Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 24

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 24
Þar sem Maya-þjóðin tignaði áður sólina og tunglið flatmaga nú bleiknefja sóldýrkendur eða snúa tánum upp í loft á himinbláu ströndinni sem núna býður upp á allt það besta sem góður sumarleyfisstaður hefur upp á að bjóða. I sól og sælu í Cancun Nú geta íslendingar farið með beinu leiguflugi á indjána- slóðir í fylgd með ferðaskrifstofunni Heimsferðum sem Andri Már Ingólfsson rekur. Sumarleyfisstaðurinn Cancun er á Yucatan-skaganum í Mexíkó og liggur á um tuttugu kílómetra löngu sandrifi við Karíbahafið. Fyrir aðeins um tuttugu ámm var engin baðstrandar- paradís að nafni Cancun, aðeins eyðileg snjóhvít strandlengja þekkt sem la costa turquesa eða himinbláa ströndin vegna hins tæra bláma frá Karíbahafinu. Þá voru einu gestimir fiskimenn og sæbarðir pelikanar. Það var tölva sem valdi Cancun sem heppilegan stað til að byggja upp fyrsta flokks ferðaaðstöðu. Fyrstu hótelin opnuðu þar 1975 og síðan hefur lítið lát orðið á uppbyggingu staðarins og núna heim- sækja tæplega tvær milljónir ferðamanna staðinn árlega. íslendingar munu innan skamms fylla þann fríða flokk ferðamanna þvr að Heimsferðir hafa bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á beint leiguflug þangað. Að öðmm sumardvalarstöðum ólöstuðum er þetta ákjósanlegasta sumarfríið sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á í sumar. Þar kemur til viðráðanlegt verð, gisti- og tómstundaaðstaða í sérflokki og skoðunarferðir um ná- grennið sem veita innsýn í menningu hinnar fomu indjána- þjóðar Maya. Orðið Cancun merkir í tungu Maya-þjóðar- innar gullpottur og nafnið er ekki fjarri lagi, staðurinn er gullpottur fyrir þá ferðamenn sem vilja velheppnað sumarfrí og einnig fyrir innfædda en túristagullið er þeim ekki síður mikilvægt. Fyrstu hvítingjarnir sem drápu niður fæti á Yucatan- skaganum var spænskur hópur skipreika sjóara árið 1511, það var dapur hópur. Sálarástand þeirra átti þó eftir að daprast til muna því þá rak beint í flasið á indjánunum sem brytjuðu þá niður, alla utan tvo, og fómuðu guðunum. Þar sem Maya-þjóðin tignaði áður sólina og tunglið flat- maga nú bleiknefja sóldýrkendur eða snúa tánum upp í loft á himinbláu ströndinni sem núna býður upp á allt það besta sem góður sumarleyfisstaður hefur upp á að bjóða. Fyrir utan fyrsta flokks hótel og aðstöðu eru menningar- verðmæti í nágrenninu nær ótæmandi en þar ríkti hámenning hundruðum ára áður en Spánverjar fundu Mexíkó. Maya-þjóðin hafði tímatal sem var nákvæmara en okkar, bjó yfir þróuðu stærð- fræðikerfí, byggði miklar borgir og lagði vegi en þessi mikla menn- ing hnignaði og enn þann dag í dag eru menn litlu nær um ástæður þess. En þó að veldi Maya-þjóðarinnar hafi fallið standa minnis- varðarnir og ekki langt undan Cancun má finna menningar- verðmæti svo sem Snákapýramídann í Chicken Itza og Stjömu- skoðunarmiðstöðina sem bera vitni um ótrúleg menningar- verðmæti og þekkingu sem Maya-þjóðin bjó yfir langt á undan Evrópubúum. Chicken Itza er stærsta og þekktasta svæðið á Yucatan-skaganum og liggur í 125 mílna fjarlægð frá Cancun en ferðin milli þessara staða gefur innsýn í líf Maya í dag og litlu fer- hymdu steinhúsin með moldargólfunum og stráþökunum minna gesti áþreifanlega á að þessi upprunalega menning Maya-þjóðar- innar lifir enn í gegnum afkomendur hennar. Rústimar í Chicken Itza ná yfir um tíu ferkílómetra svæði og á því svæði gefur að líta arfleifð þriggja ólíkra tímabila í sögu Maya-þjóðarinnar. Annar helgistaður Maya í nágrenni Cancun er Tulum en hann er einhver fegursti staður í Mexíkó. Þó að hann sé minni og verði seint líkt við Chicken Itza hvað byggingarlist og mikilleika varðar, er umhverfi Tulum engu að síður stórkostlegt í lítillæti sínu. Tulum sem snýr út að Karíbahafinu var nefnt „Dama“ til foma eða borg dögunarinnar og ljóðrænan í nafninu er skiljanleg í ljósi þess að sólarupprásin og sólarlagið er himneskt í þessu umhverfi og það er ferðarinnar virði að fylgjast með blíðum geislum sólarinnar þegar hún kveikir varlega upp í eldgömlum steininum og gæðir hann lífi. Paradísareyjan Isla Mujeres hefur einnig mikið aðdráttarafl og fyrir viðráðanlegt verð bjóða Heimsferðir upp á flug og gistingu á Kúbu fyrir gesti í Cancun. Það er þó aðeins fátt upp talið af skemmtilegum skoðunarferðum um nágrennið. En Cancun er ekki bara heppileg staðsetning fyrir þá sem vilja stökkva í allar áttir á vit fomrar menningar. Cancun er í raun það sem þú vilt að hún sé. Þar er allt til alls, og sé ætlunin að eyða peningum í sumarleyfi, fæst mest fyrir þá í gullpottinum við Karíbahafið. ■ 24 HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.