Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 81

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 81
Malcolm X (framhald afbls. 39) Elijah voru fjarri kenningum Islam í ríkjum araba. Malcolm hafði ekki verið við kvenmann kenndur í tíu ár þegar Betty X varð á vegi hans í söfnuði Musteris sjö. Hún var hávaxin, dekkri á hörund en hann og með brún augu. Hún var að læra hjúkrun og Malcolm dróst að henni. Þau gengu í hjónaband 1958 eftir að Malcolm hafði fengið samþykki Elijah Muhammads lil að kvænast systur Betty. Hann þóttist hunsa alla rómantík þegar hann hringdi í hana á heimili hjúkrunarkvenna klukkan tíu að morgni: Heyrðu, hefurðu áhuga á að giftast mér? spurði hann í símann. Eftir smáþögn svaraði hún með já-i. Síðar sagðist Malcolm hafa uppgötvað að hún hefði löngu verið búin að ákveða að krækja í hann þegar honum fannst hann sjálfur vera að taka af skarið. Um líkt leyti varð atvik í Harlem sem markaði tímamót í baráttu blökkumanna. Tveir lögregluþjónar voru nótt eina að reyna að stilla til friðar á milli tveggja blökkumanna á götu úti. Lögreglan hrópaði til vegfarenda sem fylgdust með að hypja sig á brott. Tveir þeirra voru múslimar úr söfnuði Malcolms. Annar þeirra hét Johnson Hinton og fór hann hvergi. Þá réðust lögreglumennimir að Hinton og lúbörðu hann með kylfum. Samferðamaður Hintons hljóp að símaklefa og gerði Malcolm viðvart og var hann skjótur að koma á vettvang. Atburðurinn spurðist út og innan hálftíma stóð stór hópur múslima fyrir utan lögreglustöðina þangað sem Hinton hafði verið fluttur. Fleiri blökku- menn bar að og voru þeir bæði æstir og forvitnir. Lögreglumenn fylgdust með í forundran. Malcolm heimtaði að fá að hitta Hinton sem forsvarsmaður safnaðar hans. Lögreglan neitaði í fyrstu að hann væri á staðnum en lét loks undan. Sú sjón sem blasti við Malcolm hvarf honum aldrei úr minni. Hinton lá meðvitundarlaus á börum, höfuð, andlit og herðar í blóðbaði. „Ég vona að ég sjái aldrei aftur slíkt dæmi af ofbeldi lögreglu eins og þama,“ sagði Malcolm síðar. Enda lifði hann ekki til að sjá söguna endurtaka sig þegar Rodney King var miskunnarlaust barinn af lögreglumönnum í Los Angeles rúmum þremur áratugum síðar og fylgdu miklar óeirðir í kjölfarið. Malcolm sá til þess að Hinton væri komið á sjúkrahús, þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Síðar var borin fram kæra í nafni samtakanna fyrir hönd Hintons á lögregluyfirvöld í New York og fékk hann 70 þúsund dali í skaðabætur. Mál Hintons vakti óhemju athygli fjölmiðla og varð kveikjan að mikilli vakningu í blökku- mannagettóum. Mál þetta kom svörtum múslimum einnig í fréttirnar og ekki síst forsvarsmanni þeirra í New York, Malcolm X. Sjálfur hafði Malcolm sett á fót blað fyrir múslima en málstaður þeirra var farinn að vekja athygli út fyrir Bandaríkin. Malcolm var boðið til ýmissa Afríkuríkja og Saudi-Arabíu. En sjónvarpsþáttur um samtökin sem sýndur var 1959 varð kveikjan að því að þau komust fyrir alvöru í sviðsljósið. Þátturinn bar yfirskriftina Hatur sem hatrið ól af sér. Segir Malcolm að fordómar hvíta mannsins hafi endur- speglast í túlkun þeirra á þessum þætti um svarta múslima, sem þaðan í frá hafi verið ásakaðir um að breiða út hatursboðskap í garð hvíta mannsins. „Með þessu birtist helsta einkenni hvíta mannsins,“ sagði Malcolm síðar, „sjálfselska hans er svo mikil að hann fær áfall ef fómarlömb hans em ekki jafn dolfallin af hrifningu á honum og hann er sjálfur.