Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 76
er. Karlkynstáningur fyrir fjórum-fimm áratugum, var tiltölulega ánægður með sig ef hann átti stórköflótta skyrtu, skrautlegt stælbindi og veski með mörg- um hólfum. Mikið meira var það ekki. Sveitapiltur efnilegur, sem þá var, segir mér að hann hafi sýnt af sér merkilegt framtak með því að panta sér bírópenna í póstkröfu (en svo hétu kúlupennar af fyrstu kynslóð). Ása, Signý og Helga þeirra daga þurftu kannski svarta lakk- skó til að pluma sig á dansæfingum og næsti áfangi var gaberdínkápa með næl- onkraga. Þegar við lásum nýlega um fjöl- brautaskóla þar sem næstum því þriðji hver nemandi kemur á eigin bíl á skól- ann, þá segjum við sem erum bráðum orðin gömul: Djöfuls vitleysa er þetta! Kannski þegjum við bara. Ekki veit ég svo hvort táningar okkar daga vorkenna okkur bílleysið sem var. Enda alveg óþarfi: við þekktum öngva jafnaldra sem höfðu bíl undir rassinn á sér og höfðum því öngvar áhyggjur af bflum. Það verður ekki erfitt að vera bílleysingi fyrr en þú ert kominn í algjöran minnihluta í bekknum. En þá má nú sjálfstraustið fara að vara sig. Neyslustigið er allt annað nú en þá, það er augljóst. Bæði hjá unglingum og öllum hinum. Þarna eru tveir heimar og langt á milli. En bæði þá og nú vildi óþolinmæðin sem fyrst byggja brú milli óskar og veruleika: við ætlum að prófa það strax sem þetta fullorðna pakk leyfir sér. Ekki síst brennivín og að sofa hjá. Hlutir allskonar voru ekki svo mjög á dagskrá vegna þess að þeir voru ekki til. Framsókn hlutanna í daglegu lífi neyslu- þjóðfélagsins hefur svo orðið til þess ekki síst að herða á óþolinmæðinni. Reyndar er rétt að gleyma því ekki, að óþolinmæðin fór snemma af stað, neyslu- gleðin sem svo er kölluð þaut bókstaf- lega upp úr startholunum. Árið 1954 fóru fyrstu stúdentarnir úr nýjum Mennta- skóla á Laugarvatni í þriggja daga ferða- lag um Snæfellsnes eftir að þeir höfðu sett upp sínar húfur. Næsti árgangur fór í vikuferð um Norðurland. Þarnæsti flaug til Kaupmannahafnar. Og fjórði árgang- urinn nam ekki staðar fyrr en í London og París. MÁ ÉG SOFA HJÁ ÞÉR? Þá sem nú var þetta lögmál hér ekki langt undan: Ég vil byrja að lifa strax í gær. Þess vegna skipti það alltaf jafn miklu máli hvort maður hafði prívatherbergi þar sem maður gat gert það sem manni sýndist - ef einhver fékkst til að vera með í þeim glannaskap. Með öðrum orð- um: í því að eiga samleið á ástarinnar hálu brautum. Réttara væri að spyrja fyrst um það hve langt Hún fékkst til að fylgja Honum á þeim góðu brautum. Því vitanlega gerðu fæstir „það sem þeim sýndist". Stelpurnar mættu á stefnumótin vopnað- ar ströngum áminningum að heiman um að þær mættu helst ekki gera neitt. Þeim táningum meir en pegar við segj- um: Ekki var ég að djöflast um allt á bíl á þín- um aldri! stóð oftar en ekki stuggur af þeim „rót- arstykkjum“ sem risu til þeirra í vanga- dansinum. Náttúran er vissulega söm við sig á öllum tímum, en óttinn við óléttuna var öflugur lurkur sem barði á hennar óstýrilæti. Ekki síst hjá þeim sem í skóla voru (aðrir voru yfirleitt mjög fljótir að koma sér í hjúskap til að þurfa ekki að kúra lengur kvenmannslausir í kulda og trekki). Tökum til dæmis tíu stráka í stúdentsefnabekk: þrír áttu börn í vænd- um, tveir þeirra eru á leið upp að alt- arinu, tveir í viðbót sofa nokkrar vikur illa fyrir áhyggjum af því, að þeir séu að verða ótímabærir feður, hinir fimm eru enn ekki við kvenmenn kenndir. (Það veit maður samt aldrei). Þeir sem áttu alvörukærustu voru öf- undaðir af því að geta skóflað í síg holds- ins lystisemdum hvenær sem þeim sýnd- ist. Um leið var þeim vorkennt, aum- ingja mönnunum. Þeir máttu ekki um frjálst höfuð strjúka, ekki komast þeir til útlanda í nám þótt þeir fegnir vildu, í smásögum þess tíma finnst strák sem hefur gert sumarástinni sinni barn eins og verið sé að grafa hann lifandi. Það eru aðrir sem sigla í haust til að leggja undir sig heiminn. Ástin lifði á tveim tilverustigum: á öðru grenjuðu menn af greddu og fúlum losta og fóru með klám og annað last um „það fínasta í lífinu“ (eins og hrökk út úr skólastjóra einum í þann tíð). Á hinu voru menn rómantískir riddarar, tryggir og trúir, bóklegir og upphafnir. Þetta er mynstur sem menn hafa svosem rekist á áður: eða man nokkur hvernig ástin svarf að Þórbergi og félögum hans í Is- lenskum aðli í aldarbyrjun? Nema hvað við vorum ekki eins tvískiptir og þeir aldamótamenn. Það var styttra á milli þess hjá okkur að vera eins og ský í bux- um og fara úr buxum. Kannski var best að vera sem lengst í máttugri og upp- byggilegri ástarsorg: If your sweetheart sends a letter of good-bye. . . söng útvarpið svo oft og títt að allir kunnu það utanað, því á þeim tíma ent- ust slagararnir í heilan vetur. Kannski var það enn betra að gruna barasta að Somebody loves me I wonder who. . . Nú getur einhver spurt: þú sem hefur talið einkabfla fjölbrautaskólanema, hvað veist þú um ástarfarið í dag? Og mér verður fátt um svör, náttúrlega. Bet- ur færi að aðrir svari því. Það veit enginn hve djúpt kynlífsbyltingarnar taka, sá sem á horfir úr fjarska vaxandi aldurs- munar verður var við miklar sveiflur: stundum er sem lauslæti út og suður sé orðið einskonar mannréttindakrafa, svo kemur að því að unglingum finnst svo fyrirhafnarlítið pot heldur kaldranalegt 76 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.