Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 16
Nóri er sögupersóna í metsölubókinni Á slóö kolkrabbans eftir Örnólf
Árnason, sem út kom fyrir síöustu jól. Nóri var helsti heimildarmaður
höfundar um baksvið viöskiptalífsins. Samkvæmt bókinni er Nóri gamall
skólabróðir höfundar, einhleypur lögfræðingur sem býr með móður sinni og
aðstoðar hana við rekstur nærfataverslunar við Laugaveginn.
Þeir Örnólfur og Nóri halda áfram að hittast og skeggræða um margvísleg
málefni líðandi stundar. í þetta sinn eru það spurningar um einkavæðingu
Ijósvakamiðla og hverjir séu hæfir eða óhæfir til að stýra slíkum miðlum sem
eru að veltast fyrir þeim félögum. Þeim verður tíðræddast um einkasjónvarpið
Veistu það, að eins og ég er áfram
um að einkavæða helst allan
rekstur á íslandi, nema kannski
Þjóðminjasafnið og Litla-Hraun,
segir Nóri, þá fer oft ískaldur
hrollur um mig þegar ég sé hvers konar kújón-
ar ná undirtökunum í fyrirtækjum sem hafa
áhrif á hvert heimili í landinu. Til dæmis fjöl-
miðla. Ég vildi ógjarnan sjá Davíð og þennan
Hrein Loftsson, sem nafnsins vegna hefði held-
ur átt heima í umhverfisráðuneytinu, selja Rík-
isútvarpið. Reynslan af Stöð 2 gerir mann skít-
hræddan um að einkarekstur ljósvakamiðla geti
leitt af sér stórslys með því að þar fái tögl og
hagldir alls konar nefapar og andlegar eyði-
merkur. Heldurðu að það væri þokkalegt að fá
inn í stofu hjá sér sjónvarp, sem einhver einka-
bankinn hefur selt þeim bröskurum sem hoss-
ast hæst hverju sinni í skyndiævintýrum við-
skiptalífsins? Og svo eru þetta vísast óupp-
dregnir lúsablesar sem varla hafa andlega burði
til að reka vídeóleigu í Skuggahverfinu.
Nóri fær sér sopa af mjólkurglasinu sínu:
Déskoti er þetta gott lambaket hjá þér. Og að
hafa kartöflurnar í ofnskúffunni svo að leki úr
lærinu yfir, það er himneskt snjallræði. Þá tap-
ast feitin ekki. Og steinseljan tekur mestu lykt-
ina af hvítlauknum. Ekki svo að skilja að mér
sé ekki sama um það því að ekki er ég í neinu
kvennastússi. Hvaðan sagðirðu að uppskriftin
væri ættuð?
Frá Suður-Frakklandi, Provence-héraði, segi
ég-
Mér leiðist í útlöndum, segir Nóri og bætir
svo við: En það er margt gott sem kemur það-
an. Betra að fá það hingað en að þurfa að ferð-
ast.
Nóri er í fagurskornum dökkbláum fötum
með brúnum teinum, í hvítri skyrtu og með ^
óvenjulega alvarlegt bindi um hálsinn, skárönd- S
ótt í mörgum en fremur hófstilltum litum, enda ^
er hann nýkominn úr sunnudagsmessunni í ^
Dómkirkjunni. §
------------------------------------------<
eftir Örnólf Árnason f
CÐ
2
Z
LU
Manstu eftir honum frænda mínum, hagfræð-
ingnum, sem hefur svo einlægan og ógnarsterk-
an áhuga á góðu siðferði í viðskiptalífinu? spyr
Nóri: Þeim sem vann allan sinn starfsaldur hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington?
16 HEIMSMYND