Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 54
Magdalena ber nafn ömmu sinnar, Magdalenu
Schram sem bjó á Stýrimannastígnum og lagði
til lík tveggja eiginmanna langömmu minnar á
Vesturgötunni. „Guð, en óhuggulegt“, segir
Magdalena. í gamla daga þótti þetta víst heið-
ur og verkið ekki falið hverjum sem var.
Dauðinn finnst henni sjálfri ekkert óhuggu-
legur né heldur gömlu tímarnir sem hún sækir
margt í. Ég man eftir Magdalenu í samkvæmi
fyrir mörgum árum. Hún var innan við þrítugt
þá, skelegg með gleraugun sín og ræddi ófrelsi
kvenna. Fyrir utan mig var Magdalena lang-
yngst í boðinu en hún talaði samt eins og aldursforseti og
gerði langan róm að því hvað hún hlakkaði til að verða gömul,
eldgömul. Ekki man ég svo gjörla hver rökin voru en þá virtist
lífið svo óendanlega beinn og breiður vegur. Endalaus lang-
ferð og bugður vart sjáanlegar á þeirri braut.
Nokkrum árum síðar var Magdalena komin á kaf í Kvenna-
framboðið og var á framboðslistanum til borgarstjórnarkosn-
inga 1982. Hún er enn á kafi í kvennapólitíkinni þrátt fyrir al-
varlegar hindranir sem orðið hafa á vegi hennar. Árið 1988
greindist hún með brjóstakrabbamein. Annað brjóstið var
fjarlægt og hún sett í geisla- og lyfjameðferð. í upphafi þessa
árs, sem markar tímamót tíu ára framboðs kvenna, kom í Ijós
að krabbameinið hafði sáð sér í kviðarholið og hún er aftur
komin í lyfjameðferð. „Hún er auðvitað hundveik hún Malla“,
segir aðstandandi hennar og bætir við „hún er bara svo mikill
töffari."
„Mamma var hjartveik í tíu ár“, segir Magdalena, „og það
talaði enginn um hvað hún væri dugleg.“ Hún situr í sófanum í
stofunni á Grenimel. Þrjár dætur eru inni í íbúðinni á aldrin-
um átta til fimmtán ára. Allar með þennan sérkennilega
Schramsvip. Magdalena fær sér sígarettu og segir „Schram-
svip“ þennan frá móður sinni, Aldísi, sem er af Bergsætt en
ekki frá föður sínum Björgvini Schram. „Hann Ellert bróðir er
til dæmis alveg snýttur út úr nös á henni mömmu.“
Magdalena er að sjálfsögðu upptekin af lyfjameðferðinni en
vill ekki gera þessi veikindi að umræðuefni. Hún þolir lyfja-
meðferðina ágætlega, „ég svara henni vel“, hefur ekki misst
hárið, „þótt mér finnist baðkarið stundum fullt af hárum eftir
þvott“, og hún kvartar undan því að hún sé orðin allt of
grönn. Þess utan finnst henni talað óþarflega mikið um
krabbamein sem einhvern vofveiflegan vágest. „Krabbamein-
ið er eins og hver annar sjúkdómur en fólk þreytist seint á því
að gefa manni hin ótrúlegustu ráð við því. Um daginn sagði
einhver mér að það væri óbilandi ráð að borða rauðrófur og
gott ef ekki fylgdi sögunni að best væri að snúa í norður með-
an maður skæri þær. Það er mikið bullað í sambandi við
krabbamein.“
Hún segist vera dálítil Pollýanna í sér. „Ég hef lifað ágætu
lífi þó að ég hafi átt í þessum veikindum. Fólk bregst ein-
kennilega við krabbameini. Auðvitað eru til margar tegundir
af krabbameini en fólk hefur tilhneigingu til að setja allt
krabbamein undir einn hatt og lítur á það sem dauðadóm. í
þeirri örvæntingu, sem oft er á misskilningi byggð, grípa sjúkl-
ingar oft til ótrúlegustu ráða án samráðs við lækna, sem það
fer jafnvel að vantreysta. Það fer í taugarnar á mér þegar þessi
veikindi eru gerð að einhverju persónulegu stríði manns við
„vágestinn“ ólíkt mörgum öðrum alvarlegum sjúkdómum.
Auðvitað las ég sjálf fjölda bóka um krabbamein þegar það
greindist fyrst í mér. Ég las meðal annars sögu Jill Ireland,
sem nú er reyndar dáin. Sú bók sem mér hefur fundist skrifuð
af mestri skynsemi er eftir rithöfundinn Susan Sontag, en hún
fékk krabbamein fyrir tæpum tuttugu árum. Sontag fjallar um
allar bábiljurnar í tengslum við krabbamein. Hún segir að ótt-
inn og ruglingurinn í kjölfarið dragi bæði kjark og þrek úr
sjúklingum og komi í veg fyrir að þeir umgangist þennan sjúk-
dóm sem hvern annan. Hún segir krabbameinið hafa tekið við
af berklunum sem ógnvald en það var óhemju vinsælt að láta
aðalsöguhetj urnar í óperum og bíómyndum tærast upp af
berklum hér á árum áður. Síðan tók krabbameinið við og ætli
alnæmið verði ekki næst. Ég tek einnig eftir því þegar ég les
minningargreinarnar í Mogganum“, segir hún og grípur fram í
fyrir sjálfri sér, „sem ég las ekki mikið hér áður fyrr og það
stingur mig hve auðvelt er að lesa á milli línanna ef fólk hefur
dáið úr krabbameini því þá er talað um hinn illvíga sjúkdóm.
