosningarnar voru ekki fyrr búnar en hann bað fyrir þau skilaboð til Þráins að hann væri engu minni Ceaucescu en fyr- irrennarar hans. Það eru ekki allir óvinir sem maður eignast svona spaugilegir en eitt það lær- dómsríkasta í sambandi við þetta starf finnst mér vera að ég hef eignast óvini og lært að lifa með því. Ég er steinhættur að kippa mér upp við smáræði.B Fleiri skip. . . framhald af bls. 10 Fiskveiðasjóði til skipakaupa úr 65 upp í 80 prósent, lengt lánstímann úr 15 árum í 20, lækkað vextina úr 5 prósentum í 4 prósent, og auk þess boðið fram lán úr Byggðasjóði, þannig að lánafyrirgreiðsla alls gæti farið upp í 100 prósent. Þetta kallaði ég að „liðka til fyrir gervikapíta- lisma“. Ég spáði því að þetta yrði örlagarík- asta mál, sem hægt væri að takast á um í íslenskri pólitik. Ég taldi að þjóðin ætti kröfu á því að stjórnmálaflokkarnir tækju til þess afstöðu og stilltu henni fram fyrir skýrum valkostum. En þjóðin var í sigurvímu eftir sigurinn í „landhelg- ismálinu“ og þá ótakmörkuðu möguleika sem 'það byði upp á á fiskislóðinni. Stjórnmálamennirnir féllu fyrir almenn- ingsálitinu í stað þess að veita forystu, og brátt varð kjörorðið „skuttogara á hvert heimili“ sameiginlegt heróp þeirra nær allra. Það var helst Alþýðuflokkurinn, sem andæfði í stuttri sjávarútvegsráð- herratíð Kjartans Jóhannssonar. Hann reyndi að stýra aukningu fiskiskipastóls- ins, en beið eftirminnilegan ósigur í deilu um nýjan Barða fyrir Neskaupstað. Þeg- ar skipið kom til Neskaupstaðar héldu gárungar því fram að því hefði verið val- ið nafnið Lúðvík Barði Kjartan. Eftir það var öllu viðnámi lokið og Steingrím- ur Hermannsson opnaði flóðgáttirnar fyrir hömlulausri stækkun flotans. Nokkrum árum seinna kom það í hlut Halldórs Asgrímssonar að innleiða kvótakerfið, stórfelldustu hömlur og höft á athafnafrelsi landsmanna frá upphafi Islandsbyggðar. Með því að skammta skipin hefði verið hægt að tryggja frelsið til veiðanna. Með óheftu athafnafrelsi til skipakaupa og ómældrar hvatningar með hvers konar opinberri fyrirgreiðslu hlaut að koma að því að skammta þorskinn á hvert skip. Með öðrum orðum því fleiri skip því færri þorskar. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að það eru ekki fiskifræðin, vísindin og Hafró, sem féllu á prófinu. Það eru stjórnmálamennirnir, sem tóku lýðskrum fram yfir stjórnmál.B Hvað viltu. . . framhald af bls. 22 snýst um það að stíga upp og niður af misháum pöllum og er ólíkt auðveldara en hoppið í eróbikkinu. Pallapuðið reyn- ir engu að síður á hjarta- og æðakerfið og þykir með öruggari leiðum til að styrkja vöðvana, koma sér í form og auka þolið. Aukin ásókn í líkamsrækt af þessu tagi hefur breytt ímynd kvenna og ekki síður viðhorfi þeirra til eigin líkama. Flestum sem leggja stund á líkamsrækt þykir eft- irsóknarverðara að koma sér í form en að verða mjög grannar. Þetta sést best á því að vaxtarlag vinsælla fyrirsæta er að breytast. Þær eru hávaxnari, þrýstnari og sterklegri en nokkru sinni fyrr. Algeng- 88 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.