Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 50

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 50
Óskrifandi eru þeir sem ekki eru að skrifa og vilji menn vera illgjarnir geta þeir lagt í þetta fleiri merkingar . . . - í raun og veru voru þetta venjulegar kosningar um formann, sagði Einar. Pað var eðlilegt vegna þess að ég ætlaði að hætta. Pað kom upp sú hugmynd að Sigurður Pálsson tæki þetta að sér. Hann var tregur til þess en lét til leiðast vegna þess að honum þykir vænt um Rithöfundasambandið. Einhverra hluta vegna voru margir í félaginu sem vildu finna annan kost. Ur því varð hnífjöfn kosningabarátta þar sem annar frambjóðandinn sigraði naumlega. Það var óspart notað í áróðri gegn framboði Sigurðar að það sýndi klíkuveldið í Rithöfundasambandinu. Fáeinir ein- staklingar rækju þetta samband eins og það væri einkafyrir- tæki en sannleikurinn er auðvitað sá að þetta er rekið eins og hvert annað stéttarfélag sem á að standa vörð um hagsmuni þeirra sem skrifa. Pað gagnast mönnum mismikið vegna þess hve misstór þáttur ritstörfin eru í lífi rithöfunda. Eg get alls ekki litið þannig á að félagar í Rithöfundasam- bandi íslands hafi verið að láta í ljósi andstöðu við stjórnina. Hún hafði lýst yfir stuðningi við fjóra kandídata til stjórnar- starfa. Prír þeirra voru kjörnir nokkurn veginn nrótatkvæða- laust en sá fjórði tapaði með litlum mun. Margir hafa viljað túlka þetta framboð þannig að af einhverjum ástæðum hafi þurft að klekkja á okkur Steinunni Sigurðardóttur, fyrrver- andi varaformanni, en það get ég ekki tekið alvarlega. Hafi það verið ætlunin hefði kannski verið rétt að grípa tækifærið þegar við vorum í framboði eða stjórn í stað þess að bíða þangað til við vorum hætt. Engu að síður var að sumu leyti merkilegur bragur á þessari kosningabaráttu. Hún snerist upp í slag á milli tveggja fylkinga en það var mjög erfitt að átta sig á því hvað skildi þær að. Ef við tökum það til samanburðar þegar herstöðvarandstæðingar og herstöðvarsinnar voru að berjast hérna í eina tíð þá var mjög augljóst og klárt hvar þá greindi á. Eina ágreiningsmál þessara tveggja fylkinga var að önnur hélt að Þráinn Bertels- son yrði góður formaður en hin að Sigurður Pálsson yrði góð- ur formaður. Hvort tveggja er sjálfsagt alveg rétt. Einu línurnar sem mér tókst að sjá að skiptu einhverju máli í þessu voru þær að þeir sem hafa ritstörf að aðalstarfi eða meginhugsjón og markmiði í lífinu voru allir á bakvið annan kandídatinn, Sigurð Pálsson. Þar má þó undanskilja einn at- vinnurithöfund sem studdi Práin. Það var Olafur Haukur Sím- onarson. Petta er samt ekki alveg einhlít skipting að því leyti að Sig- urð studdu einnig margir sem ekki fást eingöngu við ritstörf en það má segja að atvinnurithöfundarnir hafi verið þeim megin. Það er einnig skýringin á því að marga af þeim sem voru á stuðningslista Sigurðar Pálssonar var einnig að finna á skránni yfir þá sem fengu starfslaun úr Launasjóði. Pað þurfa ekki aðrir starfslaun til að skrifa en þeir sem eru að sinna því. Það er tekið fram í lögum um Launasjóðinn að þeir sem þiggi laun úr honum megi ekki hafa önnur föst störf. Það útilokar auð- vitað marga sem ekki hafa hugsað sér að segja upp störfum sínum. í hinum hópnum bar mest á rithöfundum sem hafa eitthvað allt annað að aðalstarfi. Hafa helgað krafta sína öðrum verk- efnum og hjá þeim hafa ritstörfin verið aukageta. Meðal þeirra sem þar beittu sér mjög