Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 39

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 39
MALCOLM OG MARTIN Tveir merkir leiðtogar hittast á Capitol Hill í Washington D.C. 1964. dr. Martin Luther King og Malcolm X. Báðir urðu fórnarlömb ofbeldis. svaraði honum. Hann skynjaði menntunar- skort sinn fljótt þegar hann settist við bréfa- skriftir. Sem glæpamaður á götunni hafði hann gert sér ljóst að hann byggi yfir þeim hæfileika að eiga gott með að tjá sig en hann vantaði orðaforðann, götumálið var honum of tamt. Hann varð sér úti um orðabók og hann las hana! Hann skrifaði niður hvert orð með klaufalegri hendi og reyndi að leggja þau öll á minnið. Hann vaknaði upp á morgnana með orðin hringlandi í höfðinu og svona hélt hann áfram dögum saman. Og hann las bækur. Þegar ljósin voru slökkt klukkan tíu á kvöldin, settist hann við klefa- dymar og hélt áfram að lesa í skímunni frá loftljósinu á ganginum. A klukkutíma fresti gekk vörðurinn framhjá klefanum og þá stökk hann upp í kojuna og þóttist vera sofandi. Af öllu því sem hann las, vestrænni og austrænni heimspeki, kom ekkert honum eins úr jafnvægi og hryllingur þrælahaldsins. „Bók eftir bók varð ég þess æ betur áskynja hvernig hvíti maðurinn hafði kúgað og arðrænt aðra kynþætti í aldanna rás.“ Og Malcolm fór að predika yfir svörtum sam- föngum sínum. Hægt og hljóðlega tók hann tíma í að uppfræða þá um það sem hann hafði lært. Hann kannaði viðbrögð þeirra og sigtaði út þá þýlyndu, svertingja af ætt Tómasar frænda, sem hann vissi að myndu klaga hann fyrir fangelsisyfirvöldum fyrir áróður. Fáa fyrirleit Malcolm meir en þá værukæru svertingja, sem undu glaðir við molana sem féllu af borði hvíta mannsins og áttu enga ósk heitari en að samsama sig hátt- um og samfélagi þeirra hvítu. Það var á þessum tímapunkti sem Malcolm ákvað að helga líf sitt í að segja hvíta manninum til syndanna og fyrir þann málstað sagðist hann tilbúinn að láta lífið. Hann varð stöðugt vissari í sinni sök urn illsku hvíta mannsins. Hann las Paradísarmissi Miltons og hvemig djöf- ullinn reyndi að nota páfann í Róm, Karla-Magnús og Ríkharð Ljónshjarta til að ná aftur stöðu sinni eftir að honum var sparkað úr Paradís. Honum fannst Milton með þessu móti vera að segja það sama og Muhammad, að djöfullinn væri tákngervingur vestrænnar menningar. alcolm lét sér vaxa skegg, hætti að reykja og borða svínakjöt enda genginn hinni nýju kennisetningu á vald. Því brá honum mjög þegar hann uppgötvaði að yngri bróðir hans, Reginald, sem upphaflega hafði kynnt honum kenningar Muhammads hafði verið rekinn úr reglunni. Malcolm skrifaði til Muhammads og bað hann að horfa framhjá synd- um bróður síns en lærimeistarinn svaraði honum og benti honum á að Reginald hefði ekki verið nógu agaður til að vera múslimi og efaðist Malcolm um það væri trú hans sjálfs ekki nógu sterk. Malcolm meðtók skýringar lærimeistarans. Síðar var Reginald komið fyrir á hæli þegar hann fór að sýna annarlega hegðun á götum Roxbury. En það var einnig löngu síðar að Malcolm varð fyrir einu stærsta áfalli lífs síns. Það var rúmum áratug eftir að hann losnaði úr fangelsi og var þá orðinn einn þekktasti talsmaður múhameðstrúarmanna í Bandaríkjunum að hann uppgötvaði að maðurinn sem hafði fengið hann til að hafna sínum eigin bróður á þeirri forsendu að hann væri ekki nógu agaður varð uppvís að tvöföldu og syndsamlegu lífemi sjálfur. Þá leið Malcolm mikla þjáningu vegna yngri bróður síns og jafnframt þá var hans eiginn dauðadómur kveðinn upp. Fram að þeim tíma, árin 1952 til 1963, helgaði Malcolm líf sitt því að breiða út boðskap Elijah Muhammad. Laus úr fangelsi fór hann að vinna í bílaverksmiðju í Detroit. Kvöldin notaði hann til að veiða nýja áhangendur Muhammads á götum fátækrahverfanna. Smátt og smátt óx vegur hans innan samtakanna en fyrsta moska múslima hafði verið sett á laggirnar í Bandaríkjunum 1931, í Detroit. Malcolm, sem nú hafði hlotið nafnið X, sem tákn fyrir hinn ókunna uppruna blökkumanna, var hvatamaðurinn að því að á einum áratug risu upp moskur múslima í fimmtíu ríkjum Banda- ríkjanna og sjálfur var hann klerkur í stærsta söfnuðinum, New York, Musteri sjö eins og sá söfnuður var kallaður. Siðareglur Elijah Muhammad voru strangar. Hver sá sem hlýddi þeim ekki í einu og öllu var rekinn eða einangraður um tíma, eftir þyngd brotsins. En það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar Malcolm sjálf- um hafði verið úthýst af Muhammad, og ekki fyrir brot á siðareglum, að hann komst að því að kenningar (framhald á bls. 81) 39 HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.