Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 6

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 6
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON sagnfræðingur er einn af fastapennum HEIMSMYNDAR, en hann hefur skrifað reglulega í blaðið til margra ára. Hann fjallar hér um hrun ættarveldis Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Guðjón hefur skrifað bækur og blaðagreinar um sagnfræðileg efni og er löngu þjóðkunnur fyrir þau skrif. Hann hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Saga Reykjavíkur. ÞÓRfl KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR er blaðamaður HEIMSMYNDAR. Hún skrifar hér meðal annars grein um Jón Pál Sigmarsson sem varð ungur þjóðhetja í heimi íþróttanna, en féll frá í janúar aðeins 32 ára að aldri. Þóra Kristín hefur unnið við blaðamennsku í nokkur ár og hún skrifaði viðtalsbók við Guðberg Bergsson rithöfund, Guðbergur Bergsson Metsölubók, sem kom út um síðustu jól. Hún er einnig pistlahöfundur á Rás tvö. AUÐUR HARALDS rithöfundur skrifar reglulega fyrir HEIMS- MYND. Hún er hér með grein um Karólínu af Brúnsvík sem var uppi 1728-1821. Auður er löngu landskunn fyrir bækur sínar og blaðaskrif en hún er nýflutt til Islands eftir að hafa verið búsett á Ítalíu undanfarin ár. Af bókum hennar má nefna Hvunndags- hetjuna, Læknamafíuna og Hlustið þér á Mozart. BONNI er ljósmyndari HEIMSMYND- AR. Hann starfaði um skeið hjá jap- anska ljósmyndaranum HIRO í New York en hann er talinn vera einn af þrjátíu bestu ljósmyndurum í heimi. Undir leiðsögn HIRO vann hann meðal annars að gerð tískuþátta fyrir tímaritið VOGUE og tók auglýsingamyndir af ISABELLU ROSSELINI og öðrum frægum fyrirsætum. ÓLAFUR HANNIBALSSON blaðamaður hefur skrifað um þjóðmál í áratugi en hann starfaði á HEIMSMYND um nokkurra ára skeið en er nú að skrifa bók fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Olafur fjallar hér um spillingu í stjóm- málum en hann er löngu þekktur fyrir hnitmiðaðar skoðanir sínar á pólitík og hefur hrærst í slíku umhverfi frá blautu bamsbeini, sonur Hannibals Valdimars- sonar og bróðir Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Frá ritstjóra Stöðnun, kreppa og vonleysi setja svip sinn á stjórnmál sam- tímans, hvort sem litið er til Evrópu, Bandaríkjanna eða annarra heimshluta. Um 70 af hundraði íbúa Bandaríkjanna segjast óánægðir með frammi- stöðu stjórnvalda almennt. I ný- afstöðnum þingkosningum í Frakklandi var kosningaþátttaka dræm og úrslitin ekki aðeins gífurlegt áfall fyrir flokk sósíal- ista heldur einnig vísbending um þá breytingu sem er að verða á almennu viðhorfi til stjórnmála og stjómmálaflokka. Flokkamir eru að sjálfsögðu margir og mismunandi. Franski sósíal- istaflokkurinn er tiltölulega nýr af nálinni, stofnaður 1971, á meðan hliðstæðir flokkar annars staðar eiga sér lengri sögu en flestir eiga það sammerkt að standa nokkuð föstum fótum í kerfinu. Þó er framtíð franska sósíalistaflokksins mjög óviss eftir síðustu kosningar og leiðtogi hans, Michel Rocard, talar um nauðsyn þess að breyta flokknum og gera úr honum breiðfylkingu fleiri hagsmunahópa svo sem græningja, kommúnista og miðjumanna. Rocard er þó fyrst og fremst að hugsa um að ná kjöri í forsetaembætti 1995. Hvort sem það er þröng hugmyndafræði sósíalistanna sem útskýrir ósigur þeirra, valdahroki, spilling eða léleg frammistaða þá er vandamál þeirra ekkert einsdæmi því sá flokkur fyrirfinnst vart nú á dögum sem sópar að sér fylgi á hugmyndafræðilegum grunni. Fylgi stjórnmálaflokka er oftar óánægjufylgi en að almenningur fylki liði í stuðningi við trúverðuga stefnu. Otti við atvinnuleysi og versnandi efnahags- ástand setur svip sinn á afstöðu fólks í kjarabaráttu og stjórnmálum um þessar mundir en á sama tíma er einnig ljóst að hinn gamli hugmyndafræðilegi ágreiningur um markaðsþjóðfélagið er ekki lengur til staðar. Allt tal um þjóðnýtingu heyrir sögunni til þótt mikill ágreiningur ríki um leiðirnar í átt að frjálsu markaðs- þjóðfélagi. Að vísu er það staðreynd víðast hvar á Vesturlöndum að ein kynslóð horfir nú fram á það í fyrsta sinn að vera verr á vegi stödd en forveri hennar. Þessi sama kynslóð hefur fyrir vikið ekki mikla trú á hefðbundnum stjómmálamönnum og skoðunum þeirra eða stjórnmálaflokkum og aðferðum þeirrra. Það er nákvæmlega það sama upp á teningnum á Islandi og í Frakklandi, hagsmuna- potið er meira áberandi en hugsjónimar. Sókn pólitíkusa í vegtyll- ur ræður ferðinni en ekki baráttan fyrir einhverjum hugsjónum. Ráðamenn nenna ekki einu sinni að þykjast lengur. Og þótt víðast blasi við miklir erfiðleikar þá eru aðrar breytingar að eiga sér stað sem margir átta sig ekki ennþá á. Haldreipi þessara manna eða stefna flokka þeirra, til vinstri og hægri, hefur enga þýðingu lengur. Lausnimar liggja ekki lengur í gömlum klisjum. A meðan miklar efnahagslegar og félagslegar breytingar hafa orðið í vestrænum þjóðfélögum sitja stjórnmálaflokkar eftir eins og steingervingar. Almenningur stendur frammi fyrir einhverju kerfi sem hefur það helst að markmiði að viðhalda sjálfu sér. Varðhund- ar þess skáka í skjóli einstaklingsfrelsis eða félagshyggju. Rétt eins og illgresið reyna þeir að kæfa allan heilbrigðan vöxt í kringum sig í krafti þessara gömlu klisja. Þessi pólitíska kreppa setur ekki síður svip sinn á samfélagið en sú efnahagslega. ■ HEIMS 6 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.