Heimsmynd - 01.04.1993, Page 44

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 44
Bill Kasmaier, GeoffCapes ogJón Páll, en myndin er tekin á Kastalamótinu í Skotlandi þegar kempurnar reyndu með sér í keppninni Sterkasti maður allra tíma. Jón Páll á heimili foreldra sinna Dóru Jónsdóttur og Sveins Guðmundssonar, ásamt systkinum sínum, Júlíönnu, Guðrúnu, Sveini, Hlín og Sœrúnu Dögg. erlendis. Þegar Jón Páll kom til landsins voru kraft- lyftingamenn gengnir úr ÍSÍ og búnir að stofna sín eigin samtök undir forystu Olafs Sigurgeirssonar. Er Jón Páll kom til landsins barst annað skeyti frá íþróttasamband- inu þess efnis að honum bæri að mæta í lyfjapróf. Nú hafði hinsvegar ÍSÍ ekki lögsögu lengur yfir Jóni Páli að dómi kraftlyftingamanna og málið leystist upp í deilur milli þessara tveggja aðila. ÍSÍ brá á það ráð að dæma Jón Pál í keppnisbann en það bann hafði engin áhrif þar sem kraft- lyftingamót voru haldin á vegum Sambands kraftlyftingamanna. Það sannaði hann sjálfur með því að taka þátt í íslandsmóti í kraft- lyftingum eftir þetta og sigra í sínum flokki og verða jafnframt stigahæstur keppenda. Keppnisbannið var síðan tekið fyrir í Bæjarþingi Reykjavíkur og fellt úr gildi. En þama lauk kraftlyft- ingaferli Jóns Páls engu að síður því að hann vildi snúa sér heill og óskiptur að aflraunamótum. Eftir á sámaði honum mest að ÍSÍ hafði aldrei samband við hann sjálfan í kringum þetta mál. Hann sá það fyrst í sjónvarpsfréttunum að hann hefði verið settur í keppnisbann. Þó að flest gengi í haginn fyrir Jóni Páli á keppnisvellinum blés ekki alltaf byrlega í einkalífinu. íþróttimar tóku mikinn tíma og það voru ómældir fjármunir sem þurfti til að standa straum af stöðugum keppnisferðum og því líferni sem fylgdi. Hann kynntist fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður, Ragnheiði Jónínu Sverris- dóttur, þegar hann var dyravörður á Hótel Borg og þeirra samvistir urðu alls fjögur ár auk tilrauna til að taka upp þráðinn þar sem slitn- aði og vináttu meðan Jón Páll lifði. ,J»að var ekki alltaf auðvelt að búa með manni eins og Jóni Páli þó að það væri oftar en ekki skemmtilegt. Það þurfti alveg sérstakan skilning á íþróttinni og öllu sem hún krafðist. Við konumar í lífi hans höfðum sjálfsagt ekki nægilegan þroska til að axla þessar kröf- ur. Það má segja að líf okkar hafi verið undirlagt af æfingum og sérstöku mataræði auk þess sem við áttum bam og vorum að reyna að festa kaup á íbúð og lífíð var, má segja, æfingar og vinna,“ sagði Ragnheiður Jónína. „Dagurinn byrjaði ósjaldan þannig að ég hljóp upp á Landspítala þar sem ég vann sem læknaritari og þar var ég til tveggja ára gamall. Þá var komin önnur kona í spilið. Gift kona sem átti eftir að koma töluvert við sögu í lífi Jóns Páls næstu árin. „Það var farið að hrikta í stoðum sambandsins áður en hún kom til og ég bar því engan kala til hennar,“ segir Ragnheiður Jónína. En árið 1987 fór hann í sambúð með Halldóru Sverrisdóttur og stóð hún um nokkum tíma. ann naut mikillar kvenhylli enda óvenju glæsi- legur maður,“ sagði Jóhann Möller. „Hann fékk bréf og bónorð frá konum hvaðanæva úr heim- inum, fátækum og ríkum, sem vildu hreinlega kaupa hann. Allt þetta er ótrúlegt en satt og varð þó aldrei til þess að hann ofmetnaðist. Hann sýndi mér stundum eitt og eitt bréf og við furðuðum okkur saman á mannlegu eðli. Þetta er eitthvað sem maður heldur ekki að fyrirfinnist á Islandi en samt komu líka svona bréf frá íslenskum konum. Þó að þessi ástarsambönd Jóns hafi hlotið misjafnan endi þá veit ég ekki hversu mikið það var honum að kenna. Þetta er starf sem krefst töluverðrar eigingimi ef vel á að vera. Það þarf til dæmis að setja skýrar reglur um mataræði og svefn. Hann átti í fáum lengri samböndum við konur og þau sam- bönd tók hann mjög alvarlega. Hann var enginn kvennabósi. Það er líka erfitt að vera frægasti Islendingurinn. Það eru örugglega fáar konur sem halda út að eiga unnusta sem er á stöðugum ferðalögum erlendis. Það eitt hefur örugglega haft sitt að segja.“ „Það er mikill egoismi fylgjandi þessu starfi,“ sagði Ragnheiður Jónína. „Jón Páll vildi hafa spegla allt í kringum sig, og hann var sífellt að sitja fyrir í myndatökum, hnyklandi vöðvana í þessari eða hinni stöðunni, og þá eitt um daginn. Þegar ég kom heim voru Jón Páll og Hjalti Úrsus að fá sér í svanginn í eldhúsinu ásamt Sigmari syni okkar. Eftir það fóru þeir á æfingu og þaðan beint á Hótel Borg í dyravörsluna. Við hittumst mestmegnis í dyrunum þennan tíma. Sigmar sonur okkar eyddi fyrstu árum sínum á líkamsræktarstöðvum og það lýsir kann- ski ástandinu best að fyrstu jólin hans Sigmars vorum við foreldr- amir mjög spenntir að sjá hann opna pakkana. Hann hnyklaði hins vegar bara vöðvana og lyfti svo pökkunum upp fyrir höfuð í réttstöðu. Hann drakk þetta allt í sig með móðurmjólkinni.“ Ragnheiður Jónína og Jón Páll skildu þegar Sigmar sonur þeirra var 44 HEIMS MYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.