Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 72
___Greinarll°lllndur i Palermó.
holflunum i raiennu i»ou . '.
hreytt andliti sínu meö skuröaðgerð og faldi sig a
bak við stór sólgleraugu. Hann ákvað að segja fra
helgustu leyndarmálum mafíunnar eftir að corleo-
nesi höfðu myrt tvo syni hans og fimm aðra nana
ættingja.
hátt eða þau skjóta gneistum svo að kaldur hrollur fer um við-
stadda. Lengi gat lögreglan ekkert aðhafst þó að hún vissi að
hann hafði gerst sekur um glæpi af hvers konar tagi. Pví olli
meðal annars spilling, mútuþægni og ótti. Hann bjó í Palermó
í tíu ár og var í felum en sjaldan á flótta. Þegar hann ferðaðist
um göturnar var hann í Rolls Royce í miðri bflalest. Glæsi-
kerra fór á undan og önnur á eftir og sátu jafnan virðulegir og
auðugir borgarar í bflunum. Ef lögreglan gerði fyrirsát gengu
þessir borgarar út og héldu lögreglumönnum uppi á spjalli
meðan Leggio komst í burtu. Hann hafði í kringum sig þétt-
riðið net af njósnurum og hafði ógnartök á fólki með mútum
og ofbeldi. Stundum fór hann í dulargervi um götur, klæddur
eins og munkur, lögregluþjónn, kona eða bandarískur túristi,
hlaðinn myndavélum. Kvöldum eyddi hann í fínum samkvæm-
um með fegurstu konum. Þegar hér var komið sögu var hann
hættur að drepa sjálfur að mestu leyti en lét það eftir lags-
mönnum sínum.
Nákvæmlega þrjátíu og níu mafíufjölskyldur höfðu skipt Pa-
lermó á milli sín er Luciano Leggio birtist í borginni. Þær réðu
öllum viðskiptum, samgöngum og framleiðslu. Allt var skatt-
lagt af mafíunni og gróðinn mikill. Öðru hvoru geisuðu stríð
milli fjölskyldnanna með tilheyrandi manndrápum. Palermó
varð alræmd fyrir tíð morð. Leggio var að vísu ekki algjör
byrjandi í Palermó eins og áður sagði. Hann hafði stjórnað þar
svarta markaðnum á kjöti um skeið. Nú braust hann með lát-
um inn á kornmarkaðinn og tók tíu til tuttugu prósent af allri
kornsölu. Þá náði hann tangarhaldi á billjarðstofum og leik-
tækjasölum og fyrr en varði stjórnaði hann þúsundum þeirra.
Hann sópaði til sín peningum og allir sem nálægt honum
komu urðu ríkir því að hann borgaði vel alla þjónustu.
ÁSTKONA MORÐINGJA UNNUSTA SÍNS
Luciano Leggio var fyrst handtekinn árið 1964. Þá var hann
í húsi sínu í Corleone, fáeina metra frá höfuðstöðvum lög-
reglunnar. Þegar hún braust inn lá hann í rúmi sínu og var að
lesa Stríð og frið eftir Tolstoy. Aðrar bækur við rúmið voru
bænabók og heimspekirit eftir Kant. Hann var þá ekki við
góða heilsu. Lyfjaflöskur, pillur og sprautur lágu eins og hrá-
viði um allt herbergið. Þung leðurbrynja sást í gegnum náttföt-
in en sparibrynja úr silfri lá nálægt. „Hvað viljiði mér? Ég er
að verða gamall“, sagði hann næstum glaðlega og staulaðist á
fætur. Hann var þá ekki orðinn fertugur. „Ef þið ætlið að
halda í mér líftórunni verðið þið að fara með mig á sólríkan
stað. Ég þarf mikið sólskin.“
Leggio hafði lokað sig inni í húsinu mánuðum saman. Hon-
um var hjúkrað af konu sem áður hafði verið unnusta verka-
lýðsforingjans Rizzotto, sem Leggio hafði drepið 16 árum áð-
ur. Hún var sem sagt ástkona morðingja unnusta síns. Þegar
fangelsisdyrnar lokuðust á eftir Leggio í Palermo bjuggust
flestir við að þar með væri ferill hans á enda. Hann var ákærð-
ur fyrir fimmtán morð og læknar töldu að hann ætti fá ár ólif-
uð. En þeim skjátlaðist.
Það var loks árið 1967 sem réttarhöld í máli Lucianos Leg-
gios fóru fram. Dómarinn var Sikileyingurinn Cesare Terra-
nova sem hafði eytt allri ævi sinni í baráttu gegn mafíunni.
Réttarhöldunum lauk ári síðar með því að Leggio var látinn
laus vegna ónógra sannana. Dómarinn var ekki sáttur við
þessa niðurstöðu og ákvað að afla nýrra sannana og Leggio
var handtekinn á ný. Hann trylltist nú gjörsamlega og um tíma
neitaði hann að svara spurningum og sagði að hann væri veik-
ur. Terranova tók ekki mark á slíkum yfirlýsingum og Leggio
var rúllað inn í réttarsalinn í hjólastól, æfur af reiði. Hann vildi
ekki svara spurningum, sagðist ekki einu sinni muna sitt eigið
nafn hvað þá heldur foreldra sinna. Dómarinn lét þá bóka að
Luciano Leggio vissi ekki hvers son hann væri.
„Leggio bókstaflega froðufelldi og hefði drepið mig á staðn-
um ef hann hefði getað“, sagði Terranova við konu sína um
kvöldið. En þess var ekki langt að bíða. Nokkrum dögum síð-
ar var dómarinn skotinn til bana með kalashnikov-rifli er
hann var að ganga út úr húsi sínu.
VITNI GUFA UPP
I febrúar 1969 hófust allsherjarréttarhöld í máli Leggios í
borginni Bari á meginlandi Italíu. Með honum í sakborninga-
búrinu var öll Corleonemafían að þessu sinni, 64 menn, þar á
meðal nánustu samstarfsmenn Leggios, þeir Salvatore Riina
og Bernardo Provenzano, sem gengu undir nafninu Skepnurn-
ar. Leggio kom ýmist til réttarhaldanna á sjúkrabörum eða
gekk við hækjur. Hann hafði nú verið í fangelsi í fimm ár og
sú vist hafði greinilega ekki læknað hann, en ekki heldur dreg-
ið hann til dauða. Með ferskum eggjum og mjólk og hvers
konar góðgæti að utan hafði honum tekist að verða spengi-
legri en áður. Klæðaburður hans og hárgreiðsla var óaðfinn-
anleg. í fjarlægð séð hefði hann alveg getað verið háskóla-
kennari. En gamli Leggio skein í gegnum stórt og fölt andlitið
með óskammfeilið brosið og ógnþrungið augnaráðið.
Tvö vitni voru tilbúin að vitna gegn honum. Annað þeirra
hætti við á síðustu stundu og varð síðan að flytja það á geð-
veikrahæli. Hitt, rakari nokkur, bráðnaði er hann sá augnaráð
Leggios („Nienti sacciu!“ - „ég veit ekkert“, öskraði hann á
72 HEIMSMYND