Heimsmynd - 01.07.1992, Side 40

Heimsmynd - 01.07.1992, Side 40
HORFÐU Á ÞIG „Here’s looking at you kid,“ sagði Humphrey Bogart, harðjaxl allra tíma í bíómynd og varð setningin fleyg. Hvernig væri að prófa nýja leið til að horfa á sjálfa þig? Burstaðu allt hárið frá andlitinu og berðu snjó- hvítan lit á það allt. Horfðu í spegil, alveg hlutlaus og þér bregður án efa í brún en með þessu móti sérðu andlitið í alveg nýju ljósi. Berðu saman sinn hvorn helming andlitsins, veltu fyrir þér andlitsdráttunum og reyndu í framhaldi af því að velja liti til förð- unar sem henta þér. A þessari mynd er allur farðinn frá Chanel. Farðinn er hvítur: Base Lumiere (Blanc). Púðrið: Poudre Lumiere (Aube). Blýanturinn sem notaður er í kringum aug- un er svartur og blár, (Noir og Bleu Elec- trique). Augnskuggar: Cendre Bleu og Les Qua- tre Ombres (Naturel). Maskarinn er svartur. Brúnn blýantur er notað- ur á augabrúnir og vara- litablýanturinn er Rubis. Varaliturinn er rauður: Météore.B 40 SÍÐS UMARFÖRÐ UN nú er sá tími genginn í garð þar sem farðanum er skellt inn í skáp. Leyfum sólbrúnkunni og hraust- legu útlitinu að njóta sín. Um hásumarið er rétt að nota aðeins létt púðurmeik sem gefur létta satínáferð og leyfir eðlilegum roða húðarinnar að koma í gegn. Nú er í góðu lagi að nota kinnalit (ólíkt kvöld- og vetrarförðun) því áherslan á að vera á frísklegan roð- ann, með rauðbrúnum litum og bronslit- um (til dæmis Terracotta frá Guerlain en Terracottapúðrið er bæði hægt að nota yfir allt andlitið til að öðlast sólbrúna og frísklega áferð eða eingöngu sem kinna- lit). Augnskugginn er einfaldur, aðeins er notaður einn litur yfir allt augnlokið - allt frá húðlituðum brúnum út í bleikt og ferskjulitað. Maskarinn er í mildum brúnum lit og augnblýanturinn notaður til að skyggja í kringum augun í stað þess að draga sterkar línur. Varalitir eru mildir og varagloss er upplagt á þessum árstíma.B

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.