Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 68

Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 68
.uciano Leggio > «PPj '',er ilssíns.Þaðsemþon ein kenna persónona ''ar Q l J1 bragð, tvírætt bros, greinda legten iUsKuíegt augnarað 09 naulnalegar varir. Don Calo frá Villalba var guðfaðir sikileysku mafíunnar til dauðadags 1954. Hann skipulagði landgöngu bandaríska hersins á Sikiley árið 1943 og fékk borgarstjóraembætti að launum. iQRfi tiM987 Þar voru 464 mafiosar Frá fjöídaréttarhöldunum í Palermo a arunum 1986 til 1987. sóttir til saka. innar. Hann varð capo di tutti capi, foringi allra foringja, í mafíustríðinu mikla sem geisaði á Sikiley á árunum 1981 til 1983. Stærð Sikileyjar er um fjórðungur af flatarmáli Islands og þar búa um 5 milljónir manna. Saga hennar einkennist af stöð- ugum innrásum og þar hafa útlendingar löngum ríkt. Fönikíu- menn tóku eyna, síðan Grikkir, Rómverjar, Vandalar, Austur- Gotar, Býsansmenn, Arabar, Normannar, Þjóðverjar, Ara- góníumenn, Spánverjar og Búrbónar. Á dögum Rómverja var Sikiley kornforðabúr Rómaveldis og var þá skipt upp í geysi- stóra búgarða og bændunum haldið sem ánauðugum þrælum. Þetta gamla lénskerfi var ekki afnumið fyrr en um miðja 20. öld. Eyjarskeggjar hafa löngum litið á landeigendur sem út- lendinga og óvini og fóru snemma á öldum að mynda leynifé- lög og hálfgerða ræningjaflokka gegn erlendri yfirstjórn. Margir telja að mafían eigi rætur sínar þar. RÓMANTÍSKUR UPPRUNI Allt er þó á huldu um uppruna orðsins mafía og margar kenningar til um hann. Flestir sagnfræðingar munu sammála um að mafían sem skipulögð samtök hafi hafist er þjóðhetjan Giuseppi Garibaldi frelsaði Sikiley undan konungdæmi Búr- bóna og sameinaði hana Italíu. Sikileyingar tóku honum fagn- andi er Rauðstakkar hans gengu á land í Palermó árið 1860. Meðal þeirra fyrrnefdu voru um 2000 svokallaðir picciotti, djarfir ungir þjóðernissinnaðir bændur, hálfgerðir ræningjar og uppreisnarmenn, sem voru vanir að fela sig í fjallahellum sem kallaðir voru maha á arabísku. Þaðan er sennilega nafnið maf- ía komið. Talað var um picciotti, sem fylgdu Garibaldi að mál- um, sem squadri della mafia. Sikileyingar voru í hrifningarvímu við sameiningu Italíu og skynjuðu hana sem frelsun frá erlendu oki í 2000 ár. Þeir bjuggust við að hið gamla landeigendakerfi yrði brotið á bak aftur og þeir fengju að njóta lands síns á ný. En allar slíkar vonir urðu að engu. Hin nýja stjórn í Róm hreinlega gleymdi Sikiley. Eyjan varð afskipt og það var þá sem picciotti tóku til sinna ráða. Bráðlega urðu þeir að skipulagðri ræningjahreyf- ingu sem sveipuð var ævintýraljóma. Mafían gerðist banda- maður landeigenda og kirkju, en tók jafnframt að sér að full- nægja réttlætinu. Ef fátæklingar töldu brotið á sér höfðu þeir engan annan til að snúa sér til og mafían tók þá undir vernd- arvæng sinn á eigin forsendum. Hún var á frumstigi sínu álitin eins konar Hróa hattarhreyfing sem skáld mærðu í ljóðum sín- um. En í raun þróaðist hún í hreinræktaða glæpahreyfingu. Fyrsti stóri mafíuforinginn á Sikiley, capo di tutti capi, var Don Vito Cascio Ferro. Hann var fæddur í Palermó árið 1862 og eftir hann lá slóð morða, fjárkúgunar, mannrána og hvers konar ofbeldis. Don Vito neyddist til að flýja til Bandaríkj- anna árið 1901 og þar gerðist hann upphafsmaður og faðir bandarísku mafíunnar sem í fyrstu var kölluð Svarta höndin. Það var hann sem kom á skattheimtu- og verndarkerfi maf- íunnar sem alþekkt er enn þann dag í dag. Eftir það voru náin tengsl milli Sikileyinga austan hafs og vestan. MUSSOLINI OG INNRÁS BANDARÍKJAMANNA Yfirvöldum í Róm var ekki um mafíuna gefið og gerðu margar tilraunir til að uppræta hana. Mussolini taldi sér stafa ógn af henni og réðist gegn henni af hörku þar sem meintir mafíósar voru miskunnarlaust fangelsaðir eða teknir af lífi án dóms og laga. Taldi hann sig að lokum hafa upprætt hana með öllu. En þar fór hann villur vegar. Þegar Bandaríkjamenn hugðust gera innrás á Italíu árið 1943 varð Sikiley fyrir valinu. Ástæðan var sú að þeir notfærðu sér mafíuna sem var í fullkominni andstöðu við Mussolini og fasistastjórn hans þó að hún léti lítið á sér bera. Þegar innrásin hófst hafði mafían búið í haginn fyrir bandaríska herinn, und- irbúið landgönguna og skipulagt leiðir hans. Tengiliður Bandaríkjamanna var mafíósinn Lucky Luciano sem smyglað hafði verið frá Ameríku til Sikileyjar. Þáverandi guðfaðir á eynni, Don Calogero Vizzini frá bænum Villalba, stjórnaði að- gerðum á eynni og að launum var hann gerður að borgarstjóra í Villalba. Þegar hann var settur í embætti hrópuðu viðstaddir: „Lengi lifi mafían. Lengi lifi Don Calo!“ Sama gerðist með aðra mafíósa. Þeir voru settir í lykilembætti um alla Sikiley. Þá var ekki hægt að væna um nein tengsl við fasistastjórnina. Þeim tökum sem mafían náði í kjölfar innrásar Bandaríkja- manna hefur ekki linnt síðan. Þau hafa miklu frekar eflst að mun. SAMNINGURINN í GRAND HOTEL DES PALMES I Palermó er gamalt og virðulegt hótel sem nefnist Grand Hotel des Palmes. Á haustdögum 1957 var þar haldinn sam- eiginlegur toppfundur bandarískra og sikileyskra mafíubófa sem átti eftir að valda þáttaskilum. Þarna komu menn eins og sá goðsögulegi Lucky Luciano, Joe Bonanno (guðfaðir í Brooklyn), Carmine Galante, John Bonventre, bræðurnir Maggadino (sem stjórnuðu mafíunni í Buffalo), John Priziola (guðfaðir Detroit-mafíunnar) og margir fleiri frá Bandaríkjun- 68 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.