Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 10
FLEIRISKIP
- FÆRRI ÞORSKAR
„Lúðvík Barði
Kjartan" -
skipið um-
deilda í Nes-
kaupstað.
Það vildi svo til að um sömu
mundir og svartasta svarta
skýrslan, sú frá Alþjóðahafrann-
sóknaráðinu, dundi á skilningar-
færum landsmanna í byrjun júní
var ég að taka til á háloftinu hjá
mér. Þar rakst ég á gamlar rit-
smíðar mínar og útvarpserindi
frá árinu 1976. Útvarpserindið bar yfirskriftina
„íslensk rányrkja í stað erlendrar?“ Þar reyndi
ég að færa rök að því að þá þegar hefði verið
svo vel að verki staðið um endurnýjun íslenska
fiskiskipaflotans, að frekari stækkun hans
mundi leiða það af sér að íslendingar tækju við
þar sem erlendu veiðiflotarnir hefðu orðið að
láta staðar numið við endanlega útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 mflur: I stað útlendrar
rányrkju fengjum við íslenska. Það fer ekki á
milli mála að við samningu þessa erindis hafði
ég gengið í smiðju kunningja minna hjá Haf-
rannsóknarstofnun, sem sjálfir áttu óhægt um
vik að setja fram opinberlega skoðanir sínar á
tiltekinni stærð íslenska fiskveiðiflotans, þótt til
þeirra væri leitað um vísindalegt mat á því hvað
teldist hæfileg sókn á miðin innan fiskveiðilög-
sögunnar. Hitt hlaut að teljast til verkahrings
stjórnmálamanna að ákveða um hæfilegan
fjölda skipa á fiskislóðinni.
Stjórnmálamannanna? Hví þá það? Hefði
það ekki átt að vera í verkahring útgerðar-
manna, fiskvinnslustöðva, jafnvel sveitarfélaga?
I orði kveðnu, jú. En í reynd voru það stjórn-
málamenn, sem ákváðu lánakjörin til fjármögn-
unar skipanna og gátu því með ítökum sínum í
sjóða- og bankakerfinu ýtt undir eða dregið úr
áhuga þessara aðila á skipakaupum.
Um þessar mundir var Þjóðviljinn að marka
sér nokkru frjálslyndari stefnu en verið hafði.
Ritstjórinn, Kjartan Ólafsson, bauð mér að rita
grein í blað sitt um sjálfvalið efni. Ég notaði
þetta tækifæri til að ráðast á viss atriði í stefnu
helsta „gúrús“ flokksins í sjávarútvegs- og at-
vinnumálum, Lúðvíks Jósefssonar, í sjávarút-
vegsráðherratíð hans í svonefndri Vinstri
stjórn. Þetta þótti ýmsum lúalegt af mér - þar á
meðal Lúðvík.
Greinina kallaði ég „Liðkað til fyrir gervi-
kapítalisma“. Tilefni hennar var viðtal við Lúð-
vík, sem birst hafði fyrr um veturinn í Sjó-
mannablaðinu Víkingi. Þar hafði Lúðvík látið í
ljós ótta við að vegna smæðar íslenska flotans
mundi fiskur deyja úr elli í stórum stíl á ís-
landsmiðum og Bretar og Þjóðverjar gera kröfu
til að fá að hjálpa upp á sakirnar og aðstoða
okkur við að fullnýta auðlindina, þar sem við
værum augljóslega ekki einfærir um það. Ég
hafði þar uppi svipuð rök og áður. Við hefðum
haft uppi þær röksemdir fyrir útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar að útlendingar væru farnir að
stunda hér rányrkju í stórum stfl. Við yrðum
því að gæta þess að stefna ekki sjálfir stærri
flota á fiskislóðina, en þeim samanlagða flota
íslenskra og erlendra skipa, sem stundað hefði
veiðarnar fyrir daga landhelgisútfærslunnar.
Hömlulaus fjölgun skipa mundi fyrr eða síðar
leiða til sóknartakmarkana og kvótakerfis, sem
yrðu róttækari hömlur á athafnafrelsi manna en
nokkru sinni áður hefðu þekkst í þessu landi.
Því hefði verið eðlilegt af Vinstristjórninni að
stofna til Togaraútgerðar ríkisins, eins og aðild-
arflokkar hennar hefðu raunar marglagt til
meðan þeir voru í stjórnarandstöðu á Viðreisn-
arárunum, í því skyni að sjá um hráefnisöflun
fyrir hina smærri fiskvinnslustaði, og koma
þannig í veg fyrir óhóflega stækkun flotans.
Þetta kæmi því ekkert við hvort menn væru yf-
irleitt með eða móti ríkisrekstri. Þetta væri bara
að mínu áliti það eina rökrétta í stöðunni.
Sem sjávarútvegsráðherra hefði Lúðvík valið
þveröfuga leið. Hann hefði hækkað lánin úr
framhald á bls. 88