Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 10

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 10
- En svo fara dæmin að færast nær okkur. í Bandaríkjunum færðust reiknings- skilin nær á kjörtímabili Bush forseta. Helstu undrabörn fjármálamarkaðanna á níunda áratugnum, eins og Boesky og Millken, hurfu bak við lás og slá. Spari- sjóðakerfið hrundi og fjöldi frammámanna á þeim bæjum liggja undir ákærum fyrir svik og ólögmæt viðskipti, þar á meðal Neill, sonur Bush fyrrum forseta. Þeir sem liggja undir ákærum í máli BCCI-bankans, sem teygði glæpsamlega anga sína um fyrir mútum, en þó blöskraði flestum um- fang þessarar starfsemi og upphæðir mútu- greiðslnanna, eftir því sem herferðin Hreinar hendur breiddist út frá Mflanó til allra hinna ríku iðnaðarborga Norður-Ítalíu og suður á bóginn til hinna fátæku héraða Suður-Ítalíu, þar sem mafían á í harðri samkeppni (og stundum samvinnu) við stjómmálaflokkana. Meginatriðin í þessari starfsemi eru víðast áþekk. Verk, stór og smá, eru boðin út á vegum ríkisstjómar- innar, tröllaukinna rfldsfyrirtækja, héraðs- En sósíalistar eru engan veginn einir um hituna þegar spillingu ber á góma í opinberu lífi. allan heim, hafa um áratugi verið meðal virtustu fésýslu- og stjórnmálamanna í Washington. I Japan hefur hvert mútu-, fjármála- og glæpahneykslið rekið annað á undanföm- um árum. Mörkin milli stjómmála, opin- berrar stjómsýslu, verðbréfa- og fasteigna- markaða og virtrar kaupsýslu annars vegar og hins vegar skipulagðrar glæpastarfsemi af margvíslegu tagi verða æ óljósari. Helsti valdamiðlari landsins á undanfömum ára- tugum gistir nú tukthúsið, eftir að upp komst um milljarða jena sjóði í hirslum hans, sem aldrei höfðu verið gefnir upp til skatts, enda óhægt um vik að finna mútu- greiðslum af þeirri stærðargráðu sann- ferðugan stað í skattaframtali sínu. En svo var það að flóðgáttir opnuðust á Italíu. Ný kynslóð dómara tók upp á því að rífa sig lausa undan skikkjulöfum póli- tískra yfirboðara sinna og framfylgja laganna bókstaf, óháð því hver í hlut átti. í rúmt ár hefur herferðin Mani Pulite (Hreinar hendur) verið í gangi með þeim árangri, að sagt er að þeir sem vanir voru að sjást og umgangast á frumsýningar- kvöldum á La Scala eyði nú tímanum saman í besta bróðemi í San Vittor-fang- elsinu í Mflanó. Auðvitað höfðu allir lengi vitað að ítalska stjómkerfið gekk að einhverju leyti stjórna, borgarstjórna og annars staðar í stjórnkerfinu. Sá sem verkið fær borgar fyrir til viðkomandi stjómmálaflokks, sem ræður hver verkið hlýtur. Þar sem þessi viðskipti em ólögleg og pappírslaus opnast möguleikar fyrir innheimtumennina að láta hluta af þessu renna í eigin vasa, auk þess sem kerfið veitir óprúttnum stjórnmála- mönnum á öllum stjómstigum tækifæri til að selja völd sín og áhrif hæstbjóðanda á eigin spýtur. í fyrstu beindist rannsóknin helst að sósíalistum en áður en margir mánuðir voru liðnir, hafði hver einasti stjórnmálaflokkur, sem nokkra aðstöðu hafði, eða hafði haft, í stjórnkerfi Ítalíu, verið flæktur í málið. Meira að segja kommúnistar sluppu ekki, enda víða áhrifa- ríkir í helstu borgum og héraðastjórnum landsins. I einstaka tilfellum gátu mútur farið upp í 200 milljónir króna. Áætlað hefur verið að mútumar hafi getað aukið útgjöld ríkisins um þrjá til fjóra milljarða dollara á árinu 1991 einu saman og þannig numið um 15 prósentum af 100 milljarða dollara fjárlagahalla ríkisins það ár. „Til eru bakgreiðslur til hæfis hvers manns smekk: Vissar prósentur eða flatar ein- greiðslur, út í hönd eða með afborgunum, bundnar gengi bandaríkjadollars, punds eða marks,“ sagði dómari í málinu um hin „Gullnu fangelsi“, sem svo voru kölluð, HEIMS 10 MYND vegna þess að byggingarkostnaðurinn var slflcur, að rimlamir hefðu allir getað verið úr gulli. Hlutverk stjómmálamannanna var líka að sjá verktakaiðnaðinum fyrir verkefnum. Glæsilegar hraðbrautir hafa verið lagðar, sem enda skyndilega út í mýri, eins og kett- irnir í ævintýrunum forðum. Hafnir hafa verið byggðar, sem engin skip hafa nokkru sinni sést í. Glæsilegir íþróttaleikvangar, leikhús, söfn, sjúkrahús og aðrar opinberar byggingar standa víða hálfkaraðar, eins og verktakamir skildu við þær þegar opinber- ar fjárveitingar þraut, vegna þess að aðrir stjómmálamenn höfðu náð yfirhöndinni og höfðu önnur verk í huga. Nú þegar hafa dómstólar farið fram á að 127 þingmenn af sex hundruð verði sviptir þinghelgi. For- stjórar stærstu og virðulegustu fyrirtækja landsins eru margir hverjir þegar innan múranna í fangelsunum dým: Fiat, Mont- Edison, Ferruzzi, Ríkisjárnbrautirnar; og bíða þar vina sinna úr röðum hinna póli- tísku flokka. Svo víðtæk er spillingin, að Ochetti formaður Kommúnistaflokksins fyrrverandi hefur beðið mönnum vægðar, ef þeir einungis hafa stolið fyrir fjárhirslur flokks síns, en verða ekki uppvísir að því að hafa auðgað sjálfa sig í leiðinni, eða framið verknaði sína einungis í sjálfs- auðgunarskyni. Hann óttast að ella missi allur almenningur trú á þjóðskipulagið! - En þetta er nú bara Ítalía og ítalir eru nú eins og þeir eru. Fínt að eyða fríinu þar, en þeir em rotnir inn að hjartarótum. Það er einmitt hluti af þeirra óskammfeilna sjarma. Sem er sér á parti og ekki öðmm til eftirbreytni. - En það er ekki allt búið enn. Frammá- maður stjórnarandstöðunnar kvartaði yfir því í síðasta mánuði, að land hans mætti nú státa af þeim vafasama heiðri að eiga fleiri ráðherra, sem lægju undir opinberum ákærum dómstóla en nokkurt annað land í Evrópu. En þessi stjórnarandstöðuþing- maður var ekki ítalskur. Hann var Frakki. Þetta var sex vikum fyrir almennar kos- ningar til þingsins og pólitísk spilling var það umræðuefni sem var á allra vörum. í grein í Le Monde viðurkenndi Francois Mitterrand að meint spilling væri það efni sem bæri helst á milli hjá Sósíalista- flokknum og kjósendum hans. En Sósíalistaflokkurinn er flokkur heiðarlegs fólks, að mati forsætisráðherr- ans. Vafalaust gildir það um þorra flokks- manna. En undantekningamar sem sanna regluna, stinga í augu. Forseti þingsins, Henri Emmanuelli, liggur undir ákærum fyrir að hafa aflað fjár í ólöglega kosn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.