Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 45

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 45
s svo þeim nýlenduherrum sem drottnuðu á hverjum stað. Ég treysti mér ekki til að fara nákvæmlega út í sérkenni matargerðar á hverri ey, en að sjálf- sögðu ber matargerðarlistin merki um þau hrá- efni sem finnast á hverjum stað. Þannig er mik- ið um suðræna ávexti, sem notaðir eru í súpur og kássur ýmiskonar í sambland við kjöt og fisk. Krydd er mikið notað og á þessu svæði eru menn snillingar í meðferð chili-piparsins, sem fyrirfinnst í fjölmörgum stærðum og styrkleik- um. Á eyjunum er matreitt mikið yfir opnum eldi og fannst mér upplagt að hafa aðalrétt dagsins eitthvað fyrir útigrill. Nú er sá tími sem helst má búast við að landinn bregði sér út í garð til að grilla og á sumarkvöldum má finna þessa yndislegu lykt af grillmat leggja yfir hús og garða. Ég ákvað að hafa þetta heila máltíð; forrétt, aðalrétt ásamt meðlæti og eftirrétt. Það má al- veg gera grillmat þannig úr garði, að máltíðin líti glæsilega út. í forrétt borðum við sumsé kalda grænmetis- súpu (Tropical Gazpacho) - upphaflega er svona súpa ættuð frá Spáni og mjög vinsæll for- réttur á svæðum spænskra áhrifa, til að mynda Púertó Ríkó. í þessari súpu eru óþroskaðir hitabeltisávextir, sem eyjabúar nota sem græn- meti. Aðalrétturinn er þurrkryddaðar grillaðar kjúklingabringur með grilluðum bönunum. Þurrkryddið er mjög sterkt, svo að sætleiki banananna myndar gott mótvægi. Með þessu er borið fram svartbaunasalat - reyndar ættað frá Mexíkó eða suðvesturhluta Bandaríkjanna - og kornbrauð með chili-pipar. Slík brauð eru mjög vinsæl í Suðurríkjum Bandaríkjanna, en í þessu brauði má greina áhrif frá Mexíkó. í eftirrétt er síðan viský-súkkulaði formkaka með vanilluís eða rjóma - sú er ættuð frá Suð- urríkjunum. Sjá má á þessum matseðli, að uppskriftirnar koma víða að, en okkur matargötunum er nú sama hvaðan gott kemur! Og þá er að vinda sér í uppskriftirnar. KÖLD GRÆNMETISSÚPA (TROPICAL GAZPACHO) HANDA6 6 bollar tómatsafi úr dós 1 bolli ananas- eða papayasafi 2 meðalstór óþroskuð mangó eða papayas, skorin í litla teninga 1/2 meðalstór ananas í bitum 1/2 græn paprika í bitum 1/2 rauð paprika í bitum 1/2 bolli limesafi (ferskur) 4 slurkar tabasco-sósa 1/2 bolli saxað cilantro (ferskur koríander, fæst í Hagkaup) salt og pipar eftir smekk Öllu blandað saman og súpan látin standa í ís- skáp í 4-6 klst. áður en hún er borin fram. GRILLAÐAR ÞURRKRYDDAÐAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ GRILLUÐUM BÖNUNUM HANDA4 Kryddblanda 3 msk karríduft 3 msk steytt cumin (ekki kúmen) 2 msk allrahanda - malað 3 msk paprika 2 msk engiferduft 1 msk cayenne pipar 2 msk salt 2 msk svartur pipar, nýmalaður 6-8 beinlausar kjúklingabringur (það má nota aðra hluta, s.s. læri, en ath. þá að lengja grill- tímann) 4 þéttir bananar, klofnir að endilöngu 2 msk olía 1 msk mjúkt smjör 2 msk molasses eða sýróp lime til skreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.