Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 62
Og hér koma góðu fréttirnar. Það tók Ragnar Tómasson
aðeins nokkur ár að koma sér í þetta form úr ömurlegu ásig-
komulagi hrörnunar og vítahrings óhollra lifnaðarhátta. Hann
sagði elli og hrörnun stríð á hendur. Hann hafnaði því Iögmáli
að verða eins og flestir jafnaldrar hans, grár og gugginn ístru-
belgur með bauga undir augum og silalegur í hreyfingum, eða
„eins og kartöflupoki“ eins og hann orðar það sjálfur.
Ragnar Tómasson gekk inn í nýjan heim þegar hann var
lagður inn til rannsóknar á Borgarspítalann 48 ára gamall.
Þarna urðu kaflaskipti í lífi hans þótt fyrsta skrefið væri
þrungið ótta og vanlíðan. „Ég hafði aldrei lagst inn á spítala
áður. Allt í einu var ég orðinn viðfangsefni lækna eins og allir
sjúklingarnir í kringum mig. Ég varð hræddur um líf mitt og
heilsu um leið og ég áttaði mig á því hvað við værum flest
hirðulaus um þennan eina skrokk sem við eigum. Þarna fór ég
fyrir alvöru að íhuga hvað biði manns það sem eftir væri. Ég
sætti mig við að eldast en ekki við þessa hrörnun sem á að
fylgja aldrinum."
Ragnar Tómasson hafði ekki stundað verri lifnaðar-
hætti en flestir samtímamenn hans, síður en svo.
Hann var til dæmis laus við tvo svarna fjendur
hollra lífshátta, áfengi og tóbak, sem hann hafði
aldrei neytt. Hann fæddist í Reykjavík í upphafi
síðari heimsstyrjaldar og ólst upp í Vesturbænum
við venjulegar aðstæður, fábreytt mataræði þess
tíma þar sem grænmeti og ávextir voru sjaldan á
borðum. En ólíkt mörgum öðrum börnum og
unglingum lagði hann aldrei stund á íþróttir. „Ég
þambaði mjólk sem barn en var strax staðráðinn í
því ungur að verða aldrei feitur. Pabbi var með
létta Alberts-ístru en mamma fremur vel á sig komin. En þá
sem nú þótti ekkert athugavert við að menn bæru aldur sinn
og ástand utan á sér. Ég gekk menntaveginn og lauk embætt-
isprófi í lögfræði frá háskólanum án þess að hafa nokkurn
tíma tekið á líkamlega. Að vísu var ég gjarnan í byggingar- og
brúarvinnu á sumrin en annars snerist líf mitt um sölustörf ut-
an námsins og félagslífsins. Einu kynni mín af íþróttum sem
krakka voru þau að ég tók einu sinni þátt í víðavangshlaupi og
varð síðastur. Ég huggaði mig við það að ég var yngstur eða
um tíu ára. Ég kynntist konuefninu mínu tvítugur. Hún var þá
sextán ára en við stofnuðum fjölskyldu þegar ég var orðinn 24
ára. Þá hófst hin eiginlega lífsbarátta og við tóku áratugir þar
sem maður var ætíð í streituvaldandi störfum en konan mín
hefur alltaf tekið fullan þátt í atvinnurekstrinum með mér. Ég
byrjaði í hestamennskunni rúmlega þrítugur en við fluttum
nokkru síðar að Dofra á Gufuneshöfða, þar sem við höfðum
hesthús og tún og gátum riðið út að heiman frá okkur. Hesta-
mennskan er stórkostleg og veitir manni lífsfyllingu og
ánægju, en reynir mun meira á hestinn en þann sem hann sit-
Svo kom að því að mér fór að líða hálfpartinn illa á hest-
baki og ég veigraði mér við að taka þátt í gæðingakeppni. Það
er ekki fögur sjón að sjá knapa með ístruna út í loftið sitja
spengilegan hest. Ég hef alla tíð verið mikill sælkeri og mikill
matmaður. A þessum árum naut ég þess að borða kjöt með
miklum rjómasósum og það var alltaf tími fyrir kökur. Þá
þambaði ég kók daginn út og daginn inn. Þyngdin læðist
lúmskt á mann. Mér fannst gaman að borða góðan mat og
hugsaði með mér: Fjandinn hafi það þó ég sé tíu kílóum of
þungur. Maður má nú láta sér líða vel.“
Ragnar segir að góður matur, sem er reyndar ekki sú fæða
sem honum finnst svo góð nú, hafi verið þáttur í því að fram-
kalla vellíðan. Vínarbrauð úr bakarínu, flaska af kaldri kók og
rjómasósa á rauða steikina. „Ég hef aldrei verið samkvæmis-
maður og lifði ósköp hefðbundnu lífi en fann að vísu fyrir
streitu. Mér fannst ég eiga það skilið að borða vel og í því er
hættan fólgin. Hið innra með mér óx gremjan yfir því hvernig
ég var að verða. Ég hafði alltaf haft gaman af fötum en fann
að ég gat ekki lengur keypt þau föt sem mig langaði í því þá
varð ístran svo áberandi. Mér er minnisstætt eitt atvik sem sló
mig óþægilega. Ég var að keyra eftir Skúlagötunni en þar var
