Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 45

Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 45
gjaman með Sigmar sér við hlið. Þeir sem sáu myndaalbúm frá okkur spurðu gjaman hvort Jón Páll sæi alfarið um strákinn. Eg var hvergi sýnileg á þessum myndum sjálfsagt vegna þess að ég var ýmist að taka myndimar sjálf eða stilla upp fyrir myndatöku. Það var ósjaldan spurt svona eftir að við vorum skilin, og það kom fyrir að það fauk í mig enda var hann alltaf á ferðalögum og ég var mest ein með bamið,“ sagði Ragnheiður Jónína. „Hann var mikið þekktur á Englandi, í Skotlandi og á þessum helstu mótsstöðum. Það gerði það að verkum að hann var töluvert vinsæll meðal kvenna,“ sagði Hjalti Úrsus. „Við gerðum tilraun til að taka upp sambandið aftur upp úr móti sem var haldið í Laugardalshöll árið 1989,“ sagði Ragn- heiður Jónína. „Við vorum bæði viðstödd. Þetta mót er mér ógleymanlegt því að ég var þarna með litlu stelpuna mína og var um og ó þegar þeir vom að halda á henni þessir stóru kraftakallar. Eftir þetta varði samband okkar í hálft ár. En hann flutti nú reyndar inn til mín eftir það. Hann þurfti að selja íbúðina sína til að koma stöðinni á laggimar og við bjuggum saman eins og vinir meðan það varði. Ég er ekki frá því að það hafi verið okkar bestu tímar saman.“ Þegar Jón lést átti hann í ástarsambandi við finnska stúlku, Heli Okkomen að nafni, og það samband hafði varað í tæplega eitt ár með hléum. Þau voru að taka sambandið upp aftur þegar hann lést. „Þau kynntust inni á líkamsræktarstöð í Helsinki þegar Jón Páll var þar við æfingar," sagði móðir Jóns. „Heli segist núna hafa verið skotin í honum síðan hún var sautján ára. Einn daginn gekk hann bara til hennar og sagði: „Komdu sæl. Ég heiti Jón Páll Sigmarsson, mikið ertu falleg stúlka.“ Hún segist alveg hafa roðnað uppí hárs- rætur. Hann spurði hana líka hvort hann mætti hringja til hennar og hún svaraði því játandi. Hann hringdi og spurði hana þá strax hvort hún reykti. Hún neitaði því. Hann gat ekki hugsað sér að standa í sambandi við stúlku sem reykti. Hann var harður á móti reykingum og sífellt með einhverjar tölur á lofti um dauðsföll af völdum reykinga.“ Jón Páll bjó í foreldrahúsum síðustu mánuðina sem hann lifði. Hann var nýbúinn að festa kaup á íbúð og hafði sofið þar í þrjár nætur þegar hann lést. Eins og áður hefur komið fram hafði Jón Páll snúið sér alfarið að kraftamótum og var ómissandi á mótum erlendis. Ekki bara sem keppandi heldur sem tákn fyrir íþróttagreinina. Hann var einnig eftirsóttur í auglýsingar bæði heima og erlendis. Hann átti líkams- ræktarstöð ásamt góðum vini sínum, Jóhanni Möller tannlækni, en sonur Jóhanns og meðeigandi þeirra í stöðinni féll skyndilega frá af völdum hjartaáfalls. „Stöðin er sérstök að því leytinu til að þangað sækja að stórum hluta keppnismenn í kraftlyftingum þó svo að allir séu velkomnir,“ sagði Jóhann. „Það var okkur eins konar hugsjón að koma upp þessari aðstöðu." Afrakstur gífurlegrar vinnu var farinn að skila sér með fyrirheit- um um áhyggjulaust líf. Líkamsræktarstöðin hafði verið að borga sig upp undanfarin ár, en eigendumir höfðu ekki greitt sér nein laun. Allt hafði farið upp í kostnað. „Það vissu fáir hvað hann þénaði mikið undir það síðasta,“ sagði Hjalti Úrsus. „En hann var bæði þekktur og eftirsóttur þannig að það hefur eflaust verið mjög mikið. í