“ Malcolm varð brátt eftirsóttur gestur í umræðuþáttum í útvarpi og sjónvarpi. Fátt fór meira í taugamar á honum en að í hópi spyrla væru svartir fræðimenn ásamt þeim hvítu, blökkumenn með doktorspróf sem gerðu aðsúg að honum á þeirri forsendu að hann stæði fyrir fordómum í garð hvítra. Malcolm var hneykslaður á þessum liðhlaupum í hópi kynbræðra sem vom búnir að koma sjálfum sér makindalega fyrir í þessari jarðvist og hirtu lítið um þær tuttugu milljónir blökkumanna sem bjuggu í gettóum við skort. Malcolm var á þessum tíma harður fylgismaður kenninga Elijah Muhammads um fullkominn aðskilnað svartra og hvítra en hann átti eftir að mildast mjög í þeirri afstöðu áður en yfir lauk. En alla tíð fyrirleit hann þá blökkumenn sem honum fannst láta hafa sig að fíflum með því að telja sig í hópi hvítra. „Einum slíkum manni gleymi ég aldrei. Hann var háskólaprófessor með doktorspróf. Hann gerði mig æfan af reiði. Eins mikil og þörf okkar fólks sem upp til hópa hefur litla skóla- göngu er fyrir menntamenn, stóð hann bísperrtur í hópi hvítra starfs- bræðra sinna og tók þátt í að gera aðsúg að mér. Hann kallaði mig lýðskrumara og kynþáttahatara. Ég þurfti að taka á öllu sem ég átti til að sleppa mér ekki yfir þessu fífli. Loks stöðvaði ég orðaflaum hans með því að rétta upp hönd og sagði: Veistu hvað hvítir kynþátta- hatarar kalla þína líka með doktorspróf? Hann svaraði einhverju á þá leið að um það hefði hann enga hugmynd og talaði eins og tilgerðarlegur menntamaður. Og ég svaraði honum mjög hátt með einu orði: Nigger! Skömmu eftir morðið á Kennedy forseta stóð Elijah Muhammad fyrir því samsæri að gera Malcolm brottrækan úr hópi samtaka sinna. Muhammad var afbrýðisamur út í Malcolm auk þess sem hann var óttasleginn um eigin stöðu þar eð upp hafði komist um syndsamlegt lífemi hans í Chicago. Uppfrá því vissi Malcolm að Muhammad vildi hann feigan. Malcolm X hafði kynnst Alex Haley, síðar ævisöguritara sínum, 1959. Nokkrum árum síðar tók Haley langt viðtal við Malcolm sem birtist í Playboy og sagði Malcolm í lok hverrar setningar þar sem hann úthúðaði hvíta kynstofninum: Djöfullinn birtir þetta aldrei! En tímaritið birti viðtalið orðrétt og traust samband, síðar vinátta myndaðist milli Malcolms og Haleys. Þegar Muhammad rak Malcolm var lýðum þegar orðið ljóst það ægivald sem Malcolm með persónuleika sínum og charisma hafði yfir fólki. „Það var sama hverjir aðrir vom viðstaddir, þar sem Malcolm kom fyllti hann út í salinn með nærveru sinni,“ sagði Alex Haley. Sjálfur lýsti Malcolm sér sem reiðasta manni Ameríku. Hann sagði Haley frá því hvemig hann fékk verðina í fangelsinu til að gera það sem hann vildi: Ég hótaði þeim því að ef þeir gerðu það ekki myndi ég láta það spyrjast út að þeir væru ljósir negrar sem þættust hvítir! Og hann skellihló. Malcolm X var ekki sammála baráttuaðferðum dr. Martins Luthers King þótt hann bæri virðingu fyrir manninum. En það er misskilningur að Malcolm hafi verið hlynntur ofbeldi í baráttu blökkumanna. Hann var einfaldlega þeirrar skoðunar að mönnum bæri ekki að bjóða hinn vangann. Þegar Martin Luther stóð fyrir frægum mótmælafundi í Washington sagði Malcolm: Hollywood hefði ekki tekist betur upp! Malcolm áleit aðra leiðtoga blökku- manna ekki í nægum tengslum við grasrótina. Sjálfur fann hann sig best á götunum í fátækrahverfum Harlem. Þar var hans fólk. Minn rnaður! hrópaði fólk í lörfum, rónarnir í ræsinu, sem dýrkuðu hann, að sögn Haleys. „Fólkið elskaði Malcolm,“ segir Abdul Alkalimat prófessor í Boston, „vegna þess að hann þorði að segja það sem honum bjó í brjósti.“ Þegar Cassius Clay öllum að óvörum sigraði heimsmeistarann Sonny Liston í hnefaleikum varð enginn glaðari en Malcolm, sem hafði hvatt Cassius Clay til dáða. „Hann er fyrsta hetja múslima í Bandaríkjunum,“ sagði Malcolm. Fáir gerðu sér betur grein fyrir mikilvægi sigursins í baráttu svartra en Malcolm, því þótt Sonny Liston væri svartur lagði hann allt kapp á að samsama sig hvíta manninum. Cassius Clay lét síðar nota sig í áróðrinum gegn 81 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.