Það er ennþá á bannlistanum að nefna krabbameinið sjálft.“
Hún sendir yngstu dóttur sína, Guðrúnu, út í búð að kaupa
plástur. „Með taui á, elskan, ekki plasti og þú mátt kaupa ís
fyrir afganginn." Sú stutta kemur aftur að vörmu spori með ís
en engan plástur. Hann hefur ugglaust ekki fengist í ísbúðinni.
Spikfeitur köttur Iiggur á stofugólfinu og vermir sig í lang-
þráðum sólargeislum sumarsins. Magdalena er með djúpt sár
á handarbakinu eftir sterkt lyf sem lak út úr æð í sprautugjöf,
gat inn að beini. Hún blæs frá sér reyknum, hristir höfðuðið
og gleymir sárinu. Hún skammast sín fyrir að reykja. „Ég vildi
að til væru hæli fyrir reykingafólk rétt eins og alkana. Hugs-
aðu þér hvað sjúkdómar tengdir reykingum kosta þjóðfélagið.
Ég var að velta fyrir mér að hætta reykingum þegar ég vakn-
aði upp eftir aðgerðina 1988 en þá sögðu einhverjir að ég væri
undir svo miklu álagi og þá afsökun greip ég
náttúrulega fegins hendi.“
Hún upplifði það sem mikinn létti þegar
búið var að fjarlægja brjóstið. Hún segist lítið
hafa vitað um þennan sjúkdóm. „Eins og
flestir hélt ég að þetta væri alger dauðadóm-
ur. Mér finnst ergilegast að hafa ekki eins
mikla starfsgetu og áður. Ég hef ekki unnið
sem blaðamaður árum saman, stokkið inn á
Veru, blað Kvennalistans, af og til. Ég væri
örugglega með fremstu blaðamönnum landsins ef heilsan
hefði ekki bilað. Annað hvarflar að sjálfsögðu ekki að mér.“
Fyrstu kynni hennar af Kvennaframboðinu voru þegar hún
var blaðamaður á Vísi. „Þessum konum sem byrjuðu datt í
hug að bjóða fram sumarið 1981. Þær voru tólf eins og postul-
arnir forðum. Ég las eitthvað um þetta en var ekkert spennt,
hafði aldrei verið í rauðsokkahreyfingunni enda erlendis á
þeim árum, sem hún var virk. í uppvextinum hvarflaði ekki að
mér að það myndi trufla mig á ferð minni í gegnum lífið að ég
væri kona. Ég trúði því að konur ættu jafnan rétt alveg frá því
að ég var í skóla enda reif ég kjaft á fundum rétt eins og strák-
arnir. Ég varð stúdent 1968 og þá trúði maður því að samstaða
gæti breytt heiminum.“ Samferða henni í menntaskóla voru
ýmsir þjóðkunnir einstaklingar. „Vilmundur Gylfason, Ingólf-
ur Margeirsson, Steinunn Sigurðardóttir, Pétur Gunnarsson,
Hrafn Gunnlaugsson og Davíð Oddsson. Skemmtilegt fólk.
En þetta lið endurspeglar sumpart þær rosalegu breytingar
sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu síðan þá. Vilmundur stóð
fyrir nýju afli í stjórnmálum og Davíð varð helsti talsmaður
frjálshyggjunnar sem sett hefur mestan svip á pólitíska um-
ræðu undanfarin ár. Þar er hver sjálfum sér næstur og sam-
kenndin fótum troðin. Enda er allt að fara til fjandans. Bilið
hefur breikkað á milli fólks og ég hef verulegar áhyggjur af
því. Þrátt fyrir jafnréttisbaráttuna er staða kvenna enn mjög
veik þótt þær hafi sótt fram á mörgum sviðum. Þær hafa verið
duglegar að hasla sér völl í stjórnsýslunni, sem segir þó ekki
alla söguna. Konur eru miklu sýnilegri á öllum sviðum þjóðfé-
lagsins nema við kjötkatlana. Ungir karlkyns lögfræðingar og
viðskiptafræðingar fara ekki lengur inn í ráðuneytin heldur
leita þeir út á markaðinn þar sem peningarnir eru því þar
finnst þeim statusinn vera.“
Hin ójafna staða kynjanna hefur runnið upp fyrir henni í ár-
anna rás, segir hún. „Þegar ég var Iítil minnist ég þess að hafa
frekar viljað vera strákur. Ég og Líney vinkona mín vorum al-
„Hún er auðvitað hundveik
hún Malla. Hún er bara
svo mikill töííari. “
54 HEIMSMYND