Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 73

Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 73
Jónatan Einarsson og Sigurður Bjarnasonfrá Vigur. Sigurður sá um að útvega fjárveitingar til hafnargerðarinnar og Oshlíðarvegarins á alþingi. Fjölskylda Jónatans Einarssonar. Lengst til hœgri stendur Einar Jónatansson, síðasti forstjóri Einars Guðfinnssonar hf. og bœjarfuUtrúi, við hlið hans er Kristján verslunarstjóri og nœstur honum Elías framleiðslustjóri. Hattur Einars Guðfinnssonar var hafður til marks um hvernig reksturinn gekk. Vœri hatturinn ofarlega á höfði og hattbarðið reist var víst að bátar höfðu aflað vel og markaðshorfur voru góðar. var stofnað 1964 og átti það síldarverk- smiðjuna, verslunina og hluta af útgerð- inni. Einar og synir hans þrír áttu jafnan eignahlut í fyrirtækinu. Þá voru þeir einnig jafnir stofnaðilar að útgerðarfélögunum Röst hf., Baldri hf. og Völusteini hf. og var Guðfinnur framkvæmdastjóri þeirra allra. í Ishúsfélaginu voru þeir feðgar einnig aðalhluthafar. Guðfinnur á þrjú börn á aldrinum 31 til 37 ára og er elsti sonur hans Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður sem áður var orðinn útgerðarstjóri fyrirtækj- anna. Halldóra Einarsdóttir (f. 1924) er næstelst bama Einars. Hún er hússtjómar- kennari og hefur kennt við ýmsa skóla í Reykjavík. Maður hennar er Haraldur Asgeirsson verkfræðingur sem lengi var forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 29 til 43 ára. Hjalti Einarsson (f. 1926) er verk- fræðingur með matvælaiðnað sem sérgrein og hefur alla tíð búið syðra. Hann hóf árið 1957 störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og hefur verið einn af fram- kvæmdastjórum hennar um árabil. Þó að Hjalti starfaði ekki við fyrirtæki föður síns í Bolungarvík hefur hann verið eins konar fulltrúi þess í Reykjavík og oft orðið að miklu liði svo sem við uppbyggingu hraðfrystihússins. Hann á fimm böm á aldrinum 24 ára til 39 ára. Hildur Einarsdóttir (f. 1927) er fjórða í röðinni. Hún hefur tekið mikinn þátt í félagslífi í Bolungarvík og sat á tímabili á alþingi sem varamaður Sjálfstæðis- flokksins. Maður hennar er Benedikt Bjarnason en hann rekur eitt helsta samkeppnisfyrirtæki við Einar Guðfinns- son hf. í Bolungarvík og segja gárungarnir að því hafi verið leyft að lifa vegna þess að Einar er tengdafaðir hans. Benedikt er bæði með verslun og útgerð og hefur setið í stjórn íshúsfélags Bolungarvíkur, Spari- sjóðs Bolungarvíkur og var fyrsti formaður félagsheimilisins. Þau Hildur eiga fjögur börn á aldrinum 23 til 41 árs. Elsti sonur þeirra er Einar Benediktsson, nýráðinn forstjóri OLÍS. Jónatan Einarsson (f. 1928) lauk prófi við Verslunarskólann og starfaði síðan alfarið við fyrirtækin í Bolungarvík. Hann var fyrst aðalbókari, síðan framkvæmda- stjóri verslunarinnar og Síldar- og fisk- mjölsverksmiðjunnar. Hann tók að sér að sjá um byggingu hins stóra og myndarlega félagsheimilis 1951 og var síðan fram- kvæmdastjóri þess um 17 ára skeið. Hann var einnig formaður bygginganefndar sundlaugar, barna- og gagnfræðaskóla og ráðhússins. Jónatan tók við af föður sínum í hreppsnefnd og var oddviti sveitar- stjómar í 16 ár. Hann sat í tíu ár í stjórn Verslunarráðs Islands, átti sæti í stjórn Hafskips, eins og faðir hans áður, og á sæti í stjóm Skeljungs. Asgeir Jakobsson segir: „Það er ekki ólíklegt að Jónatan hafi einnig átt mestan þátt í því að Einar Guðfinnsson hf. hjálpaði á þessum árum einstaklingum til að reisa sér íbúðarhús með lánum, efnisútvegun og annarri fyrirgreiðslu sem fyrirtækið gat framast í té látið.“ Jónatan á sex böm á aldrinum 27 til 39 ára. Elsti sonur hans er Einar Jónatansson við- skiptafræðingur, núverandi forstjóri Einars Guðfinnssonar hf. sem einnig á sæti í bæjarstjóm Bolungarvíkur og heldur þar uppi merki afa síns og föður. Næstelsti sonur Jónatans er Kristján Jónatansson framkvæmdastjóri Verslunar EG og þriðji í röðinni er Elías Jónatansson fram- leiðslustjóri. Guðmundur Páll Einarsson (f. 1929) er sjötta barn þeirra Einars og Elísabetar. Hann varð kornungur verkstjóri og hefur verið yfirverkstjóri frystihússins um árabil. Hann var meðeigandi fyrirtækisins ásamt föður sínum og bræðrunum Guðfinni og Jónatan. Hann á fimm böm á aldrinum 30 til 39 ára. Einn sona hans, Einar Guð- mundsson, hefur verið verkstjóri í rækju- verksmiðjunni. Jón Friðgeir Einarsson (f. 1931) er sjöunda bamið. Hann er húsasmiður að mennt og stofnaði 1956 sitt eigið trésmíðaverkstæði og síðar plastverk- smiðju og byggingavöruverslun. Hann hefur séð um að reisa flestar meiriháttar byggingar í Bolungarvík og víðar um langt skeið og verslun hans er sú stærsta á Vestfjörðum á sínu sviði. Hann hefur því ekki gengið inn í fjölskyldufyrirtækið og er rekstur hans sjálfstætt einkafyrirtæki. Hann á þrjú börn á aldrinum 25 til 35 ára. Pétur Guðni Einarsson (f. 1937) er yngsta barn Einars Guðfinnssonar. Hann rekur eigið vöruflutningafyrirtæki í Bolungarvík með stórum bílum og hefur vöruafgreiðslu. Pétur er því sjálfstæður eins og Jón Friðgeir. Hann á fimm börn á aldrinum 18 til 32 ára. ■ HEIMS 73 MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.