Skotlandi og Englandi eru kraftakeppnir virt íþróttagrein og þar er ekkert til sparað til að gera veg þeirra sem mestan. Þetta var áður fyrr mjög vinsælt sjón- varpsefni í Bandaríkjunum. Þá voru þessi mót (Sterkasti maður heims) haldin í Kalifomíu og peningaverðlaunin í boði vom mjög góð. Þá gerðist það að Columbo, æfingafélagi Schwarzeneggers, fót- „Hann fékk bréf og bonorö frá konum hvaðanæva úr heiminum, fátækum og ríkum, sem vildu hreinlega kaupa hann. Allt þetta er ótrúlegt en satt og varð þó aldrei til þess að hann ofmetnaðist“. brotnaði á mótinu og fór í mál við fyrirtækið sem hélt keppnina. Amold mætti í vitnastúkuna og sagði hvað hann hefði í tekjur sem atvinnu- maður í vaxtarrækt. Columbo hafði tvær milljónir bandaríkjadala upp úr krafsinu. Þetta varð til þess að keppnin var flutt, fyrst til Nýja Sjálands þar sem Jón Páll reyndi fyrsta sinni við titilinn, og síðan til Evrópu þar sem tryggingamálin eru ekki jafn mikið happdrætti.“ Aðspurður um hvert leiðin hefði legið fyrir Jón Pál ef öðruvísi hefði viljað til, svaraði Hjalti: „Ég hugsa að hann hefði haldið áfram keppni í eitt til tvö ár í viðbót og eftir það snúið sér alfarið að öðru sem snýr að íþróttagreininni, skipuleggja mót og stjóma. Hann var líka mjög góður námsmaður og hafði jafnvel hugsað út í það að læra meira. Svo þráði hann að eyða meiri tíma með Sigmari syni sínum.“ „Það kom enn fjöldinn allur af bréfum erlendis frá og oftar en ekki voru það boð um að keppa á mótum,“ sagði Jóhann Möller. „Núna síðast var hann með boð bæði frá Finnlandi og Suður-Afríku. Hann var einnig beðinn að vera viðstaddur fyrstu aflraunakeppni þessarar tegundar í Kína og benda á aðra heppilega keppendur. Mitt mat er að hann hafi í raun staðið á hátindi síns ferils og þá á ég við erlendis. Jón Páll var einfaldlega þekktari og virtari keppnismaður erlendis en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Hann var á stöðugum ferðalögum í útlöndum allt árið um kring. Það voru ekki nema rúm- lega þrír mánuðir á ári sem hann var að jafnaði héma heima.“ „Hann var dulur á tilfinningar sínar en næmur og það kom ekki síst fram í öllum samskiptum hans við son sinn. Hann var auk þess kappsamur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur,“ segir Ragn- heiður Jónína. „Hann hafði ótrúlegan sjálfsaga og datt aldrei í það að sukka með kók og franskar kartöflur eins og ég. Þegar hann flutti burt bætti ég á mig einum tíu eða tólf kílóum. Allt í einu var allt leyfilegt í mataræði. I fyrsta skiptið sem hann svaf heima hjá mér sagðist hann vera svangur þegar hann vaknaði. Ég tíndi eitt- hvað til úr skápum af því sem til var og í ísskápnum átti ég egg. „Viltu egg?“ spurði ég Jón Pál. „Já,“ sagði hann. „Hvað mörg?“ spurði ég aftur. „Eins mörg og þú mátt missa,“ svaraði hann. Ég held að hann hafi á endanum etið ein sex egg og þama hefðu kannski aðvörunarljósin átt að fara að blikka hjá mér. Það er ekkert grín að halda uppi heimili með kraftamanni. En að öllu gamni slepptu þá hefur þetta ekki verið mjög hollur kostur. f ættinni hans er ættgengur sjúkdómur hjá karlmönnum sem lýsir sér þannig að þeir eiga mjög erfitt með að vinna úr kólesteróli. Það er varla til kólesterólríkari fæða en egg. Ég varð ekki vör við lyfjanotkun hjá honum. Það hefði líka verið í andstöðu við þann mann sem ég 45 HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.