Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 55

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 55
veg vissar um að það væri betra að vera strákur. Vonandi eru stelpur sáttari við hlutskipti sitt nú. Sem unglingur í Haga- skóla var ég komin á þá skoðun að ég væri náttúrulega ekki fullboðleg umheiminum nema með mikið meik, sinkpasta á vörunum og enn þann dag í dag fer ég ekki út fyrir hússins dyr án þess að setja á mig maskara. En á þessum árum hafði mað- ur ekki vit á því að setja þessar endalausu útlitskröfur í sam- hengi við frelsisbaráttuna. Fyrstu hindranirnar á vegi flestra kvenna eru oft í einkalíf- inu, þegar þær hefja sambúð eða stofna fjölskyldu á sama tíma og þær eru að fóta sig á vinnumarkaðinum. Ég eignaðist Höllu, frumburð minn, árið 1977 en þá vorum við Hörður bú- in að vera saman í nokkur ár. Ég kom heim frá Bretlandi 1974, fór að kenna við Menntaskólann á ísafirði, vann síðan á ferða- skrifstofu og dvaldi um skeið með Herði í Munchen þar sem hann var við nám. Eftir það starfaði ég við blaðamennsku á Morgunblaðinu í tvö ár. Pað var góður skóli að starfa hjá rit- stjórunum þar, þeim Matthíasi og Styrmi. Mogginn er mikið karlaveldi en blaðakonurnar eru mér eftirminnilegri en blaða- mennirnir. Svei mér þá, ég man varla eftir körlunum nema fréttastjóranum sem titlaði allar konur bjútí. Ég hætti á Mogg- anum þegar ég var ófrísk af Höllu en þegar hún fæddist flutt- um við Hörður til Munchen og vorum þar næstu þrjú árin.“ Hún og Hörður áttu í svipuðum erfiðleikum og flestir sem hefja sambúð. „Mér fannst Hörður lítið breyta sínu lífi þótt hann væri kominn með fjölskyldu. Aðlögunin að nýjum að- stæðum og breytingarnar voru allar gerðar af minni hálfu, fannst mér. En ég var nokkuð fljót að koma Herði á rétt ról enda var hann efni í heilmikinn femínista Ég benti honum meðal annars á að hann hefði orðið ástfanginn af mér og þeim eiginleikum sem ég hafði þegar við kynntumst. Þá var hann alltaf að hrósa mér fyrir hvað ég væri frek og sjálfstæð. Svo þegar í sambúð var komið þá var Hörður alveg sáttur við að ég væri ekkert sjálfstæð eða að frekjan bitnaði ekki á honum í heimilisstörfunum. Þá sagði ég við hann: Langar þig bara að eiga litla hús- móður? Ef svo heldur fram sem horfir situr þú uppi með allt aðra konu en þú varðst bál- skotinn í. Það gat Hörður alls ekki hugsað sér. Eftir að Katrín, önnur dóttir okkar, var fædd kom fyrir að hann þurfti að afsaka sig frá vinnu eða afboða fundi vegna þess að hann þyrfti að sinna börnunum sínum. Hann mætti litlum skilningi á þessum árum því öðrum fannst skrýtið að karlmaður mætti ekki á áríðandi fund vegna barnanna sinna. Nú er það breytt og hann er lög- lega afsakaður ef hann þarf að gefa stelpunum að borða í há- deginu." Eftir Þýskalandsdvölina fór Magdalena að vinna á Vísi og sá þar um menningarsíðuna. Á tímabili var hún einnig með menningarþáttinn Vöku í sjónvarp- inu. En það var á Vísi sem áhugi Magdalenu á jafn- réttismálum varð listrænum viðburðum yfirsterkari. Þar kviknaði áhugi hennar á Kvennaframboðinu. „Ég minnist þess að frumkvöðlar Kvennaframboðs- ins efndu til kynningarfundar á Torfunni. Ritstjór- arnir sendu auðvitað blaðakonu á þann fund og sú var ekkert hrifin. Hún kom til baka af fundinum, kom við í básnum þar sem ég var að vélrita og hafði orð á því hve þessi framboðshugmynd væri fráleit. Sagði hún það ljóst að þessar konur hefðu enga afstöðu í mik- ilvægustu málunum eins og hafnamálum. Það var hneykslun- arsvipur á öllu andlitinu þegar hún rifjaði upp atvik á fundin- um. Einhver blaðamaður hafði spurt um afstöðu þessara kvenna til einmitt þessa málaflokks. Helga Kress varð fyrir svörum og sagði að auðvitað myndi Kvennaframboðið beita sér fyrir því ef þær fengju fulltrúa