Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 70
trá blaðsölum til þingmanna i » ;Mml Ww ' í'-~’ •'TBBk' W ~ >0-*" 1 l"' ? ? J "zmi (■k - / píi Wk Ý ] wl . m m am m E f : .Y-‘ . J tt sem hafði gripið hann. Næsta ár, 1944, gekk hann í raðir cosca (fjölskyldunnar) í Corleone. Mussolini var þá nýfallinn og mafían komin úr felum með fílefldum krafti. í staðarmafíunni í Corleone voru fimmtíu manns. Eins og víðast hvar á Sikiley fólst starfsemi hennar aðallega í því að stela nautgripum, stjórna vatnssölu á áveituakra, taka skatta fyrir vernd gegn búfjárþjófnaði, skemmdarverkum, íkveikju og þjófnaði, stunda mannrán gegn lausnargjaldi og útrýma óæskilegum keppinautum. Luciano Leggio datt út úr skóla í fjórða bekk en foreldrarn- ir höfðu hugsað sér að gera prest úr honum. Hann kunni þá hvorki að lesa né skrifa, en bætti sér það seinna upp með því að neyða kennara til að kenna sér hvort tveggja undir byssu- kjafti. Hann fékk líka svokallaða Pittsveiki á æskuárum og skaðaðist á mænu. Hann varð að ganga í tréstokk til að styrkja hrygginn. Petta var því ekki venjulegur drengur, reyrður í stokk, náfölur með stórt kringlótt andlit og þykkar nautnaleg- ar varir. Pað voru aðeins greindarleg augu og leikni hans með kindabyssu sem gáfu fyrirheit um ógnvænlega framtíð hans. Fyrstu fjögur árin eftir að Luciano Leggio gekk í mafíuna jókst ofbeldi mjög í Corleone og á aðeins fjórum árum voru framin 153 morð í þessum litla bæ. Það tók ekki langan tíma fyrir Luciano Leggio að uppgötva veilurnar í hinu lýðræðis- lega dómskerfi. Hann var dreginn fyrir dómstóla út af morð- inu á verðinum, en málið dróst í átján ár þó að eiginkona varðarins hefði séð morðið og vitorðsmaður hans um glæpinn játað allt. Luciano Leggio fór í hálfgerðar felur, en var þá orð- inn svo ógnvænlegur að fólk þorði ekki að segja til hans þar sem hann sást. Og málinu var hvað eftir annað vísað frá á grundvelli ónógra sannana. Astæðan var augljós. Kviðdóm- endur brast kjark til að sakfella hann. Eflaust hefur Luciano Leggio framið sitt fyrsta morð í hamslausri bræði og hefndarhug, en hvernig hann fór að því, með því að skjóta hiklaust og nákvæmlega, vakti athygli ráða- manna mafíunnar. Þeir fóru að nota hann reglulega sem skot- mann og hann varð eftirlætisdrápsmaður þeirra. Hann eignað- ist lítinn en traustan aðdáendahóp sem fylgdi honum eftir. Leið hans lá beint upp til frægðar og frama en var stráð óhugnanlegum ofbeldisverkum. Hann skaut ekki aðeins til að refsa heldur einnig til að vekja aðdáun, kenna, auðgast og gera grín að yfirvöldum, en kannski umfram allt til að ná valdi yfir félögum sínum. STEINLEIÐ YFIR RAKARANN Á meðal fyrstu fórnarlamba Leggios var grimmur mafíufor- ingi, Barbaccia að nafni, sem stýrði mestöllum nautgripaþjófn- aði í héraðinu. Leggio byrjaði að stela nautgripum á eigin spýtur og Barbaccia setti honum úrslitakosti um að hætta eða verða drepinn ella. Svar Leggios var einfalt. Menn Barbaccias voru tíndir upp einn af öðrum og fundust stungnir eða skotnir á fáförnum fjallastígum og að lokum hvarf mafíuforinginn sjálfur og hefur aldrei sést síðan. Luciano Leggio ákvað nú að gerast gabellotto. Það eru eins konar eftirlitsmenn með landareignum, gömlu lénunum. Yfir- leitt eru það mafíósar sem ráða hverjir verða gabellotto en sjálfir landeigendurnir þora vart að láta sjá sig á sínum eigin löndum af ótta við að vera rænt eða þaðan af verra. Leggio auðnaðist að verða yngsti gabellotto í sögunni, en yfirleitt fer það eftir virðingarröð innan mafíunnar hverjir komast í slíka stöðu. Aðferð Leggios var einföld. Hann skaut þann gabellot- to sem fyrir var í bakið og tilkynnti landeigandanum að hann tæki við. Sá var góðhjartaður ungur maður sem brátt neyddist til að segja upp öllu vinnufólki sínu, breyta hveitiuppskerunni í skepnufóður, selja nautgripina og að lokum flýja. Hann dó skömmu síðar niðurbeygður maður. Ári síðar var Luciano Leggio orðinn nægilega ríkur til að kaupa sína eigin landareign. Hann valdi Piano della Scala, landkostajörð sem falin er í skuggum fjallgarðsins Rocca Bu- sambra. Raunar var jörðin ekki til sölu en brátt fóru að gerast voveiflegir atburðir á henni. Sauðfé var höggvið á háls, eitrað var fyrir hundunum, sítrónutrén höggvin niður og uppskeran brennd. Að svo komnu máli kom Luciano Leggio í heimsókn og sagði við eigandann: „Jörðin þín ber sig ekki og þú ætlar að selja“. Þessu var umsvifalaust játað. Jafnvel innan mafíunnar þótti uppgangur þessa fáfróða sveitadrengs með eindæmum. Aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst fram, tuttugu og eins árs að aldri, var hann orðinn frægur, ríkur og umsvifamikill. Þó að hann væri á flótta eftir fyrsta morð sitt þurfti hann ekkert að óttast. Enginn íbúi í Corleone þorði að segja til hans, vitna gegn honum eða gera honum neitt til miska því að hann var allt að því búinn að hræða úr þeim líftóruna. Einu sinni gekk hann inn á rak- arastofu í Corleone með svört gleraugu. Rakarinn tók af hon- um gleraugun til þess að raka hann en þegar hann sá hver var í stólnum steinleið yfir hann. GRAFREITURINN Á FJALLINU Leggio efnaðist hratt. Piano della Scala reyndist ákjósanleg miðstöð. Þar var hægt að slátra stolnum nautgripum í friði og koma þeim á markað í Palermó í fimmtíu kílómetra fjarlægð. Hann flutti svartamarkaðskjöt í stórum stíl þangað og voru jafnan vopnaðir liðsmenn hans í flutningabílunum. Þannig komst hann með annan fótinn inn í höfuðborg eyjarinnar, en þar sátu fyrir voldugustu mafíósar Sikileyjar. Leggio var aðeins 23 ára gamall þegar lögreglan fann einka- kirkjugarð hans - djúpa jarðsprungu í Rocca Busambra- fjöll- 70 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.