mikið voru til dæmis Arni Árnason sem ég hygg að sé skrifstofumaður hjá Námsgagna- stofnun. Hann hafði sig töluvert í frammi í þessum slag. Eg hef reyndar aldrei séð hann og hafði það ekki alveg á hreinu að hann væri í félaginu en eitthvað höfum við skipt við hann í kringum samninga við Námsgagnastofnun. Jónas Jónasson út- varpsmaður var einnig mjög harður stuðningsmaður Práins. Allir vita náttúrlega að útvarpsmennskan er hans ævistarf og lifibrauð. En þessir samtalsþættir hans, - Kvöldgestir, hafa verið vélritaðir upp og gefnir út á bók og þar með hefur hann hagsmuna að gæta í Rithöfundasambandinu. Hjörtur Pálsson útvarpsmaður hafði sig einnig töluvert í frammi í þessu. Af öðrum sem ég veit að hringdu í fólk og ráku áróður má nefna Frans Adólf Gíslason, Ulf Hjörvar, Ingólf frá Prestsbakka og Jón frá Pálmholti. Fólkið sem studdi Þráin Bertelsson er allt saman ágætisfólk en sumt af því telur að þar sem meirihluti félaga í Rithöf- undasambandi Islands hafi ritstörf fyrir hobbí þá eigi Rithöf- undasambandið að vera eins konar tómstundaklúbbur. Mark- miðið með Rithöfundasambandi Islands er hins vegar beinlín- is að styðja við bakið á því fólki sem hefur ritstörf að aðalstarfi. Það þarf mjög á félaginu að halda. Hvað ætli fólki fyndist til dæmis um það ef allir námsmenn og aðrir sem grípa í verkamannavinnu nokkrar vikur á sumrin gengju í Dagsbrún og krefðust þess að félagið yrði sniðið að þeirra þörfum? Þá hugsa ég að mörgum þætti stungin tólg. Einu sinni kom til dæmis maður inn í Rithöfundasambandið og sagði sig síðan úr því ári seinna, Olafur M. Jóhannesson, kennari og dálkahöfundur á Morgunblaðinu. Hann skrifaði grein í fréttabréf sambandsins eftir árið og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað þetta væri umsvifamikið. Hann sagði að sannleikurinn væri sá að meirihluti félags- manna væri í öðrum stéttarfélögum, ynni að öðru og vantaði fyrst og fremst einhvers konar klúbb þar sem menn hittust og borguðu þúsundkall á ári fyrir sameiginleg áhugamál. Þó að hann sé fyrir löngu búinn að segja sig úr sambandinu tók hann samt virkan þátt í þessari kosningabaráttu því að síð- asta hálfa mánuðinn fyrir aðalfundinn var hann í þessum dálk- um sínum með stanslaust hnútukast í garð forystu Rithöf- undasambandsins. Ég vil líka gjarnan koma því að hér að það sem gerðist í sambandi við þessar kosningar er að sumu leyti mjög gleðilegt og ánægjulegt fyrir fráfarandi formann, mann sem hefur verið í stjórn í átta ár. Áhuginn á félaginu sem fram kom á aðal- fundi var stórbrotinn. Þetta var orðinn mikilvægur félagsskap- ur og mikilvægar kosningar. Hátt á þriðja hundrað manns kusu og ekki nóg með það heldur var alls staðar verið að ræða þessi mál. Daginn eftir kosningarnar var þetta fyrsta eða önn- ur frétt í öllum fjölmiðlum og það er hægt að líta hróðugur til baka eftir átta ára starf þegar þessi samtök eru allt í einu orð- in svona mikilvæg. Ég vona að það koðni ekki niður aftur. Þegar ég flutti heim frá Danmörku eftir að hafa búið þar í nokkur ár var ég að ljúka minni þriðju bók. Þá fór ég að sýna þessu Rithöfundasambandi mikinn áhuga. Ég leit svo á að ef ég ætti að reyna að framfleyta mér og mínum á því að skrifa væri nauðsynlegt að hafa gott stéttarfélag. Á þeim tíma var það hins vegar viðkvæðið bæði innan og utan félagsins að störf í svona félagi væru ekkert fyrir þá sem væru að skrifa. 50 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.