Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 46
Blandið saman kryddi, nuddið síðan vel á
kjúklingabitana þannig að það þeki vel. Kælið í
ca. 2 klst. Grillið við meðalhita í ca. 10 mín. á
hvorri hlið. Smyrjið olíu á bananahelmingana
og grillið fyrst flata hlutann í 2 mín., snúið og
grillið í aðrar 2 mín. Blandið saman smjöri og
sýrópi og penslið bananana.
Berið fram með kjúklingunum
ásamt lime-bátum.
SVARTBAUNASALAT
HANDA 6-8
1/2 kg þurrar svartar baunir
1/2 tsk timian
1/2 tsk salt
2 stórir hvítlauksgeirar, afhýddir
1 lárviðarlauf
1/2 tsk fennelfræ
Útálát (dressing)
2/3 bolli saxaður rauðlaukur
1/2 bolli söxuð rauð paprika
2 msk söxuð steinselja
2 msk saxaður kóríander (Hagkaup)
2 msk saxaður vorlaukur eða púrra
1 msk cuminduft
smávegis cayenne-pipar
4 msk ólífuolía
10 msk limejuice
salt og pipar eftir srtlekÉ;
Leggið baunir í bleyti í kalt vatn í 5 tíma eða
yfir nótt. Setjið í pott með köldu vatni; hafið
vatnsborðið ca. 3-4 cm ofan baunanna. Setjið út
í timian, salt, fennel, hvítlauk og lárviðarlauf.
Látið suðu koma upp og sjóðið síðan við hægan
hita í 1 - l‘/2 klst. eða þar til baunir eru mjúkar
undir tönn (sjóðið ekki í mauk!) Sigtið baunir
og skolið undir köldu vatni. Blandið síðan útá-
látinu saman við. Kælið niður í stofuhita og
berið fram.
MAÍSBRAUÐ MEÐ CHILIPIPAR
12 SNEIÐAR
1 'A bolli maísmjöl (yellow corn-meal)
1 % bolli hveiti
3 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli niðursoðinn maís, helst „creamstyle“
% bolli súrmjólk
3-6 chilipiprar, grænir eða rauðir, fínt saxaðir
1 lítill laukur, raspaður
1 egg, þeytt
1 bolli sterkur ostur, t.d. óðalsostur (á að vera
cheddar-ostur)
4 msk matarolía
Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið form, ca. 5x25x16
cm að stærð. Sigtið saman maísmjöl, hveiti, syk-
ur, lyftiduft og salt. Hitið maís og súrmjólk
(ekki sjóða), blandið út í chilipipar og lauk og
takið af hitanum.
Blandið eggi og osti saman við súrmjólkur-
hræruna og setjið síðan þurrefnin ásamt olíu út
í - blandið vel. Bakið í 30 mín eða þar til
brauðið er fallega brúnt að ofan.
SÚKKULAÐI-VISKÝ
FORMKAKA
HANDA 10
3 bollar sterkt kaffi
1 bolli bourbon viský (eða annað ódýrt viský)
3 bollar sykur
450 gr ósaltað smjör
375 gr ósætt súkkulaði í litlum bitum (það má
nota suðusúkkulaði í staðinn, kakan verður
talsvert sætari, þannig að rétt er að minnka syk-
urmagn um t.d /2 - % bolla)
4 egg
2 msk vanilludropar
4 bollar hveiti
2 msk matarsódi
1 tsk salt
Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið stórt hringform
og stráið hveiti í. Blandið í stóra skál kaffi, vis-
ký og sykri. Bræðið súkkulaði og smjör saman í
vatnsbaði. Blandið kaffiblöndu saman við og
hrærið vel. Þeytið egg og vanillu, blandið Vt af
kaffiblöndunni saman við eggin og hrærið vel.
Blandið síðan afgangnum af kaffiblöndunni
saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Sigtið
saman þurrefnin og blandið öllu saman. Bakið í
u.þ.b. 1 klst. eða þar til prjónn kemur hreinn út,
ef stungið er í kökuna. Látið kólna í 30 mín. í
forminu, takið út og látið kólna alveg. Snæðið
með rjóma eða vanilluís.B
Verði ykkur að góðu!
Hjördís
46 HEIMSMYND