Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 8

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 8
Italski sósíalistaleiðtoginn Benító Craxi hefur á síðustu mánuðum orðið holdgerfingur spiilingarinnar í augum almenn- ings. Myndir eins og þessar af ítölskum stjórnmálamönnum settu svip sinn á kjötkveðjuhátíðina íföstu- inngangi Karnivalsins. Bófahasar eða pólitík Sjálfsagt hefur varla nokkur maður á Vesturlöndum svo mikið sem deplað auga á undanförnum árum, þegar frétt- ir hafa borist af auðlegð nokkurra þjóðhöfðingja í þriðja heiminum, sem þeim hefur tekist að leggja fyrir til þeirra bitru og erfíðu tíma, sem slíkra manna bíða, þegar þegnar þeirra hafa einfaldlega fengið aðeins meira en nóg, og þeir hafa átt fótum, þyrlum og þotum fjör að launa. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON Einræðisherra Haitis, sem kallaður var Baby-Doc- Duvalier, og tók við af pabba sínum sem einræðis- herra fátækasta negralýð- veldis í heimi, er talinn hafa sloppið þannig til Frakk- lands með 120 milljóna doll- ara innistæður í frönskum bönkum. Ennþá er verið að eltast við fjölskyldu Ferdinands heitins Marcosar á Filippseyjum út yfir gröf hans og dauða vegna 350 milljóna dollara fjársjóðs, sem honum hafði tekist að koma í örugga vörslu svissneskra banka, úr klóm örfátækra þegna sinna, sem kröfðust þess að fá að eyða sjálfir þessum peningum í einhverja vitleysu. Móbútu einræðisherra Zaire liggur víst enn, þegar þetta er skrifað, við akkeri á snekkju sinni á Kongófljóti, tilbúinn að sigla til Evrópu á vit tveggja milljarða dollara, sem hann á á einkareikningum í evrópskum bönkum, um leið og fullvíst verður að herinn hefur snúið við honum baki og svarið næsta ræningja- foringjaefni hollustu sína. - Þetta er nú þriðji heimurinn, segja menn og yppta öxlum. Okkur hefur greini- lega mistekist að siðmennta þessar þjóðir á þeim árum og áratugum, sem þær lutu stjóm okkar Evrópumanna. - Kannski komast þessar fréttir öllu nær okkur, þegar þær eru úr Öðrum heiminum, heimsveldi bolsévikka. Því að hvort sem okkur líkar betur eða verr, var þetta heims- veldi stofnað á grundvelli vestrænna hug- sjóna hinnar frönsku borgarabyltingar um frelsi, jafnrétti og bræðralag og óbilandi trú á forræði heilbrigðrar skynsemi, sem ekki þyrfti á frumstæðum táknum eins og peningum að halda til að dreifa framleiðslu réttlátlega til borgara samfélagsins. Og þótt sumir menn væru jafnari en aðrir í þessu kerfi naut það ævinlega nokkurrar virð- ingar sem tilraun til að láta vestrænar hugsjónir ganga upp í veruleikanum og það var aldrei litið á leiðtoga þessara ríkja sem ótínda bófa, þó svo að þeir gæfu verstu fasistaforingjum og einræðisskúrkum ekkert eftir á sínum ferli, nema síður væri. Þess vegna gáfust þýsk yfirvöld líka upp á réttarhöldum yfir Erich Honecker fyrir morð á flóttamönnum, sem freistuðu þess að klofa múrinn, enda öll ódæðisverkin framin áður en þessi sömu yfirvöld höfðu tekið á móti honum opinberlega og með hátíðlegum hætti í þáverandi Vestur- Þýskalandi. Hinu er ekki að neita að hann fær á sig yfirbragð hins ótínda bófa, um leið og vitn- ast að hann hafi fengið senda til sín til Chile ferðatösku með 1,4 milljónum punda til að gera sér og fjölskyldu sinni dvölina bærilegri í landi Pinochets (sem raunar er lifandi enn, og gætu þeir félagar eflaust gert sér ellina bærilegri með því að bera saman bækumar um það hvort skemmti- legra sé að drepa fólk í nafni hægri eða vinstri, frelsis eða jámharðs aga?). Þessir peningar hans Honeckers eru reyndar taldir aðeins hluti af 116 milljónum punda, sem vestur-þýsk rannsóknarlögregla hefur rakið til bankareikninga í Lichtenstein. í sömu bönkum átti breski fjölmiðlajöfurinn Maxwell enn stærri upphæðir. En Maxwell var kapítalisti og menn reikna alveg með því að slíkir menn sveigi reglurnar sér í hag, þó svo að flestum muni finnast farið aðeins yfir strikið, þegar mikils virtir forstjórar alþjóðlegra fyrirtækja stela eftir- launasjóðum starfsfólks síns og stinga af til annars heims án þess að af þeim finnist svo mikið sem tangur né tetur. 8 En það em ekki einungis fyrrum frammá- menn í fyrrverandi ríkjum kommúnista, sem makað hafa krókinn í kjölfar upplausn- ar ríkjanna. Einungis skipulagðir glæpa- hópar virðast hafa reynst geta leyst af hólmi þaulskipulagða kommúnistaflokka sem burðarásar þeirra leifa af hagkerfum, sem burðast við að halda uppi framleiðslu og dreifingu varnings og þjónustu til hrjáðra þegna, sem eru að reyna að fóta sig á þymum stráðum vegum markaðar og at- hafnafrelsis. Mörkin milli hinna þaulskipu- lögðu glæpahópa og hins opinbera stjóm- kerfis eru sumstaðar svo óljós að erfitt er úr fjarska að átta sig á mismuninum. - En við hverju var svo sem að búast af hálfrar aldar til þriggja aldarfjórðunga stjóm bolsévikka? Innsti kjami þess stjóm- kerfis var valdbeiting og er þá nokkuð nema eðlilegt að margvísleg öfl reyni að fylla upp það tómarúm sem myndast við hvarf hennar? HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.