Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 51

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 51
að bjóða aðsteðjandi erfiðleikum byrginn, hjálpað okkur að rísa á fætur á ný og byrja upp á nýtt. ísland var að stærstum hluta bænda- og sjómannaþjóðfélag. Sjómenn dvöldu lang- dvölum í burtu svo eiginkonur þeirra réðu lögum og lofum á heimilinu, í uppeldi bam- anna og fjármálum fjölskyldunnar. Þær þjóðfélagsbreytingar sem urðu hér á landi á tuttugustu öldinni, eftir heimsstyrjöldina síðari, ollu kaflaskilum á hlutverki fjöl- skyldunnar. Islenskst þjóðfélag breyttist frá því að vera hefðbundið bænda- og sjó- mannaþjóðfélag í þjóðfélag nútímans. Eftir hina svokölluðu „baby-boom“ á sjötta ára- tugnum og með tilkomu pillunnar um 1960 breyttist hlutverk fjölskyldunnar til muna. Konur gátu ákveðið sjálfar hvort, hvenær og hversu rnörg böm þær vildu eignast og upp frá því varð atvinnuþátttaka kvenna smám saman almenn. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust, bamsfæðingum fækkaði og kröfur um meiri þægindi fengu meðbyr. Þetta þýddi að verðmætamat fólks breyttist. Það sem áður hafði talist óhugsandi varð að lágmarkskröfu og eiginlega má segja að upp frá þessu hafi lífsgæðakapphlaupið, í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, hafist. Kapphlaupið um hin efnislegu gæði, sem við í dag teljum til nauðsynja en gætum að ósekju verið án. tefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Islands, segir það einkenna okkur Islend- inga að við erum nýrík. Við sækjum mjög í efnaleg gæði og stundum eiginlega taumlausa leit að nýjungum. Ástæðurnar má meðal annars rekja til þess að við bjuggum við mikla örbirgð og á mjög skömmum tíma upplifðum við umskipti til nútíma hátta. Þessi umskipti byrjuðu frekar seint hér á landi og því urðu þau örari. Þróunin varð mjög hröð og við þessar aðstæður upplifum við miklar breytingar. Við finnum muninn á milli ára og við sjáum mun á kjörum okkar og for- eldra okkar. Væntingar verða miklar og væntingarnar vaxa. Við sáum möguleik- ana steypast yfir okkur og höguðum okkur að mörgu leyti eins og böm í sælgætisversl- un. Allt var hægt, við þurftum ekki að beita okkur aðhaldi eða ráðdeildarsemi, við kunnum okkur ekki hóf og byrjuðum að eyða um efni fram og flestir þekkja afleiðingar þeirrar eyðslusemi. En fyrst og fremst hafa breytingamar hjá okkur verið örari en annars staðar. Allt í einu sannfærðust heilu fjölskyld- umar um að alger nauðsyn væri að eiga tvo bíla, jafnvel þrjá. Sólarlandaferðir og aðrar utanlandsferðir urðu að árlegum viðburði og enginn maður með mönnurn nema hafa að minnsta kosti nokkrum sinnum baðað sig á ströndum Mallorca og Costa del Sol á Spáni. Klæðaburður breyttist, verksmiðjufram- leiddur erlendur tískufatnaður ruddi heimasaumuðum og prjónuðum fötum úr vegi og var ekki lengur munaður heldur þarfavara og svona mætti lengi telja. íslandsdætur og Islandssynir komust í álnir. Nú skildi verða bragarbót á. Eftir áratuga baráttu við fátækt og harðæri áttum við skilið að gefa innibyrgðri löngun okkar lausan tauminn. Beislinu var sleppt, við ætluðum okkur að eignast flest allt sem hægt var að eignast, hvað sem það kostaði, enda ekki miklum vandkvæðum bundið, við sláum þá bara lán og „það reddast“. Ábyrgri forystu húsmæðranna var rutt úr vegi og ár eyðslu, þenslu, verðbólgu og það sem lengi hefur verið talið ár aukinnar hagsældar gengu í garð. Nýríkir Islendingar gengu menntaveginn á hagstæðum náms- lánurn, svo hagstæðum að varla þurfti að borga þau til baka, þeir sóttu sinfóníutón- leika og aðra nrenningarviðburði, óháð því hvort þeir höfðu áhuga eða vit á slíku og tömdu sér annan lífsstíl, lífsstíl sem var, eða átti að vera, eftirsóknarverður. Sveiflur í tísku og lifnaðarháttum al- mennt hafa yfirleitt ekki verið lengi að rata til íslands enda íslendingar oft talið sig vera frjálslynda heimsborgara. Hér býr móttæki- leg þjóð í harðbýlu landi, fámenn þjóð þar sem landamir verða daglega uppvísir að því að apa upp hver eftir öðrum, enda sá orðrómur oft loðað við Islendinga að skömmu eftir að nýjungin berst að landi séu allir orðnir eins. Sökum fámennisins berst orðrómur hratt manna á milli svo tiltölulega auðvelt er að innleiða nýja strauma og stefnur. Þar nægir að nefna bílferð í gegn- um ný hverfi, þar sem allir garðar eru eins, allar gardínur eru eins og gasgrillið prýðir hverjar einustu svalir. Neyslusýkin og efnishyggjan eru einfaldlega að fara með fólk. Fólk sem býr við öryggi fer út í ótímabærar aðgerðir og er jafnvel búið að láta teikna einbýlishúsið áður er það byrjar að borga af blokkar- íbúðinni. Við kunnum ekki (og viljum kannski heldur ekki læra) að láta staðar numið. Ung kunningjahjón mín bjuggu í notalegri blokkaríbúð þar sem þeim leið vel og afborganir gengu eðlilega. Þau rifu sig upp, keyptu lóð, byggðu og létu landslags- arkitekt hanna garðinn. Samtímis eignuðust þau þrjú börn, mubleruðu allt upp á nýtt með þýskurn sófum og ítölskum lömpum og stunduðu samkvæmislífið með reglulegu millibili. Þau urðu harkalega fyrir barðinu á þeirn samdrætti sem nú ríkir, vinna minnkaði hjá þeim báðum, þó þau væru vissulega heppin að halda störfum sínum því á vinnustöðum beggja var töluvert um uppsagnir. Minni vinna þýddi minni laun og svo kom að tekjur þeirra hrukku ekki fyrir afborg- unum. Þau sukku í skuldafen og eru að því komin að missa allt sitt. Þau höfðu spennt bogann það hátt að þau máttu ekki við neinum tekjubreytingum og gátu ekki HEIMS 51 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.