í borgarstjórn að setja hand- rið á allar bryggjt'jt svo börnin féllu ekki í sjóinn. Svar hennar var auðvitað út í hött, rétt eins og spurningin. Ég hló mikið þegar ég heyrði þetta og af hneykslun blaðakonunnar, sem ugglaust hefur séð fyrir sér skrautleg handrið á öllum bryggj- um. Á þessari stundu varð mér ljóst að þetta voru konurnar sem ég vildi eiga samleið með. Ég hafði að vísu lesið allt sem ég komst yfir um femínisma og fylgst með umræðunni. En sú umræða fannst mér ganga út á það að konur þyrftu eingöngu að tileinka sér siði og háttu karlmanna eða verða jafngóðar og þeir til að njóta sömu kjara. Hvflíkt metnaðarleysi! Þegar ég kynntist hugmyndum Kvennaframboðsins var það kúvending á þessari afstöðu.“ Haustið 1981 mætti Magdalena á fund hjá Kvennaframboð- inu á Hótel Borg. „Þarna voru mættar sex hundruð konur og þær sem töluðu hömruðu á mikilvægi þess að sjónarhorn kvenna yrði virt, kvenlæg gildi ættu að verða sýnileg og mark- tæk. Það er margt fólk sem hefur ekki áttað sig á mikilvægi þessa boðskapar ennþá en þarna kviknaði ljós í höfðinu á mér. Ég hellti mér út í umræðurnar og fundahöldin í tengslum við undirbúning framboðsins af fítonskrafti. Það voru tugir kvenna sem tóku þátt í þessum undirbúningi fyrir borgar- stjórnarkosningarnar og mótun stefnuskrár. Við köstuðum hugmyndum fram og tilbaka. Ákafinn og áhuginn var gífur- legur og konurnar hlustuðu af athygli á sjónarmið hverrar annarar." Magdalena var í þriðja sæti á framboðslistanum en konurn- ar fengu tvo fulltrúa kjörna í borgarstjórn í kosningunum 1982, Guðrúnu Jónsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Ég sat tvisvar inni fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í nokkurn tíma þar sem hún eignaðist tvö börn á þessu tímabili. Skólabróðir minn, Davíð Oddsson, hafði tekið við sem borgarstjóri og „Eg benti honum á að hann heíði orðið ástíanginn aí méx og þeim eiginleikum sem ég haíði þegar við kynntumst. “ Sjálfstæðisflokkur var í meirihluta. Það var áfall að koma inn í borgarstjórn svo ómálefnalega var staðið að málum. Maður missti trú á borgarstjórn sem hluta af hinu lýðræðislega kerfi. Við vorum með ígrundaðar tillögur, bæði fjárhaginn og mál- efnið, sem voru ekki einu sinni teknar til umræðu. Yfirgangur meirihlutans gekk fram af manni. Dagvistarmálin voru í hönk og eru það enn og ég hafði oft á tilfinningunni að kynsystur mínar úr meirihlutanum væru ekki að greiða atkvæði með góðri samvisku en lytu þess í stað flokksaganum. Hollusta við flokkinn og karlaveldið sat í fyrirrúmi. Ég get alveg séð af hverju sjálfstæðismenn hafa valið Davíð Oddsson til foringja en sjálf var ég óánægð með hann sem borgarstjóra. Stærsti minnisvarðinn um mistök hans sem borgarstjóra finnst mér vera ráðhúsið. Ég var alltaf á móti þessu húsi. Þegar ég keyri Sóleyjargötuna get ég farið að grenja svo hræðileg finnst mér staðsetningin. Hörður var virkur í samtökunum Tjörnin lifi og fjörutíu þúsund Reykvíkingar voru ósáttir við þetta hús, án þess að tillit væri tekið til þeirra. Og mun fleiri hljóta að vera hneykslaðir og gramir yfir því hvernig staðið var að fjárhags- áætlunum við byggingu ráðhússins og hvað það varð á endan- um rosalega dýrt. Það hefði verið mun skemmtilegra að eign- ast ráðhús sem meiri samstaða hefði verið um. Ef ég gæti léti ég rífa þetta hús.“ Hörður og Magdalena reka ferðaskrifstofu fyrir útlendinga og segir hún að þeir útlendingar sem hún hitti á þeirra vegum fórni gjarnan höndum yfir uppbyggingunni í Reykjavík. „Þeir taka andköf þegar þeir sjá ráðhúsið sem hefur eyðilagt þessa litlu tjörn og yfir breytingunum á Skúlagötunni sem á að líta út eins og strandgata í Rio de Janeiro. Allt sem er gamalt HEIMSMYND 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.