Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 71

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 71
 \ Reiðir og sorgmæddir Sikiieyingar við kistu dómara sem var myrtur af Pia77a -7—■ mafíunni 1983 unum og var hún full af beinagrindum og rotnandi líkum. Kallað var á slökkviliðsmenn til að síga þar niður en þeir neit- uðu að fara nema einu sinni. Þeir komu upp með líkamsleifar þriggja manna og þar á meðal var sá sem verið var að leita að. Hann hét Placido Rizzotto og hafði verið einmanalegur verka- lýðsforingi í Corleone. Hann hafði verið bundinn áður en hann var skotinn og síðan hent niður í gjána til þess eins að verða rottufóður. Rizzotto hafði gert veikburða tilraunir til að andæfa nautgripaþjófnaði mafíunnar og ásakað Luciano Leg- gio fyrir að breyta farvegi árinnar sem rann í gegnum Corleo- l ne og stela þannig vatninu. Enginn velktist í vafa um hvernig dauða Rizzottos hafði borið að höndum árið 1948. Tólf ára gamall fjárhirðir varð vitni að því að Leggio og tveir vitorðsmenn drógu Rizzotto upp fjallshlíðina. Drengurinn varð skelfingu lostinn, hljóp heim til móður sinnar og sagði henni frá. Hann var með lost og fékk háan hita svo að hún fór með hann á spítala og fékk sprautu hjá dr. Navarra, forstjóra spítalans. Nokkrum mínút- um síðar dó drengurinn. Forstjórinn reyndist vera þáverandi guðfaðir Corleonemafíunnar. Hann gaf út dánarvottorð um eðlilegan dauðdaga og pilturinn var grafinn án frekari mála- reksturs. Dagblað í Palermó komst hins vegar á snoðir um söguna og skýrði frá því að Luciano Leggio og tveir menn aðr- ir hefðu sést draga verkalýðsforingjann upp hlíðina. Þetta leiddi til réttarhalda þar sem báðir vitorðsmenn Leggios ját- uðu og það voru þeir sem sögðu lögreglunni frá því hvar jarðsprungan var. Engu að síður var Luciano Leggio látinn laus á grundvelli „ónógra sannana“ af þremur dómurum á næstu þrettán árum. Áður en hæstiréttur Ítalíu hafði komist að sömu niðurstöðu var Leggio búinn að koma báðum vit- orðsmönnum sínum fyrir kattarnef og var eftirlýstur fyrir morð á níu öðrum mönnum. . MAFÍUSTRÍÐIÐ í CORLEONE Leggio og dr. Navarra voru gjörólíkir menn að stíl og skap- ferli þó að báðir væru miskunnarlausir morðingjar. Leggio var ósvífinn, ofsafenginn, hrokafullur, logandi af óslökkvandi innri reiði og hafði fullkomna fyrirlitningu á lögunum. Foringi hans, dr. Navarra, naut hins vegar virðingar sem allt að því grandvar eldri borgari, virkur félagi í fínum félögum og hafði fengið æðstu orður ítalska lýðveldisins. Það hlaut því að koma að því að annar yrði að víkja. Árið 1958, þegar þeir höfðu unnið saman í fjórtán ár, hlaut hið óumflýjanlega að gerast. Leggio var þá að búa sig undir að taka stjórnina í sínar hendur og dr. Navarra komst að þeirri niðurstöðu að hann væri búinn að fá nóg af þessum óþolandi undirforingja sínum. Hann sendi fimmtán byssumenn til Piano della Scala til að skjóta Leggio. » Þeim mistókst ætlunarverk sitt. Leggio komst lítt særður inn í göng sem hann hafði látið grafa til þess að komast undan við slíkar aðstæður. Stuttu síðar þrumaði hann sjötíu og sex kúl- um i líkama læknisins. Næstu mánuði voru fylgismenn Navarros hundeltir frá húsi til húss af mönnum Leggios, teknir og dregnir inn í bíla. Aðrir voru sallaðir niður með vélbyssum um hábjartan dag á að- alstræti Corleone. Tveir byssumenn úr andstæðum fylkingum, sem voru annálaðir fyrir hæfni sína og dirfsku, drógu samtímis upp byssur sínar á aðaltorginu og skutu hvorn annan samtímis og féllu báðir. Enginn sá neitt. „Hver var skotinn?“ spurði blaðamaður grátandi svartklædda móður sem var að fylgja syni sínum til grafar í hinum tíðu líkfylgdum í Corleone. „Var einhver skot- inn?“ var svarið sem hann fékk. Loksins þegar blóðbaðinu lauk höfðu tuttugu og níu menn Navarra fallið að honum sjálfum meðtöldum og ellefu frá Leggio. Síðar upplýstist að Navarra hefði verið einn af tíu valdamestu mafíuforingjum Sikileyjar. Þá var talið óhugsandi að svo háttsettur mafíósi væri myrtur án samþykkis Cupola og Luciano Leggio hefði því ekki átt að sleppa lifandi frá þessu undir venjulegum kringumstæðum. Hann var tekinn fyrir en gat sannfært yfirstjórn mafíunnar um að hann hefði einungis verið að gera upp persónulegar sakir. Hún ákvað að gleyma morðinu - þótt ótrúlegt megi virðast. ÁRIN í PALERMÓ Corleone hefur verið yfiráðasvæði Leggios æ síðan, en var í raun orðið allt of lítið fyrir umsvif hans, enda flutti hann sig um set til Palermó um þetta leyti. Þar voru samankomnir hörðustu mafíósar Sikileyjar, svokallaðir mammasantissima sem útleggst heilagastir allra mæðra. Þeir höfðu skipt Palermó og næsta nágrenni nákvæmlega á milli sín og réðu þar öllu frá skóbursturum til stórfelldrar byggingastarfsemi. Þar var því ekkert rúm fyrir aðkomumenn, en Luciano Leggio hafði djöf- ullega hæfileika til að skelfa þá. Hann var kominn á fertugsaldur um þessar mundir og hafði tekist að temja sér glæsilega framgöngu með því að klæða sig flott og gæta vel að heilsu sinni. Sumum fannst hann jafnvel viðfelldinn. Það sem vakti hins vegar óhugnað í fari hans var fölleitt hörund hans, tvírætt bros og illskulegt augnaráð. Olíkt flestum mafíuforingjum hirti hann ekki alltaf um að leyna til- finningum sínum. Dómari sem reitti hann til reiði, og varð reyndar að gjalda fyrir með lífi sínu, undraðist að sjá hann froðufella í réttarhöldum. Seinna sást á sjónvarpsskjánum hvernig hann ranghvolfdi í sér augunum, svo að sá í hvítuna, í skyndilegri ofsareiði. Augnaráð Luciano Leggio nægir eitt til þess að viðstaddir frjósa bókstaflega. Ýmist Iygnir hann þeim aftur á letilegan HEIMSMYND 71 HfJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.