Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 71

Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 71
Verslunarhús EG. Þó að aðeins um þúsund manns húi í Bolungarvík minna þau helst á stórmarkað í Reykjavík. Loðnubrœðslan og framkvœmdastjórinn, Jónatan Einarsson. Guðmundur Páll Einarsson, yfirverkstjóri, við frystihúsið. Gerð hans hefur vafalítið ekki síst náð fram að ganga fyrir atfylgi Einars. í raun og veru er hin dýra uppbygging í Bolungarvík, aðeins í sautján kílómetra vegalengd frá Isafirði, dæmi um þjóð- hagslega óhagkvæmni. Ekki munaði svo mikið um siglinguna út á miðin eftir að bátar stækkuðu og hefði verið mun hagkvæmara að einbeita sér að uppbygg- ingu ísafjarðar. Og kannski er brýnast af öllu núna þegar horfir í algert óefni í Bolungarvík að grafa göng til Isafjarðar svo að íbúar í Bolungarvík geti búið áfram í húsum sínum en sótt vinnu til Isafjarðar án þess að þurfa að aka hinn hættulega Oshlíðarveg. Einar Guðfinnsson var heilmikill „gambler“. Hann sagði í samtali við Asgeir Jakobsson: „Ég hef alltaf hraðað mér að fram- kvæma, það sem mér hefur fundist á skorta, þegar getan hefur leyft, og þó oftast heldur fyrr. Ég er marga áhyggjustundina búinn að eiga vegna skulda sem ég sá ekki hvemig ég gæti greitt.“ Asgeir segir ennfremur: „Einar er allra manna bjartsýnastur og kjarkurinn óbilandi, en þeir sem ekki þekkja hann gætu haldið að hann væri full- ur af bölmóði, þegar honum tekst best að lýsa því hvemig allt sé að farast og ger- samlega vonlaust. Þegar hann upphefur þetta tal er hann að sækja í sig veðrið til átaka. Það er enginn venjulegur barlómur sem hann hefur upp - heldur er allt í grænum sjó - og hann er mjög sannfær- andi og ákveðinn. Þegar á þessu hefur gengið nokkra stund, skiptir snögglega um og hann snýst af jafnmiklum krafti að því að finna ráð við þeim vanda sem um er að ræða. Þetta minnti oft á veðurfar í um- hleypingatíð; skýin hrannast upp þar til það verður skýfall - æsileg rigning eða haglbylur - en svo styttir jafnsnögglega upp með heiðum himni.“ Asgeir segir að eitt sinn er þeir voru að ræða saman hafi hann haft allt á homum sér og sagt að lokum: „Það getur ekki dregist út mánuðinn að ég fari á hausinn." Ég fór að hlæja: „Hvað heldurðu að þú sért búinn að segja þetta oft um dagana?“ Hann varð enn ákafari við að sannfæra mig um kollsteypuna og málaði nú allt ástandið hálfu svartara en áður eins og hann vildi vera viss um að hvergi sæi á ljósan díl. En svo var élið gengið yfir og hann segir glottandi: „Það er ekki um annað að ræða en fara að spara við þig kaffið. Það er orðið dýrt kaffið.“ „Það er nú bara sá hængur á því snjall- ræði,“ sagði ég, „að þú getur ekki þynnt það meira en þú gerir - til dæmis núna (hann hafði hellt uppá stanslaust meðan hann lét dæluna ganga um ástandið) - en það gæti máski létt eitthvað undir með þér að nota rót?“ Hann hló með mér að þessari kaffi- sparnaðarhugmynd sinni en sagði þó fólgna í henni þá lífsreglu að bruðla aldrei með neitt umfram þörf. „Þessa reglu,“ sagði hann, „verða menn að halda á hverju sem gengur og jafnt í smáu sem stóru, spara það sem hægt er að spara. Ef menn slaka á þótt í litlu sé, þá fylgir fleira á eftir. Það er ekki af nirfilshætti að ég ferðast með strætisvagni í Reykjavík, ef ég kem því við, heldur en taka leigubíl ...“ Einar Kr. Guðfinnsson, sonarsonur Einars gamla, nú alþingismaður, var útgerðarstjóri fyrirtækjanna er afi hans lést. Hann sagði í minningargrein að gamli maðurinn hefði haft það verk með höndum 71 eftir að hann var formlega búinn að láta af öllum völdum að reikna út verð á vörum úr byggingardeild og útgerðardeild og fylgj- ast með reikningum: „Afi var óvenju reikningsglöggur mað- ur. Hann reiknaði jafnan út í huganum það sem við nútímafólkið slógum upp í raf- reiknivélum. Það sem krafðist meiri íhug- unar setti afi ofan á blað og reiknaði þannig út. Ekki datt honum þó í hug að eyða til þessa pappírsörkum. Þess í stað notaði hann umslögin sem bárust eftir að hann var búinn að skera af þeim frímerkin. Þannig kom fram nýtni hans og hirðusemi á öllum sviðum.“ Annar sonarsonur Einars, Asgeir Hjaltason, segir svo frá um afa sinn: „Mest var gaman að fara með afa morgunhringinn sem hann fór dag hvem. Morgunhringurinn fólst í því að vakna fyrir allar aldir, spjalla við trillukarlana sem voru að leggja í hann, rölta urn frysti- húsið og fyrirtækin, tala við fólk, frétta af aflabrögðum, finna hjartslátt bæjarins. Skipst var á kveðjum og ráðum. Gjaman fylgdu nokkrar glettur: „Nei, heyrðu mig nú, Einar minn. Þú hefur nú eitthvað ruglast í morgun, þú ert með kirkjuhattinn í dag!“ „Tja, er þetta nú satt? Þetta líkar henni Betu minni nú ekki,“ svaraði afi kíminn.“ Einar Guðfinnsson gekk jafnan með hatt, aldrei með húfu. Bæjarbúar vissu hvernig stóð á hjá karli eftir því hvar hatt- urinn var staðsettur. Væri hann aftarlega á höfði og hattbarðið reist var víst að bátar höfðu aflað vel og markaðshorfur voru góðar. Væri hatturinn hins vegar dreginn neðarlega fram á enni vissu allir í Bolungarvík að nú hefðu aflabrögð verið léleg og söluhorfur slæmar. Asgeir Jakobsson segir að Einar Guðfinns- HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.