strekktur kaðall í mittishæð til að stúka af gangstíginn. Tveir
ungir menn komu aðvífandi og vippuðu sér yfir kaðalinn eins
og ekkert væri. Sú hugsun laust mig að nú væri ég orðinn gam-
all og stirður því þetta gæti ég ekki lengur.“
Hann var orðinn óánægður með sig og upplifði þá vanlíðan
sterkt þegar hann fór í ferð til Flórída 1986. „Þá stóð ég
álengdar með ístruna út í loftið og horfði á ungt fólk leika sér
á seglbrettum og sjóskíðum. Mér fannst ég vera gersamlega úr
leik. Þetta er rothögg fyrir karlmennskuna. Það er varla til
neitt verra fyrir sjálfsímyndina en slappur og feitur líkami. En
ég féll ágætlega inn í fjöldann og var í ósköp svipuðu formi og
flestir mínir jafnaldrar. Hreyfigeta mín var orðin skert og ég
tognaði oft við minnsta átak eða jafnvel við venjuleg heimilis-
störf. Ég hraut óskaplega og á ferðalögum erlendis með fé-
lögum mínum í hestamennskunni var það alltaf viðkvæðið að
enginn vildi deila herbergi með Ragnari Tómassyni vegna
hrotanna. Nú er ég steinhættur að hrjóta. En þarna var svo
komið að ég var dæmdur úr leik í svo mörgu sem þungur, mið-
aldra maður. Einn daginn fékk ég hræðilega verki. Ég var
lagður inn á spítala og rannsókn leiddi í ljós að þetta var
nýrnasteinn, sem síðar gekk niður og olli ekki frekari usla. En
meðan ég beið eftir úrskurði læknanna um hvað hrjáði mig
fylltist ég ótta. Ég lá í rúminu og leiddi hugann að brothættri
heilsunni sem var enn augljósari inni á sjúkrahúsinu. A þeirri
stundu ákvað ég að taka mig taki.“
Rúmum tveimur árum síðar tók Ragnar þátt í maraþon-
hlaupinu 1990 og vann ekki aðeins persónulegan sigur heldur
einnig sigur fyrir hönd jafnaldra sinna. „í raun og veru fannst
mér ekki að þetta væri Ragnar Tómasson sem hljóp heldur
fimmtugur maður. Ég píndi mig áfram þótt öll skynsamleg rök
mæltu gegn því að ég tæki þátt í þessu hlaupi þar sem ég hafði
hlotið smá meiðsli áður en ég vildi sanna fyrir sjálfum mér og
öðrum að menn á mínum aldri eru ekkert úr leik. Ég var alveg
búinn í fótunum á eftir og það tók mig margar vikur að jafna
mig en þráin eftir því að sanna þetta fyrir sjálfum mér og öðr-
um varð öllum eymslum og erfiði mikilvægari. Mér fannst ég
bregðast jafnöldrum mínum ef ég hlypi ekki.“
Fyrsta skref Ragnars inn í hinn nýja heim, sem hann kallar
svo, var fólgið í að kaupa hlaupaskó. „Ég byrjaði að skokka í
ársbyrjun 1988. Skokkið hentaði mér best þar sem ég gat haft
mína hentisemi í því hvenær ég færi út að hlaupa. I upphafi
var skokkið nafnið tómt. Ég komst vart á milli tveggja ljósa-
staura en þá stóð ég á öndinni og gekk í nokkrar mínútur eða
þar til ég hafði öðlast þrek til að taka einn sprett í viðbót. í
fyrstu skiptin skokkaði ég einn og hálfan kflómetra með göng-
um á milli.“ Hann hugsaði ekkert út í teygjuæfingar sem
hlaupurum er uppálagt að gera fyrir og eftir hlaup. „Eg kunni
ekkert inn á slíkt.“
mám saman lengdust sprettirnir hjá Ragnari án
þess að það reyndi meira á hann. „Eftir fjórar til
fimm vikur gat ég skokkað alla vegalengdina sem
ég byrjaði á án þess að taka hvfld. Það er ótrúlegt
hvað þolið eykst hratt. Ég fékk aldrei harðsperrur
enda vinnst ekkert með þeim. Gleðin sem fylgir
hreyfingunni er aðalatriðið. Mér leiddist aldrei og
því gafst ég ekki upp. Fljótlega fann ég að ég var
orðinn háður skokkinu sem lýsti sér í því að ef ég
hafði ekki hlaupið í tvo eða þrjá daga fann ég til
óþreyju. Brátt fóru vegalengdirnar sem ég hljóp að
lengjast þar til ég var kominn upp í sex kflómetra
að staðaldri. Um mig streymdi vellíðan og eftir skokkið fór ég
í heitt bað og var sem í vímu í margar klukkustundir á eftir.
Með vorinu fór ég að hlaupa snemma á morgnana en alla tíð
hef ég alveg haft mína eigin hentisemi í líkamsræktinni og
aldrei gert annað en það sem mér þykir gaman. Hver og einn
verður að finna sitt jafnvægi til að ná árangri. Það er mjög ein-
staklingsbundið hvað hentar hverjum og einum. Um sjötíu til
áttatíu prósent þeirra sem ná árangri í heilsurækt gera það eft-
ir eigin höfði og búa sér til eigin formúlur. Fólk virðir ákveðn-
ar meginreglur varðandi hreyfinguna og mataræðið en finnur
annars sjálft hvað passar því best.“
62 HEIMSMYND